Laugardagur, 11. desember 2010
Bjartsýni annað orð yfir blekkingu
Talsmenn Icesave-samningsins nýja leggja sig í líma við að fegra útkomuna. Þeir gefa sér betri stöðu þrotabús Landsbanka en skilnefnd bankans. Forendur Icesave-fólksins eru að heimtur þrotabús og hagfelld þróun efnahagsmála verði öll til að gera byrðar okkar léttari. Bretar og Hollendingar þykjast hafa gengið nógu hart að okkur til að tryggja að við rétt skrimtum. Einn Hollendingur talaði um að ekki mætti drepa mjólkurkúna.
Núverandi samningur er betri en sá fyrri, um það þarf ekki að efast. Munar mestu um að vextir eru lægri. Engu að síður erum við að samþykkja ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis sem engin ríkisábyrgð var á.
Til að sannfæra almenning um að nauðsyn sé á að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning þarf meira til en talsmenn samnings hafa lagt hingað til lagt fram.
Bjartsýnni um 20 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju erum við að samþykkja ríkisábyrgð? Vegna þess að ríkisstarfsmenn stóðu sig ekki, heldur dönsuðu peningadansinn með útrásinni, meðsekir.
Rekum þá alla.Þingið líka og setum á neyðarlög , og Hr.Ólafur á bessastöðum taki við , hann hefur sýnt það að hægt er að stjórna skynsamlega.
Steini (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 08:50
Nú er þegar búið að rugla svo mikið með tölurnar að fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð. Eru þetta 47 milljarðar, 50 eða 70? Eru þetta kannski 300 milljarðar, 400 eða 700? Allar þessar tölur eru á lofti.
Veit einhver um heimtur af landsbannkanum? Veit einhver um gengi til framtíðar eða verðbólgu? Ég held ekki. Er verið að tala um 100% ábyrgð landsbankans af tryggingasjóðnum eða 52% eins og lög mæla? Ganga allar heimturnar upp í Icesave eða helmingur, semsagt?
Er það gefið að þetta verði lausn á einhverju? Er líklegt að meiri skuldsetning landsins auki lánshæfi þess? Mér finnst það absúrd spuni. Verður frekar hægt að létta gjaldeyrishöftum? Nei, auvitað ekki?
Borgaði landsbankinn í tryggingasjóð í Bretlandi? Ef svo er þá er sá sjóður búinn að borga.
Við erum ekki að borga Icesave innlán, heldur er verið að þvinga á okkur óumbeðnu láni til að greiða bönkum í bretlandi og tryggingasjóðum í þeirra eigu. Þetta eru ekki peningar sem ganga í ríkiskassann. Þeir koma frá bönkum og fara þangað. Þeir eiga áhættuna.
Er vert að fara í skaðabótamál? Ég held það. Það er það sem menn óttast ef við vinnum fyrir dómstólum. En það sem er mikilvægst fyrir þessa útsendara banksteranna er að ná þessu foræmi. Þ.e. að þeir þurfi aldrei að bera ábyrgð á glæfrum sínum og að almenningi verði sendur reikningurinn. Um það snýst þetta fyrst og fremst og menn geta rétt ímyndað sér hvort það er að það muni auka aðhaldið á þessa glæpamenn.
Hvers vegna stendur Evrópusambandið hart gegn rétátum úrskurði í málinu? Eru þeir varðhundar fjármagnseigena og banka líka eins og AGS? Af hverju segir fólk ekkert við þessu erlendis? Vilja íbúar évrópu virkilega eiga þetta fordæmi yfir sér ef þeirra glæponar rulla á sig?
Til viðbótar nú hafa komið upplýsingar um að um hreinræktaða glæpastarfsemi var að ræða, sem fór framhjá öllum eftirlitsstofnunum. PWC frontaði fyrir hana og ég held að við ættum að sjá hvað út úr því kemur og senda þeim reikninginn. Eigum við endurkröfu á þá? Eigum við endurkröfu á fleiri jafnvel?
Eitt er ljóst að þótt þetta væri bara króna, þá er þetta ekki okkar skuld, þar við situr. Þessi samningur er einnig gerður án umboðs og í leynum. Mitt Nei mun standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 08:52
Mér hryllir við þeim varphljóðum sem heyrast frá stjórnarandstöðunni varðandi þetta. Það lýsir hyldýpiaheimsku eða andvaraleysi á barmi meðvitundarleysis.
Fólk fylkti liði til að kjósa þetta misrétti burt, ekki til að díla niður vexti eða afborgunartíma. Okkur ber engin skylda til að greiða neitt og ef við liggjum undir hótunum fyrir að gera það ekki, þá skulum við bara láta á þær reyna. Þetta er ekki bara velferðar og réttlætismál okkar heldur allrar alþýðu manna í hinum vestræna heimi.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 09:00
Þetta er inngöngumiði Jóhönnu Sigurðardóttir og hennar Ríkisstjórnar í ESB....
Það þarf að spyrja Þjóðina núna að því hvort hún vilji fórna Sjálfstæði sínu fyrir þessa Ríkisstjórn og hennar stefnu.... Icesave, ánauð, ESB....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2010 kl. 09:43
Æ ég veit ekki. Maður er nú svo heimskur og illa upplýstur að maður stendur í þeirri trú að íslendingar lúti íslenskum lögum ekki breskum né hollenskum. Og í þokkabót er maður svo trúgjarn að maður hefur ekki vit á því að spyrja af hverju Serious Fraud og allir hinir eru að moka yfir flórinn.
En ef auðvitað þingmennirnir okkar vilja að við borgum skuldir einkafyrirtækja sem voru tekin upp á eyrunum af erlendum aðilum og innlendum vegna græðgi og trúgirni sinnar og ljóst að þvílík spilling og svik voru í gangi að erlendir sérfræðingar standa kjaftstopp þegar þeim er sagt frá ... ja hver erum við að mótmæla því að gerast skuldaþrælar annarra ??
Við erum jú stoltir íslendingar, afkomendur þræla og aumingja ?
Maður skammast sín fyrir undirlægjuháttinn og leynimakkið í þjóðfélaginu.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 11:20
Það eina sem þessi samningur gefur, svo víst sé, er aðgöngumiði fyrir það fólk sem vill leggjast undir erlent stórríki!!
Við hin, meirihluti kjósenda, erum verr stödd en áður.
Það er merkilegt hvað ríkisstjórnin er áfram um að koma þessari skuld á þjóðina, án þess að kanna lögmæti hennar. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst því yfir að honum þóknist sú leið ekki og er með því sammála Bretum og Hollendingum.
Hver endanleg niðurstaða verður er ekki enn ljóst, þó er ljóst að þetta eykur enn á skuldabyrgði þjóðarinnar. Miklar líkur eru á að krafan verði mun hærri en þeir 50 miljarðar sem haldið er fram, ekki þarf mikið að bera útaf til að evran hrynji og reyndar óvíst hvort henni verði bjargað yfirleitt.
Ef evran hrynur er ljóst að eignir gamla Landsbankans erlendis, munu falla verulega í verði.
Það verður því ekki annað séð en stjórnvöld séu vísvitandi að koma málum svo fyrir, með skuldsetnigu þjóðarinnar langt umfram greiðslugetu, að ekki verði kosið um inngöngu í ESB, að við verðum einfaldlega að ganga þangað inn á öllum þeirra forsendum, að þjóðin geti einfaldlega ekki haft neitt um það að segja!!
Gunnar Heiðarsson, 11.12.2010 kl. 11:58
Eins og Jón Steinar segir, erum við ekki að borga ICESAVE innlán, heldur ætla bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnirnar og líklega stjórnarandstaðan að pína okkur til að borga nauðungina sem kemur ekkert ríkisstjórnunum við, heldur bönkum.
ICESAVE bankinn var tryggður í bæði Bretlandi og Hollandi, gat ekki fengið leyfi til að starfa þar öðruvísi samkvæmt Evrópulögum og innistæðurnar voru tryggðar líka þar. Nú ætlar enginn að fara eftir lögunum hinsvegar. ICESAVE bankinn var líka undir eftirliti breskra og hollenskra stjórnvalda og þýðir ekkert að kenna bara íslenskum stjórnvöldum um.
Ríkið getur ekki verið ábyrgt fyrir glæpum bankamanna og endurskoðenda og við vitum að þar voru framdir glæpir. Það eru óheilindi, svik og þvinganir á bak við hinn ótrúlega vilja ICESAVE-STJÓRNARINNAR að koma nauðunginni yfir á alþýðu landsins.
Elle_, 11.12.2010 kl. 12:02
Íslensk stjórnvöld gátu ekki farið með eftirlit ICESAVE í öðrum löndum og gátu ekki heldur stoppað ICESAVE í öðrum löndum vegna EES samningsins. Og það þýðir ekkert að kenna íslenskum ríkisstjórnum og stjórnvöldum um slakt eftirlit breskra og hollenskra stjórnvalda sem fóru alfarið með eftirlit ICESAVE útibúanna þar. Hvað þá íslenskum almenningi í fjarlægu landi!
NEI VIÐ ICESAVE, VIÐ BORGUM EKKI EYRI.
Elle_, 11.12.2010 kl. 12:13
"Fyrr má nú rota en dauðrota". Ég er algjörlega sammála Jóni Steinari, það eru komnar svo margar tölur á kreik um þennan Ices(L)ave- samning að maður er orðinn alveg ruglaður. Því vil ég benda honum og fleirum á grein , sem ég skrifaði í gær um þetta, SJÁ HÉR.
Jóhann Elíasson, 11.12.2010 kl. 14:07
Ástæðan fyrir þessum tölufarsa er einfaldlega sú að stjórnvöld vita ekki í hvorn fótinn eiga að stíga svo skaði þeirra verði sem minnstur. Með að reikna samninginn niður þá líta Steingrímur og Jóhanna örlítið skárra út en þegar hæsta tala er sett fram, sem er örugglega mun réttari. Þau vilja samt eigna sér allt það sem vel var gert, þó svo það hljóti að vera þeim þungbært í þessu tilfelli.
Friðrik Friðriksson hagfræðingur skrifar afar athyglisvert blogg á Eyjan.is þar sem hann bendir á að ekki er allt sem sýnist.
Hann segir meðal annars um þátt Lee Bucheit.:
En auðvitað er Steingrímur búinn að sá hans dæmigerðum efasemdarfræjum til öryggis með að segja í fyrsta viðtali eftir rassskellinguna að þetta hafi verið gríðarlega dýrt að nýta sér þjónustu samninganefndarinnar og formanns hennar. Hugur þokkahjúanna stóð aldrei til annars en að verkið myndi mistakast og útkoman yrði mun verri en glæsisamningar Svavars og Indriða. Þeirra litli trúverðugleiki hékk á því og pólitíska öndunarvélin sem þau eru í var haldið gangandi á að illa færi í samningagerðinni. Þau hafa alla tíð gengið erinda Breta, Hollendinga og ekki síst ESB gegn hagsmunum þjóðarinnar. Öll þeirra framganga hefur byggt á hatursþráhyggjunni í garð sjálfstæðismanna. Hefnd krata og komma er orðið þjóðinni mikið dýrari þessi 2 ár, en nokkur sinnum öll klúður Sjálfstæðisflokksins í þau ár sem þeir hafa verið í stjórn.
Hvernig í ósköpunum lætur mikill meirihluti þjóðarinnar Baugsmiðlana að meðtöldu RÚV fullyrða að um Icesave "SKULD" er að ræða, þegar málið snýst um upploginn falsreikning sem engin reynir að halda fram að er varinn nokkrum lögum innlendum né erlendum. Aftur á móti er vandséð hvers vegna við ættum að taka þessi samningsdrög alvarlega, vegna þess að það er engan samning hægt að gera, þegar allir endar eru galopnir og engin veit hver niðurstöðutalan verður á endanum. Eru margir sem myndu skrifa undir samning um fasteignarkaup án þess að hafa hugmynd um hvað hún kemur til með að kosta á endanum..??
Eftir er að skoða vel lagalega framgöngu Steingríms og Jóhönnu og þeirra sem bera ábyrgð á að koma þjóðinni í pattstöðu með fyrstu skrefunum í Icesave samningavinnunni sem Magnús Thoroddsen fyrrum forseti Hæstaréttar Íslands og dómari við Evrópudómstólinn fullyrti í sjónvarpi að.: "
Eftirfarandi lagaákvæði eru úr landráðalögum almennra hegningalaga:X. kafli. Landráð.86. gr.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 15:13
Það er rétt Guðmundur. Við skuldum ekkert af því að við höfum ekki tekið neitt lán. Það á hinsvegar að neyða okkur með hótunum um heimsendi að taka lán sem við höfum aldrei beðið um og þurfum ekki. Lán sem á að vera greiðsla upp í skuldbindingar, sem eru ekki til og hvergi varðar í lögum og reglum.
Getur þetta verið meiri endaleysa? Ríkistjórnir landanna eru að beita fantabrögðum fyrir prívatbanka til að tryggja þeim peninga, sem þeir áttu aldrei. Þeir eru að rukka fyrir tryggingasjóð í eigu bankanna úti.
Hvað ef við segjum nei takk, við viljum ekki og þurfum ekki lánið. Ætla þeir að stefna okkur fyrir að taka ekki lán sem við viljum ekki? Verði þeim að góðu. Látum þá reyna.
Hvernig væru að nokkri lögfróðir menn tækju saman glöp helferðarparsins, ósannindi og blekkingar og stefndu þeim. Það ætti ekki að vera erfitt. Einhver verður að taka af skarið og sækja málið. Þessu fólki verður ekki bara að koma frá völdum heldur líka að loka inniáður en frekari skaði hlýst af. Þau reyndu með fantabrögðum að gera okkur tvöfaldri þjóðarframleiðslu fátækari.
Hvað þarf eiginlega til? Menn eru lokaðir inni fyrir að stela sér sláturkepp í neyðinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 16:01
Nýjasta nýtt: Af hverju koma þessi hrossakaup mér ekki á óvart.
Landráð? Ég myndi segja það.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 16:43
Auðvitað er það gjörsamlega óþolandi að Fréttablaðsbleðillinn og RUV skuli kalla ólöglega nauðung OKKAR SKULD eða SKULD eins og Guðmundur bendir á að ofan. Ekki skulum við halda að það sé óviljandi að blekkingar/lygar ICESAVE-STJÓRNARINNAR sé lapin upp sem fréttir væru og það hafa þessir 2 miðlar gert í gegnum allt ICESAVE málið og önnur mál. Já, fyrr má nú rota en dauðrota. Já og hvernig væri að nokkrir lögmenn stefndu helferðarparinu, Jón Steinar?? Og þó löngu fyrr hefði verið. Skil ekki hver vegna það hefur enn ekki verið gert. Við erum samt með nokkra löglærða alþingismenn í stjórnarandstöðu.
Elle_, 11.12.2010 kl. 17:38
Svakalega eru menn að flækja hlutina hérna. Samninganefndin lýsti því sjálf skýrt yfir að væntanlegur kostnaður Íslendinga af samningnum væri innan við 50 milljarðar. Í þeirri nefnd eru engir lýðskrumarar eða loddarar, heldur m.a. Lee Bucheit og einn harðasti andstæðingur fyrri Icesave-samnings, Lárus Blöndal. - Þessar umræður hér eru í besta falli óþarfar. Mér virðast af umræðu helgarinnar að þjóðin vilji ekki borga Icesave þó að kostanðurinn yrði 1 króna. Menn eru mjörg harðir á þessu prinsippi og eru tilbúnir að taka áhættuna af EFTA-dómstólum um málið.
ábs (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 02:38
Við erum ekki að flækja hlutina. Samningur um ríkisábyrgð á ICESAVE á engan rétt á sér frekar en hver önnur fjárkúgun og engin ríkisábyrgð má vera á ICESAVE. Það hafa margir lögmenns útskýrt skýrum orðum og líka Lárus L. Blöndal. Vissulega viljum við ekki borga neitt nema fyrir liggi dómur þar um. Þú ert sjálfur að flækja hlutina með því að verja ólöglega nauðung gegn alþýðu landsins.
Elle_, 12.12.2010 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.