Þriðjudagur, 7. desember 2010
Danskt skilningsleysi á íslenskri umræðu
Innflutningur á útlendingum að tjá sig um Evrópusambandið og umsókn Íslands eykst í hlutfalli við meiri andstöðu Íslendinga við aðild. Utanríkisráðuneytið, RÚV og Fréttablaðið eru helstu viðtakendur útlendinga sem færa okkur fagnaðarerindið um sæluríkið í austri.
Í kvöldfréttum Sjónvarps var viðtal við danskan embættismann sem sagðist ekkert skilja í íslensku umræðunni um aðlögunarferlið.
Fréttamaðurinn sem tók viðtalið kann ekki fagið sitt betur en svo að hann gleymdi að spyrja danska embættismanninn hvað hann skilur í íslenskri umræðu svona almennt og yfirleitt. Spurningin hefði kannski afhjúpað að danskurinn vissi mest lítið um dagskrá umræðunnar hér heima.
Athugasemdir
Ja hérna. Maðkaða mjölið ætlar að vera dönum dýrt. Ekkert að marka þá enn þann dag í dag.
Sigurður Sigurðsson, 8.12.2010 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.