Mánudagur, 20. desember 2010
Forysta Vg fórnaði grunngildum flokksins
Forysta Vg seldi grunngildi flokksins þegar hún féllst á að leyfa Samfylkingunni að sækja um aðild að Evrópusambandinu í nafni ríkisstjórnar þar sem Vg átti hlut. Þegar stjórnmálaflokkur fórnar sjálfri undirstöðunni fyrir stjórnmálastarf sitt verður viðskilnaður milli forystu og flokksfólks.
Forystan lét Samfylkinguna leika á sig með því að taka hótanir Össurar vorið 2009 um að ekki yrði samið um ríkisstjórn nema Vg gæfi eftir andstöðu sína við ESB-aðild. Samfylkingin átti ekki í önnur hús að venda með Evrópumálin sín og Vg var móralskur sigurvegari kosninganna. Óhugsandi var að mynda ríkisstjórn án Vg.
Valdaþorsti forystu Vg varð henni að falli; hún tók völdin fram yfir grunngildi flokksins. Tækifærissinnum hefnist alltaf ráðslagið.
VG gæti klofnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðild eða ekki aðild er ekki eitt af grunn gildum VG. Ég hélt að þú vissir að þetta væri samþykkt en hefur lítið með grunngildi VG að gera.
Valsól (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 16:15
Sem einn af fjölmörgum stuðningsmönnum VG í síðustu kosningum þá er ég hjartanlega sammála greiningu Páli Vilhjálmssonar hér.
VG var stærsti sigurvegari síðustu kosninga, ekki síst útá einarða afstöðu sína gegn ESB aðild. Því er ESB andswtaðan og stuðningurinn við fullveldið og fullt og óskorað sjálfstæði þjóðarinnar eitt af grnngildum VG sem stjórnmálaafls.
Þau svik sem flokksforystan fór í fyrir frekju og yfirgang Samfylkingarinnar gæti eyðilagt þetta annars ágæta stjórnmálaafl sem VG hefur verið.
En Valsól veður hér sem fyrr bæði í ESB villu og svima !
Vonbrigði og timburmenn Valsólar og hinna ESB aftaníossana eiga eftir að vara í mörg ár þegar þjóðin loksins fær að segja þessu ESB trúboði milliliðalaust að fara fjandans til !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 17:55
Ég hef margoft nefnt að ESB aðild væri langstærsta pólitíska málið frá lýðveldisstofnun. Því í ósköpunum taka þeir flokkar, sem segjast vera andvígir umsókninni, ekki höndum saman? Einangra Samfylkinguna og henda umsókninni í ruslið? Er ekkert að marka þetta fólk? Karpandi um % hér og % þar í sköttum, en láta langstærsta málið sitja á hakanum! Er eitthvað eðlilegt við þessa þróun mála?
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 17:57
þessi greining er bara hreint bull páll. hver á vinstrivængnum gat hafnað því að mynda fyrstu hreinu vinstri stjórn landsins á sínum tíma. það að einhverjir jólasveinar í vg hafi síðan ekki skilið að stjórnarsamstarf er málamyndun hefur ekkert að gera með upphaf málsins. niðurstaðan er hinsvegar sú að gamla glundroðakenning íhaldsins um vinstri flokkana á síðustu öld heldur vel í dag. þökk sé lilju, atla og ásmundi.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.