Laugardagur, 18. desember 2010
Berserkur vill byssuleyfi
Mannasiðir standa höllum fæti í samfélaginu en hverskyns vaðall um mannréttindi er á hraðbergi hjá þeim sem síst skyldi. Maður sem gekk berserksgang á opinberum vettvangi og braut og bramlaði almannaeigur fær ekki endurnýjað byssuleyfi og telur hann freklega á sér brotið, samkvæmt Fréttablaðinu.
Maðurinn telur fullkomlega eðlilegt að samfélagið veiti honum leyfi til að bera byssu, líklega til að þurfa ekki að erfiða jafn mikið næst þegar hann tekur kast. Það er auðveldara að taka í gikkinn en leggja það á sig að brjóta rúður með handafli.
Umburðalyndi síðustu áratuga hefur alið af sér sérkennilegan hugsunarhátt sem birtist í því að fólk gerir endalaust kröfur til alls og allra nema sjálfs sín. Rétt er að taka fram að byssumaðurinn heitir ekki Jón Ásgeir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.