Ófriður á vinnumarkaði í aðsigi

Handvömm, forystuleysi og vangeta ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. í endurreisnarstarfinu mun reynast dýrkeypt. Frestun á frestun ofan í málefnum skuldara frestar efnahagsbatanum um 12 til 18 mánuði. Ríkisstjórnin mun ekki vinna tilbaka þann tíma og getur ekki endalaust gengið á langlundargeð fólks.

Á vinnumarkaði hefur verið í gildi friðarskylda. Tilhlaup einstakra hópa til að skara eld að eigin köku hafa verið barin niður í nafni samstöðu um endurreisn efnahags þjóðarinnar.

Eftir því sem vangeta ríkisstjórnarinnar kemur betur í ljós verður ókyrrðin á vinnumarkaði meiri. Tiltrúin ríkisstjórnina minnkar og flóðgáttir opnast þegar friðarskyldan rofnar.


mbl.is Kennarar ekki með í samfloti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem að kennarar eru með tekjur sem ekki eru í eða við fátækra/framfærslu-mörk verða þeir fyrir mikilli eignaupptöku (þjófnaði) í "leiðréttingu" Jóhrannars á húsnæðisskuldum.

Þessa vegna blasir nú enn eina ferðina við okkkur langt og strangt kennaraverkfall.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:44

2 identicon

Laun kennara eru til háborinnar skammar. Eiginkona mín, sem er grunnskólakennari, fær í nettótekur fyrir 100% starf (ásamt tveimur föstum yfirvinnutímum) 225.000 kr. á mánuði. Nám til grunnskólakennararéttinda eru 5 ár í háskóla, 3 ár til B.ed gráðu, tvö ár til að hljóta M.ed gráðu. Það er því ljóst að kennaranám borgar sig ekki með engu móti fjárhagslega. Ég er því ekki hissa að stéttin reyni að grípa til verkfallsréttar því lítill sem engin skilingur er á kjörum hennar.

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:00

3 identicon

Brátt verður allt endanlega vitlaust.

spritti (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:26

4 identicon

Ég myndi nú telja þetta ágætis laun fyrir 5-6 tíma á dag í 8 mánuði á ári.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:30

5 identicon

Ég sé ekkert í stöðunni nema blóðuga byltingu... upp úr áramótum mun það gerast.. ef það gerist ekki þá segir það allt sem segja þarf um aumingjaskap almennings.

doctore (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það kostar auðvitað að hafa vini og kunningja úr fjórflokka flórnum verklausa og getulausa hjá sveitarfélögum og ríkinu. Allir fyrrverandi yfirmenn sveitarfélaganna fá stöðu hjá Samtökum sveitarfélaga eða í Félagsmálaráðuneytinu. Allir starfsmenn sem áður ráku skólana eru enn í Menntamálaráðuneytinu verklausir en komið nýtt sett hjá sveitarfélögunum. Þegar málefni fatlaðra  '' flytjast'' til sveitarfélaganna þá sitja eftir 600 starfsmenn ríkisins sem verða þá verklausir en sveitarfélögin ráða börn þeirra og fjölskyldur bæjarstjóranna í 500 störf þar. Svona bjánaþjóð á ekkert skilið nema gjaldþrot og vond lífskjör. Áfram spillta fúla Ísland.

Einar Guðjónsson, 6.12.2010 kl. 10:53

7 identicon

Til Ólafs Tryggvasonar:

 Vill bara benda þér á að kennarar vinna ekkert minna eða færri klukkustundir en aðrir launamenn. Kjarasamningar okkar og annarra stétta kveða á um jafn marga vinnudaga á ári og jafnmargar klukkustundir á viku. Kynntu þér málin áður en þú ferð að gaspra um allt hvað þetta er lítil vinna hjá kennurum, það þýðir ekki bara að lesa útúr stundatöflu barnanna þinna og sjá þar með vinnutíma kennarans. Ég er með viðveruskyldu t.d. alla daga frá 8-16. þar fyrir utan þarf ég mikinn tíma heima til að fara yfir verkefni (eða þá að ég geri það í skólanum, eftir þvi hvernig verkefni er um að ræða). Mjög oft er ég að fara heim uppúr kl 6, jafnvel seinna.

Sumarfrí barnanna hefst sannarlega í byrjun júní og er til loka ágúst, en vissir þú að ég þarf að skila af mér 150 klukkustundum á ári í endurmenntun? bara til að halda starfinu? það eru milli 3 og 4 vikur, það er stundum jú hægt að taka helgarnámskeið á veturna en mest af þessu er á sumrin.

Ég held reyndar að risaeðlur eins og Ólafur Tryggvason séu að hverfa, fólk sem heldur í alvörunni að kennarastarfið sé bara djók, og það þurfi ekkert að borga þessum kjánum sem velja þetta starf. En mundu eitt Ólafur, án þessarar stéttar væri frekar fátæklegt hér um að lítast, engin framþróun, allir fastir í bændasamfélagi 16.aldar....Viltu það?

Doddi (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 11:19

8 Smámynd: Örn Arnarson

Ein stutt leiðrétting til Þórðar Sigurjónssonar.  Námið er ennþá 3 ár, B.Ed. gráðan er enn í gildi.  Þó er yfirvofandi að kennarar útskrifist með M.Ed.-gráðu á næstunni.

Varðandi verkfallsaðgerðir, þá held ég að kennarar hafi nú þegar farið í sitt síðasta verkfall.  Reynslan af því hvernig síðasta verkfall "leystist" er ástæðan.  Besti árangur kennara í samningagerð hefur náðst án aðgerða, nema að samstarf við viðsemjandann teljist til aðgerða.

Það má benda á að flest launafólk á Íslandi hefur notið kaupmáttaraukningar undanfarin tvö ár, vissulega ekki mikillar en þó er það raunin.  Allar stéttir innan KÍ hafa hins vegar orðið fyrir verulegri kaupmáttarrýrnun (allt upp í 9%) síðustu 18 mánuði.  Það er staðreynd sem þarf auðvitað að leiðrétta.

Örn Arnarson, 6.12.2010 kl. 14:25

9 identicon

Ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að þeir nemendur sem útskrifast í vor (2011) séu síðustu nemarnir sem fá kennsluréttindi eftir 3 ára B.Ed. nám, næsta "loka"útskrift nema með kennsluréttindi verður þá vorið 2014, þá með M.Ed.

Doddi (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 15:23

10 Smámynd: Örn Arnarson

Já, eins og ég segi yfirvofandi og því getur 5 ára menntunin ekki talið til launa í dag

Örn Arnarson, 7.12.2010 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband