Samfylkingarjátning um Icesave og ESB

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur játar í dag mistök um síðustu áramót að styðja Icesave-samninginn sem var sirka 400 milljörðum verri en sá sem nú liggur á borðinu - sem aðeins fékkst eftir afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis um að sá fyrri væri óboðlegur. Játning Guðmundar Andra er fjarska merkilega orðuð.

Um það er þarflaust að þrefa: Okkur skjátlaðist. Við, þessi minnihluti landsmanna sem vildum ljúka Icesave-málinu um síðustu áramót, fá þetta út úr heiminum og halda áfram út úr kreppunni með hjálp annarra þjóða - okkur skjátlaðist, við paníkeruðum.

Orðalagið ,,með hjálp annarra þjóða" vísar til umræðu í fyrra í samfylkingarkreðsum að Evrópusambandið mynd koma okkur til bjargar ef afborganir til Breta og Hollendinga ætluðu okkur lifandi að drepa.

Það er að renna upp fyrir Guðmundi Andra að örvæntingin eftir hrun leiddi marga til að trúa á bjargir frá Brussel. Þær bjargir einar duga sem við veitum okkur sjálf. Þess vegna eigum við að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, enda var hún augljóslega send í ,,panikk". Ekki satt Guðmundur Andri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bradum skrifar Gudmundur ad "eiginlega" hafi Sjalfstædisflokkurin samid umsoknarferlid ad ESB.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:16

2 identicon

Gott hjá Guðmundi Andra.  Batnandi mönnum er best að lifa.

Skyldi hann líka verða maður til þess að biðja þjóð sína afsökunar á því að hafa með öllum ráðum reynt að koma þjóð sinni undir yfirráð ESB elítunnar.

Það hlýtur að koma að því að einhverjir viti bornir menn í Samfylkingunni spyrni við fótum og segi "Nei takk" við ESB og sendi forystunni tóninn.

Því að í raun er enginn stjórnmálaflokkur sundraðri í afstöðunni til ESB ef marka má skoðanakannanir, því að aðeins 60 til 67% styðja þessa ESB helför flokksforystunnar.  Það eru samt 33 til 40% stuðningsmanna Samfylkingarinnar sem ekki aðhyllast ESB aðild og þó hafa mjög margir yfirgefið flokkinn síðan ESB umsóknin var send inn einmitt vegna þessarar öfgafullu ESB stefnu flokksforustunnar.

En forusta flokksins með Össur vindhana í broddi fylkingar talar alltaf eins allir flokksmenn styðji þessa vitleysu og reyndar talar hann líka sperringslega um að í raun vilji þjóðin og styðji inngönguna í ESB, það séu bara einhverjir örfáir sem hafi ekki áttað sig á því enn þá.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er ótrúleg sú trú aðildarsinna að Ísland verði fljótjandi í styrkjum og á bólakafi í öllum mögulegum og ómögulegum nýjum gæðum með inngöngu í ESB. Síðan hvenær hafa nýlenduherrar verið "góðar"?

Auðvitað á að draga umsóknina til baka. Það verður hins vegar erfitt að eiga við landráðaliðið sem er nú þegar á spenanum frá ESB auk þess sem verið er að dæla í stofnanir og fyrirtæki fullt af mútustyrkjum til að negla fólk til fylgislags.

Haukur Nikulásson, 13.12.2010 kl. 11:51

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklega á Guðmundur Andri við styrkina frá Norðurlöndunum og ASG sem fengust en leit út fyrir að við fengjum ekki nema sýna samningsvilja.

Ómar Ragnarsson, 13.12.2010 kl. 13:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Okkur stóðu engir styrkir til boða frá Norðurlöndunum og AGS, heldur lán sem þessir "vinir" okkar ætluðu að skilyrða við samþykkt á skattalegu þrælaánauðinni fyrir Breta og Hollendinga.

Fyrstu tveim áhlaupum yfirgangsþjóðanna hefur verið hrundið og nú þarf samstöðu sem aldrei fyrr, til að verjast því þriðja.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 14:04

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisverð játning Guðmundar Andra. Sannkölluð Samfylkingar játning.

Rétt eins og Samfylkingin hafi ekki gert nein önnur mistök en að styðja þrælasamning Steingríms við gömlu nýlenduherrana? Hvað með stuðning Guðmundar Andra við glæpaklíkuna Baug. Ef hann vill gera hreint fyrir sínum dyrum þarf hann að byrja að moka úr því haughúsi. Þá má vera að hægt verði að hlusta á það sem hann hefur að segja.

Ragnhildur Kolka, 13.12.2010 kl. 14:13

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Við þjálfun orustuflugmanna mun þurfa að verja nokkrum tíma í að venja þá af því sem kallað er á ensku "target fixation", þeir glepjast svo af skotmarkinu sem þeir ætla sér að ná að þeir taka ekki eftir neinu öðru og týna oft engu fyrr en lífinu fyrir vikið.

Svipað held ég hafi komið yfir íslenska vinstrimenn í Icesave málinu. Það er gleðilegt að Guðmundur Andri er byrjaður að játa, það gerir sálinnni gott. Verra er að hann virðist engan veginn hafa áttað sig á fixasjón sinni og virðist enn vonast til að ná hinum æðsta sigri, sem var að geta kennt Sjálfstæðisflokknum um allt Icesave málið. Þá væri Sovét-Ísland komið og því hærri sem reikningurinn væri, því betra.

Hólmgeir Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 18:40

8 Smámynd: Elle_

Evrópusambandið sem hefur hjálpað breskum, hollenskum og íslenskum ríkisstjórnum við að kúga íslenska alþýðu í ICESAVE hefði nú aldreilis komið okkur til bjargar - - - ??  Nei, það var brandari Hrollvekju-fylkingarinnar og ekki er nú vitinu fyrir að fara úr þeim flokki. 

Elle_, 13.12.2010 kl. 19:39

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef ekki lesið mikið af skrifum Guðmundar Andra, en fram að þessu hefur hann ekki verið í miklu áliti hjá mér. Mér hefur virtst hann vera forpokaður og dæmigerður Sossi.

Fyrir tveimur vikum var hann til dæmis andvígur þjóðaratkvæði og varði þá afstöðu með tilvísan til þess að fólk gæti skipt um skoðun, eftir kosningu. Þá væri nú betra:

 "að setja fólk sem við treystum, teljum réttsýnt og sanngjarnt, í að taka ákvarðanir um þjóðarhag sem við myndum ekki vilja taka sjálf"

Hver talar svona nema valdstjórnarsinni ? Meira hér:

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1125515/

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband