Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Einkavæðum forsetaembættið
Fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur breytt Bessastöðum í musteri mammons. Þegar embættið er komið í verktöku hjá erlendum ríkjum er áleitin spurning hvort við ættum ekki að ganga alla leið og einkavæða forsetaembættið.
Það mætti útfæra einkavæðinguna með ýmsu móti. Til dæmis að bjóða embættið út á fimm ára fresti. Tiltölulega einfalt er að skrifa í útboðslýsingu embættiskvaðir, veitingu fálkaorðunnar og einhverjar heimsóknir í hreppa og sveitir, auk áramótaávarps.
Sjálfsagt er að hafa útboðið alþjóðlegt og er ekki að efa að efnafólk í útlöndum hafi áhuga á að gegna embætti forseta lýðveldisins Íslands gegn gjaldi. Þjóðin fengi þá eitthvað fyrir sinn snúð. Eins og embættið er rekið núna er almenningur að niðurgreiða kynningarþjónustu fyrir útrásaraðalinn.
Áður sátu Bessastaði vandaðir einstaklingar sem þjóðin hafði í hávegum. Sveinn, Ásgeir, Kristján og Vigdís höfðu sómakennd og reisn sem hæfði embættinu. Þegar peningafnykurinn er lagstur yfir Álftanesið getum við allt eins látið slag standa og formlega gert þjóðhöfðingjaembættið að söluvöru.
Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meiriháttar sammála! Sem betur fer styttist óðum í næstu forsetakosningar.
Þurfum að endurskapa ÞJÓÐLEGA reisn á Bessastöðum aftur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2007 kl. 00:52
Sælir, Páll og Guðmundur Jónas !
Orð í tíma töluð, og rituð !!! Hvar er komið okkar þjóð ?
Með kveðju /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 00:55
Það er löngu tímabært að leggja þetta embætti niður. Það sinnir engu gagnlegu hlutverki og ef maður veltir því fyrir sér er ekki svo mikill munur á embætti forsetans og ungfrúar Íslands - tala um frið og kyssa börn.
Fyrir tíma Ólafs var þetta virðingarstaða en hann hefur verið ansi duglegur við að tryggja að svo verði ekki áfram. Að auki tók ég einhvern tíman saman fjárreiður forsetaembættisins og þess má til gamans geta að Ólafur hefur öll ár sín í embætti farið fram úr fjárheimildum. Hann hefur stolið frá okkur hundruðum milljóna króna og fór t.d. 94% fram úr heimildum árið 2004.
Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 10:00
ÓRG í útlöndum vekur enga athygli þar. ÓRG fer til útlanda til þess að vekja á sér athygli hér heima fyrir og tekst það bara nokkuð vel.ÓRG verður að vera tíðum í útlöndum til þess að falla ekki í gleymsku hér heima.
Bollaspá (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 20:47
Það sem verst er að stjórnarskárnefnd virðist ekki sinna störfum sínum því lítið heyrist frá henni.
Ef Ólafur sér nú sóma sinn í því að bjóða sig ekki fram þá vantar betri reglur um forsetakjörið. Það þarf að vera á hreinu að hann er ekki með völd sem forseti og bara með formleg völd nema undir ákveðnum sérstökum aðstæðum. Spái því að sagan muni aldrei geta hreinsað forsetann af þvi, að hann beitti sér pólitískt gegn fjölmiðlalögunum.
Renndi augunum fyrir kaflann um forsetann. Þótt ég sé ekki lögfróð þá er hann loðinn með köflum. Þá er nauðslynlegt að breyta reglum um forsetakjörið á þann veg, að forsetinn þurfi hreinan meirihluta til að verða forseti.
Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 21:06
Ég held að þið sem eruð að lofa of prísa fyrri forseta ættuð að gæta að því hvernig þið talið um embættið. Og eins þá ættu þið að athuga að það var talað mjög illa um Vigdísi af sjálfstæðismönnum í aðdragenda þeirra kosninga. Þar var fólk sem æsti sig yfir að hún væri einhleyp og ég veit ekki hvað. Þjóðinn var ekki sátt við það fjölmiðlafrumvarp sem var í gangi. Það logaði allt í illdeildum og meiningar um að frumvarpið væri runnið undan rótum forsetisráðherra sem var illa við ákveðna menn. Þannig að forseti kaus að gefa þjóðinni kost á að greiða atkvæði um það. En þá gegn stjórnarskrá dróg sjálfstæðisflokkurinn það til baka. Ég sé ekkert að því að forsetinn bæði sem einstaklingur og fulltrúi þjóðarinna setist í ráðgefndi nefnd í Indlandi sem á að stuðla að framförum og umhverfisnefnd í þessum heimshluta.
Þá tel ég að ef fólk vill að kjörinn fulltrúi þjóðarinnar sé lokaður inn á Bessastöðum og sendi þaðan Nýársávarp og síðan ekkert meir þá sé það á villigötum. Fólk er búið að gleyma því að Ólafur er sprenglærður í stjonmálafræðum og fær því oft beiðnir um að sækja ráðstefnur og málþing. Þetta gerð Vigdís líka. Hún var umdeild þegar hún þáði boð frá Kína á sínum tíma vegna mannréttindabrota það man engin núna.
Mér finnst Ólafur hafa staðið sig vel sem og Vigdís sem þróaði embættið yfir í það að vera þekkt á alþjóðavettvangi. Krsitján var fínn forseti en bara á öðrum tíma. Ásgeir var líka umdeildur. En stóð sig vel en bar nær ekkert á. Svein veit ég ekkert um.
Finnst þegar fólk er að tala svona um forsetann þá megi það minnast þegar ákveðinn ráðherra tók á móti briddslandsliðinu með Bermutaskálina.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2007 kl. 22:38
Smá viðbót Vigdís var kosin fyrst með undir 40% atkæðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2007 kl. 22:39
Þrælfyndið
Mér finnst allt þetta mál vera rökstuðningur við málflutning minn um mikilvægi þess að skilja betur á milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Ráðherrar verða ekki lengur alþingismenn, forsætisráðherra gæti verið þjóðkjörinn af þjóðinn eða forsetinn tæki við hlutverki forsætisráðherra. Fellum bara út eftirfarandi greinar í stjórnarskránni (1944 nr. 33 17. júní)
11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
og bætum við í 9. gr. " og ráðherrar mega ekki vera alþingismenn" á eftir Forseti lýðveldisins .
Spörum örugglega einhvern pening sem gæti komið til móts við aukinn kostnað vegna ráðherrann.
Við myndum einnig örugglega velja þá fulltrúa okkar á Bessastaði eftir öðrum forsendum en hvað þau hjónin eru myndarleg eða að viðkomandi hafi ekki haft neitt pólitískt að segja síðustu 12 mánuðina fyrir kosningarnar.
Bkv. Eygló Harðar
Eygló Þóra Harðardóttir, 1.2.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.