Mánudagur, 20. desember 2010
Brask lífeyrissjóða verður þeim að falli
Fréttir um að lífeyrissjóðir ætli í félag með raðbraskaranum Ross Beaty og Magma með kaupum í HS Orku vekja ugg. Allt frá fyrsta degi hafa Beaty og íslensku útrásarafgangarnir sem eru leyniviðskiptafélagar hans reynt að fá lífeyrissjóðina með í spilið.
Lífeyrissjóðirnir starfa í skjóli samstöðu um að langtímasparnaður launafólks skuli ávaxtaður í sjóðum. Með framferði sínum á tímum útrásar reyndu lífeyrissjóðirnir verulega á þolinmæði fólks. Þátttaka þeirra í fábjánavæðingu atvinnulífsins jók ekki á tiltrú almennings sem er forsenda fyrir framhaldslífi sjóðanna.
Ef lífeyrissjóðirnir færu að braska með orkuauðlindir almennings í félagi með útlendum raðbraskara og útrásarauðmönnum er úti um orðspor sjóðanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.