Lausláta vinstrið og það stefnufasta

Í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. mætast tvær hefðir í íslenskri vinstripólitík. Í fyrsta lagi lausláta vinstri, sem áður var kallað Alþýðuflokkur, og var með í farteskinu sósíaldemókratískar hugmyndir en jafnframt vænan skammt af búðarlokuhugsun sem spurði ávallt; hvað græði ég á pólitík? Í öðru lagi stefnufasta vinstri er lítur á stjórnmál sem illa nauðsyn og lætur sér ríkisstjórnarþátttöku í léttu rúmi liggja. Alþýðubandalagið var heimilisfesta þessa fólks fyrir uppstokkun vinstrimanna um aldamót en þá tók Vinstrihreyfingin grænt framboð við þeim.

Lausláta vinstri var með yfirhöndina í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Öll Samfylkingin telst þeim megin og Árni Þór Sigurðsson hrökk sjálfkrafa úr Vg-pólitík í búðarlokusamfélag þeirra lauslátu. Mestu munaði þó um að Steingrímur J. hvarf frá stefnufestu og seldi sig lauslætinu til að komast til valda.

Samtíminn hefur fyrirlitningu á lauslæti enda öllum ljóst að útrásin var knúin áfram af léttúð og virðingarleysi við margreynd lögmál um atvinnulíf og efnahagskerfi. Pólitísk lauslæti af samfylkingartoga var ekki það sem þjóðin vildi á meðan afleiðingar útrásarinnar eru í fersku minni. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var dauðvona fædd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búðarloka VG tók Samfylkingarsnúning á bankabréfin sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar og græddi tugi milljóna á braskinu.

Óskiljanlegt að almennir félagar í VG skuli sætta sig við þennan mann sem fulltrúa sinn.

Karl (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:47

2 identicon

Það sem er svo kostulegt við málið er að þeir sem eru "svikararnir" er fólkið sem stendur við kosningaloforð flokksins sem væntanlega allir kjósendurnir treystu að yrðu haldin.  Í stað þess hafa lítilmenni undir forystu Steingríms bókstaflega rænt þessu fólki atkvæði sínu sem hefði örugglega farið eitthvert annað í tilfellum þeirra sem trúðu að Steingrím & Co.væri alvara gagnvart AGS, ESB og Icesave.  Það hlýtur að teljast hæpið að flokkurinn eigi nokkur tíman eftir að fá atkvæði frá þeim einstaklingum aftur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 20:21

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvar er Páll Vilhjálmsson blaðamaður?

Sigurbjörn Sveinsson, 20.12.2010 kl. 22:54

4 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Mikil er trú þín á eitthvað sem er kallað vinstri og vantrú á það sem kallast hægri. Þessi hugtök um hópa komu fram um 1789 í Frakklandi og voru bæði notuð um borgarastétt. Það er mjög fróðlegt að lesa um þessa hópa sem sátu Kóngi og Aðli á sitt hvora hönd. Gírondínar til hægri og Jakobínar til vinstri samtals 1/2% frönsku þjóðarinnar og skiptust í peningamenn og menntamenn svona grófleg fiftí fiftí. Þetta 1/2% gerði byltingu gegn miðjunni  þ.e.a.s. Kóngi og Aðli 1% (Biskupar og yfirmenn kirkju meðtaldir). Verkamenn 1/2% og bændur 98% fengu ekki að vera með. Eftir 17.000 afhausanir og fleira skemmtilegt og allgjört efnahagslegt hrun í þessu ríkasta og fjölmennasta ríki Evrópu þá tóku peningamennirnir völdin og halda þeim enn,sem sagt þessi 1/2%. þrátt fyrir staðfestu sumra vinstrimanna(Stalín, Hitler og fleiri) og lausagöngu annara(Trotskí, Svavar, Steingrímur)hefur það ekki breyst. Það er nefninlega þannig að öll valdabarátta kostar Peninga og ef þú átt nóg af þeim þá stofnar þú flokk eða kaupir, einnig fjölmiðla (LÍÚ, Bónus) til að styðja þinn flokk,mun ódýrara  en að missa þín forréttindi. Hvað þá að eyða tima og orku í almenning sem Lenín kallaði svo smekklega nytsama sakleysingja. Í frægri bók skrifuð 1903 sem heytir Játnig einokunarsinna segir;ódýrasta og besta fjárfesting sem til er,er að eiga stjórnmálamann því hún krefst hvorki andlegrar né líkamlegrar vinnu. Lausnin er sú Svssneska taka völdin frá stjónrnmálamönnum eða er þitt draumaríki Norður Kórea ekki vantar nú staðfestuna þar.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 21.12.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband