Mánudagur, 6. desember 2010
ESB kveikir ekki á perunni
Evrópusambandið bannaði glóperur til að spara orku. Í stað glópera skyldi almenningur nota sparperur, þótt þær væru margfalt dýrari. Embættismannakerfið í Brussel þvingaði fram þessa niðurstöðu þrátt fyrir efasemdir margra. Niðurstaða þýskrar rannsóknastofu bendir til að ESB hafi fórnað heilsu fólks fyrir orkusparnað.
Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla er kvikasilfursinnihald sparpera 20 sinnum meira en leyfilegt er.
Íslendingum stóð til boða að segja sig frá þessari ESB-vitleysu en gerðu ekki.
Athugasemdir
Eru ekki of beinir bananar bannaðir líka...????
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.