Land Crusier kreppan

Samkvæmt upplýsingum frá Toyota seldust 145 Land Crusier jeppar  í ár. Verðmiðinn er tíu milljónir króna og upp úr fyrir stykkið. Álykta má að þau heimili sem fjárfesta í slíku farartæki séu ekki á vonarvöl og þurfi hvorki á flatri skuldaniðurfellingu að halda né greiðsluaðlögun.

Smátt og smátt er að renna upp fyrir okkur hvers eðlis kreppan er sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þrátt fyrir afskriftir upp á þúsundir milljarða er enn kappnóg af peningum í samfélaginu. 

Við þurfum bara að finna uppskrift Land Crusier-fólksins að ráðdeild og hvernig nýta má afgang til að kaupa jeppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki dettur þér virkilega í huga að kaupendur þessara jeppa séu almenningur í landinu, Páll?

Vissulega eru til peningar, það er skipting þeirra sem er kannski ekki alveg rétt. Að halda því fram að kaupendur þessara jeppa séu "ráðdeildarsamir" er frekar hæpið. Þetta eru frekar þeir sem hafa getað nýtt sér þær aðstæður sem hér eru, þeir menn sem með réttu eða RÖNGU komust yfir fé og nýta sér bágar aðstæður almennings.

Þetta eru fyrst og fremst HRÆGAMMARNIR!! Eða hluti þeirra, þeir eru væntanlega töluvert fleiri en 145!!

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2010 kl. 08:30

2 identicon

Ertu ekki í lagi Gunnar!!!!!

Heldurðu að ekki sé til fólk sem hefur farið vel með og sé búið að nurla saman einhverjum aur á sinni starfsævi?

Þvílík rugl sem þú lætur út úr þér að tala niður til fólks sem hefur verið skynsamt í sínum peningamálum.

Óskar (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:09

3 identicon

Ég held þetta séu "eldri borgarar" sem vilja frekar endurnýja bílinn en að borga meiri fjármagnsskatt!

Palli (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér hefur ekki hugkvæmst að hér sé sami aðallinn á fer og ræni landið?  Þeir ganga lausir enn og margir í hálaunastöðum hjá ríkinu. Ef þú ert virkilega að reyna að eigna almennum launþegum í laninu þetta, þá hefur þú algerlega glatað trúverðugleika þínum. Hatur þitt á alþýðufólki jaðrar við geðbrest. 

Ef þetta er hugarfarið sem kraumar undir hjá sjálfstæðiamönnum í dag, þá er ljóst að þeir hafa ekkert breyst og ekki er ætlun að gera það.

Þú virðist gersamlega clueless eða þá að þú ert sami siðblindinginn og allir þeir glæpahundar, sem urðu þessu landi að fjörtjóni.  

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2010 kl. 09:16

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alveg klárt Óskar að þeir sem hafa farið varlega með fé og nurlað saman aurum yfir ævina, það fólk er vissulega er til, eru ekki að eyða þeim í kaup á jeppa fyrir 10 - 15 miljónir!

Það er einnig til fullt af fólki sem hefur yfir ævina notað sitt fé til að eignast hús yfir höfuðið, margt af því hefur nú séð eignir sínar brenna upp og færast yfir til bankanna. Sjálfur átti ég nærri helminginn í minni íbúð en nú á bankinn hana alla!!

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2010 kl. 09:17

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jeppakreppan mikla! Það hlaut að koma að því.

Ragnhildur Kolka, 13.12.2010 kl. 10:40

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við skulum gleðjast yfir því að til sé stöndugt fólk sem á efni fyrir traustu farartæki.

Páll Vilhjálmsson, 13.12.2010 kl. 10:43

8 identicon

Þekki nú bara þónokkra sem eiga svona nýja bíla og standa bara ágætlega í lífinu enda ekki allir sem taka þá sniðugu ákvörðun að taka 90% lán fyrir íbúð eða öðru í gjaldmiðli sem þeir mögulega hafa aldrei séð áður.

Og já Óskar hví ætti fólk að hafa áhuga á að nurla saman skít/aur ?

Yeboah (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:07

9 identicon

Tek undir með þjóðskáldinu sem sagði " I would rather push my Lada, than drive Toyota"

Bobbi (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 12:28

10 identicon

Hversu margir af þessum bílum, eru keyptir af fyrirtækjum?  Það skyldu þó ekki vera meirihlutinn?

H.B. (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:03

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er erfitt að alhæfa út frá þessum 145 bílum. Þegar nýjasta gerðin af Land Cruiser kom á markað fyir 2-3 árum voru í upphafi seldir fleiri bílar til tveggja landa en allra annarra, það er Íslands og Rússlands, en í Rússlandi búa 500 sinnum fleiri en á Íslandi og Rússland er 170 sinnum víðlendara en Ísland og vegakerfið lakara en eitthvað er. 

Kannski segir þetta einhverja sögu. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2010 kl. 13:09

12 identicon

Sammála þér með það að þeir sem hafa efni á þessu "þurfa hvorki á flatri skuldaniðurfellingu að halda né greiðsluaðlögun."

Þessvegna er það soldið sárgrætilegt að það er lang líklegast að þetta er nú samt einmitt fólkið sem er að fá niðurfellingu á skuldum sínum í gegnum bankana....bæði persónulegum skuldum og skuldir af eignarhaldsfélögum sínum.

Fólkið sem gekk hraðast um gleðinnar dyr fyrir hrun er einmitt fólkið sem fær afskriftirnar eftir hrun og getur byrjað aftur....í boði Jóhönnu og Steingríms.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 14:48

13 Smámynd: Páll Blöndal

látið ekki svona! þó maður fái sér nýjan Crusier öðru hverju.

Páll Blöndal, 13.12.2010 kl. 16:12

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Á tvo gamla 100 cruisera. Fæ ég ekki einn 200 cruiser.

Sigurður Sigurðsson, 13.12.2010 kl. 22:43

15 Smámynd: Magnús Ágústsson

ætli eigandi þessara fyrirtækja sé 1 af þessum 145

http://feeds.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/11/27/skuldsetning_hafin_a_ny/

Magnús Ágústsson, 14.12.2010 kl. 01:17

16 Smámynd: Hörður Þórðarson

Nýbúinn að fá einn og ég neyddist til að kaupa annan handa konunni. (Hún var eitthvað súr af því að tveggja ára gamli benzinn sem hún var á er ekki mjög góður í snjó). Svo kom í ljós að þeir komast ekki báðir fyrir í bílskúrnum! Ég verð þess vegna að kaupa mér nýtt hús með tveimur stórum bílskúrum. Ég verð bara einhvern vegin að möndla það þannig að ég skuldi meira en 110% í því svo að Jóhanna gefi mér einhvern pening...

Hörður Þórðarson, 14.12.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband