Ofur-Grímur og Icesave sem má hafna

Jóhanna Sig. forsætisráðherra þakkar það Steingrími J. fjármálaráðherra að ekki skall á efnahagsleg ísöld þegar þjóðin hafnaði Icesave-samkomulagi þeirra skötuhjúa í mars. Steingrímur J. hafi tryggt gjaldeyrisflæði inn í landið. Við getum andað rólega og hafnað nýjum Icesave-samningi, sem ku vera ódýrari er nemur 100 ti 400 milljörðum plús mínus, þar sem við stýri stendur Ofur-Grímur.

Jóka og Ofur-Grímur munu vitanlega láta öllum illum látum líkt og þau gerðu liðinn vetur. Það sprikl er til útflutnings, einkum á breskan markað og hollenskan.

Ofur-Grímur mun áfram sjá um innflæði gjaldeyris til landsins enda heita menn á hann til gæfta og gæfu.


mbl.is Áttum kost á Icesave-samningi í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ef við höfnum Icesave samningi, þá hrökklast stjórnin frá, sem er það sem allir vilja, er það ekki, svo Bjarni Og Sigmundur Davíð fái að setja stafina sína við þennan samning. Er það ekki draumurinn?

Jón Halldór Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Draumurinn er að fá starfstjórn og hætta við stjórnlagaþing

Magnús Ágústsson, 15.12.2010 kl. 12:12

3 identicon

Bjarni og Sigmundur hafa engan áhuga á að setjast í ríkisstjórn.

Þeir vita að þeir hafa ekki traust til þess.

Þeir eru í sömu aðstöðu og ríkisstjórnin.

Engu er líkara en fólk átti sig á því að hér ríkir mjög djúp pólitísk kreppa.

Hún stendur öllu fyrir þrifum.  

Karl (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrst Steingrímur hetja gat tryggt gjaldeyrisflæði inn í landið, þó ekki væri búið að borga IceSave, þá hlýtur að vera borðleggjandi að hann haldi því einfaldlega áfram enda á hans verksviði sem fjármálaráðherra.

Ef við þurftum ekki að borga IceSave þá til að forðast frostaveturinn mikla, þá þurfum við það varla nú. Látum bara Steingrím rífa kjaft við AGS & co., fyrst hann stendur sig svona vel í því.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2010 kl. 18:58

5 identicon

Jóhann fullyrti í dag að nýju samningsdrögin væru ósköp svipuð í raun og glæsisamningur Svavars og Indriða sem  landsmenn höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni með 98.2% NEI - i.  Það eru góðar fréttir og vatna á myllu okkar sem krefjumst þess að úr deilunni verði skorið fyrir dómi.  Þar sem andlegir burðir freyjunnar eru ekki beint til útflutnings, þá hlýtur þetta að vera opinber afstaða stjórnvalda að það eigi þá að hafna þeim nýja eins og hinum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband