Miðvikudagur, 15. desember 2010
Lýðræðishalli ESB eykst
Um 72 prósent af lögum Evrópusambandsins eru samþykkt í fyrstu umræðu sem þýðir að embættismenn ásamt fáeinum þingmönnum á Evrópuþinginu afgreiða málið. Í Danmörku er umræða um að lýðræðishallinn í Evrópusambandinu sé orðinn slíkur að ekki verði við unað.
Danski þingmaðurinn Peter Juul Larsen hvetur Evrópunefnd danska þingsins að setja á dagskrá lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Krafan um skilvirkni við lagasetningu hefur orðið til þess að lýðræðisleg aðkoma kjörinna þingmanna áð lagasetningu Evrópusambandsins þrengist stöðugt.
Sjá nánar umfjöllun Informasjon.
(Tekið af Heimssyn.is)
Athugasemdir
Einnig laun þingmanna ESB í Stassburg.
http://www.evropuvaktin.is/frettir/17141/
Gunnar Heiðarsson, 15.12.2010 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.