Fimmtudagur, 16. desember 2010
Vonbrigðin eru öll okkar, Steingrímur J.
Þúsundum saman flykktust kjósendur til Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við síðustu kosningar, þar á meðal höfundur þessara orða. Framboð Vg gekk út á heiðarleika, orðheldni og stefnufestu. Frá stofnun hafði flokkurinn barist gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og fyrir kosningar var ekkert slegið af með þá stefnu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins.
Eftir kosningar fór lítið fyrir heiðarleika, orðheldni og stefnufestu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Steingrímur J. og forystan keypti ríkisstjórnarþátttöku því verði að fórna andstöðunni við inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
ESB-undanhaldið hélt áfram þegar Bretar og Hollendingar gerðu kröfu um endurgreiðslu vegna Icesave-reikninga. Steingrímur J. ber sem fjármálaráðherra höfuðábyrgð á landráðasamningum sem þjóðin felldi í mars 2010.
Steingrímur J. segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn Vg sitja hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Þau vonbrigði eru hjóm eitt í samanburði við þúsundir kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem Steingrímur J. sveik eftir síðustu kosningar.
Gríðarleg vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smámunir miðað við glæpsamlega vanhæfa- og eiginhagsmuna ríkisstjórnir fyrra áratuga. Þar með talið ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokks.
Orri (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 14:59
Steingrímur J. og VG stendur undir öllum mínum væntingum til svokallaðra vinstriflokka. Og hef ég þá þónokkra horft upp á. Í hugann koma einir 8 á´minni tíð. Bráðum hlýtur hinn eini sanni frelsari ykkar vinstrimanna að birtast Páll minn, sem Orri verður ánægður með líka.
Halldór Jónsson, 16.12.2010 kl. 15:36
Án vafa einn ómerkilegasti stjórnmálamaður síðari tíma.
Stjórnlaus valdasýki getur af sér sjúklega hentistefnu og það er eitruð blanda.
Blessunarlega á síðustu metrunum í pólitíkinni.
Karl (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 17:45
Svo virðist sem spakmæli Acton lávarðar lifi enn góðu lífi nú tæpum 250 árum eftir að hann lét þau útúr sér
Yeboah (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 18:21
"Eftir kosningar fór lítið fyrir heiðarleika, orðheldni og stefnufestu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs."
Ég er ennþá hissa að þetta komi fólki á óvart. Steingrímur hefur alltaf verið á móti öllu en svo snúist einsog vindhani þegar það hentar honum. Ég hef gaman að notast við bjórinn og Steingrím til að minna mig á að kjósa hann ekki.
Bjartasta von Íslands í dag er Lilja Mósesdóttir, og ég sem er meirra til hægri en vinstri myndi kjósa VG með hana við stýrið.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 18:45
Fyrir utan óþverraskapinn í Steingrími að ræna fólki atkvæðum sínum með að svíkja allt sem hann og Vinstrigræn stóðu fyrir, þá hefur Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar uppljóstrað að svik hans varðandi Evrópusambandið var hann löngu fyrir kosningar búinn að handsala við Samfylkinguna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 22:08
Já, vonbrigði Steingríms eru ekki neitt miðað við allar lygar hans og VG, óþverraskap hans og VG, svik hans og VG. Megi skattabrjálæðis-og svika-flokkurinn sem laug um allt og allt sveik, fara nákvæmlega sömu leið og óþverrafylking Jóhönnu Sig. Það skemmir sálina að þurfa að hlusta á þetta lið og ICESAVE- og skattabrjálæðið deginum lengur.
Elle_, 16.12.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.