Verkföll eða kosningar í vor

Valið eftir áramót mun standa á milli þess að ríkisstjórnin sitji og samfélagið logi í verkföllum eða boðað verði til kosninga í vor. Ríkisstjórnin á ekkert inni hjá verkalýðshreyfingunni og almenningur hefur snúið baki við Jóhönnu Sig. og Steingrími J. Skötuhjúin notuðu illa þann tíma sem friðarskylda var á vinnumarkaði og geta ekki keypt sér lengri frest.

Ef ríkisstjórnin segir af sér og boðað verður til kosninga myndast aðstæður til að ný stjórn leggi grunn að endurreisn í þágu þjóðarinnar. Verkföllum yrði frestað fram á haust til að gefa nýrri ríkisstjórn færi á að sýna á spilin.

Þjóðin þarf kosningar í vor.

 


mbl.is Pantanir streyma inn hjá ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki gleyma verkbönnum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 22.12.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband