Íþyngjandi fyrir Jón Ásgeir

Hádegisfréttir RÚV fluttu viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóra sem kvað lífsreynsluna að hafa verið dregin fyrir dóm í New York vera sér og sínum ,,íþyngjandi." Viðtalið var, note bene, ekki tekið í biðröð Fjölskylduhjálparinnar heldur millilenti Jón Ásgeir hér á ferð sinni frá London í lúxusíbúðina sem hann á í New York í boði Landsbankans.

Jón Ásgeir sagðist hafa þurft að borga á þriðja hundrað milljónir vegna málssóknarinnar og ætlar í mál við slitastjórn Glitnis og peningana endurgreidda.

Fréttamaður RÚV innti Jón Ásgeir ekki eftir því hvert þeir ættu að snúa sér sem töpuðu á viðskiptaævintýrum hans á dögum útrásar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Siðblindan er algjör hjá þessum manni.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 14:52

2 identicon

Nú hefur Jón Ásgeir verið frekar ónákvæmur þegar um tölur er að ræða og ekki á hann samleið með sannleikanum frekar en félagar hans í Samfylkingunni svona yfirleitt.  Er ekki rétt að hann sýni fram á nákvæmlega í hvað peningarnir fóru?  Það er einkennilegt að saklaus maður hafi þurft að eyða öðru eins, og ekki talar maður um alla milljarðana sem þessi hvítþvegni engill þurfti að spandera í að sanna sakleysi sitt í Baugsréttarhöldunum.  Núna eru allir kærðir sem minnast á hans nafn, og hlýtur að vera mikið hjá honum að gera í dómsölum, - en hverju líður málshöfðunin gegn Davíð Oddssyni vegna 300 milljóna sporlausa mútuféð sem auðróninn tók nærri sér að hafi verið eftir honum haft af þáverandi forsætisráðherranum?  Átti það ekki að vera til þess að hreinsa mannorð Baugsmannsins virta?  Hvar stendur kæran?  Alltént, - 300 milljónirnar hafa komið að góðum notum fyrir rest.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband