Rekur alþingi bankaeftirlit?

Svör bankastjóra Landsbankans í viðtalsþætti í síðustu viku er tilefni kröfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um fund í viðskiptanefnd alþingis. Steinþór Pálsson bankastjóri segir fullum fetum að eftirlitsnefnd alþingis hafi samþykkt vafasama gjörninga bankans. Hér er brot af viðtalinu, útskriftin er fengin af síðu Guðlaugs Þórs Þórðarssonar þingmanns

Spyrill:Jakob Valgeir, afskriftir hans og lán sem hann fær að ábyrgjast upp á einn milljarð. Hann eignast eftir kennitöluflakk eignir útgerðarfyrirtækisins Festi sem var sett í þrot af hálfu Landsbankans.
Bankastjóri:„Ég skal bara benda á eitt – við erum með eftirlitsnefnd frá alþingi, inni hjá okkur sem er að yfirfara hvernig við stöndum að málum.  Þeir eru að skoða mál alveg niður í smæstu smáatriði.  Og þeir segja, ... og þeir gefa okkur góða umsögn... að jafnræðis sé gætt.“

Þingnefnd hefur fundað af minna tilefni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Comon, þú og Guðlaugur vitið vel að Steinþór er að tala um Bankasýsluna. En frammistaða spyrilsins var arfaslök. Augljóst að hann hafði ekki hundsvit á málefninu sem hann átti að fjalla um og minnismiðarnir sem hann var með hjálpuðu ekki uppá. Engum spurningum fylgt eftir en bara flissað eins og fermingarstelpa. Þórhallur getur gert betur en þarf að vinna heimavinnuna betur næst þegar hann fær hákarl í viðtal

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.12.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mér skilst að eftirlitsnefnd skipuð þeim Þórólfi Matthíassyni prófessor, Maríu Thjell forstöðumanni lagastofnunar HÍ og Sigríði Ármannsdóttur eiganda APAL endurskoðunarskrifstofu hafi einhvers konar umsjón með bankastarfsemi.

Í því ljósi að bankamenn segjast eiga aflátsbréf frá opinberri nefnd er rétt að það sé kynnt hvernig sú nefnd vinnur og hvaða forsendur liggja fyrir niðurstöðum hennar.

Páll Vilhjálmsson, 6.12.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband