Fimmtudagur, 23. desember 2010
Íslendingar í verðhjöðnun
Tvö komma fimm prósent verðbólga og á leiðinni niður veit á verðhjöðnun sem er framandi efnahagsástand hér á landi. Þroskuð iðnríki, t.d. Japan, glíma við verðhjöðnun og þykir óskemmtilegra viðfangsefni en verðbólga. Verðhjöðnun kyrkir vöxt með því að draga úr eftirspurn þar sem verðlag fer lækkandi. Minni eftirspurn þrýstir verðlagi enn frekar niður og þannig verður til vítahringur.
Íslendingar eru vanir hröðum efnahagsvexti og verðbólgu samfara. Neyslugleði landsmanna vinnur gegn verðhjöðnun þar sem væntingar um lægra verð draga ekki úr kaupákafanum. Kreppan kenndi fólki ekki að spara og halda að sér höndunum heldur sótti fólk í lífeyrissparnaðinn til að halda áfram neyslunni.
Þegar kurlin koma öll til grafar, hagstofukanínan líka, er ólíklegt að verðhjöðnun verði efnahagslegt vandamál á Íslandi.
Hagstofukanínan heldur verðbólgunni niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aulahagfræði rollubóndans og kollúnistans í Seðlabankanum ætlar að verða okkur dýrkeypt.
Ragnhildur Kolka, 23.12.2010 kl. 10:27
"kommúnistans" átti það að vera.
Ragnhildur Kolka, 23.12.2010 kl. 10:28
Já þetta er einkennilegt ástand, kannski ekki skollið á, en virðist í pípunum. Ég fór á góðan veitingastað (kínverskan) í gærkvöldi og fékk mér tveggja rétta máltíð með gosi, afbragðsmat á 1020 krónur. Það verður spennandi að fara á útsölurnar í janúar?
Gleðileg jól Páll. Ég les þig alltaf þó ég sé ekki alltaf sammála. Öðru hverju skrifar þú blaðamaður og þá ertu góður, en í spunanum ertu út úr kú!
Villi (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 10:33
Þakka fyrir þetta Páll. Ég held að menn þurfi nú ekki að fara á límingunum þó svo það verði einhver verðhjöðnum hér á landi. Það er nú ekki til í fræðibókum rannsókn sem sýnir afleiðingarnar á verðhjöðnun eftir mikla verðbólgi eins og var hér á landi aðeins verðhjöðnun eftir stöðugt verðlag. Því tel ég það vera af hinu góða ef það kemur einhver verðhjöðnum hér á næsta ári.
Ragnar G. Þórðarson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.