Ósakhæf Samfylking

Samfylkingin lýsti sig ósakhæfa þegar Atlaskýrslan var til umræðu á alþingi í haust og felldi tillögu um að ákæra ráðherra flokksins. Ósakhæfi felur í sér annað tveggja, að sökum bernsku eða fávitaháttar, sé sakborningur undanskilinn ákæru.

Afsökun án afleiðinga er einmitt það sem börn og fávitar gera sig sek um; biðjast afsökunar en halda áfram þeirri iðju sem beðist var forláts á.

Í afsökun flokksstjórnar Samfylkingarinnar í dag þarf að fylgja útskýring hvort flokkurinn lítur á sig sem barn eða bjána.


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver kom með hreina viðvörun?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eðlilegt er að verkstjórinn í fyrrum ríkisstjórn var ákærður. Hann ber meginábyrgð á yfirsjónunum.

Vandræðalegt hefði verið ef einhver annar hefði verið ákærður en Geir ekki.

Um refsikröfur þá eru þær kannski ekki meginatriðið. Kannsi að svipting súper eftirlaunaréttar væri fyrir okkur venjulegu borgara alveg nóg. Þau réttindi eru mjög óraunhæf og alveg úr takti við þróun eftirlaunaréttar í landinu í dag.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2010 kl. 18:22

3 identicon

Páll, geturðu prófað að skrifa um eitthvað annað en Samfylkinguna og ESB??

Bara pæling

Skúli (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 18:40

4 identicon

Miðað við snillina sem kemur frá bloggrónum Samfylkingarinnar sem eru á Pálsvaktinni 24/7/365, þá gæti verið um börn og bjána að ræða.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 18:44

5 Smámynd: Oddur Ólafsson

Barn eða bjáni - það er það sem Bandaríkjamenn eru að velta fyrir sér varðandi hinn ágæta formann Sjálfstæðisflokksins.

Oddur Ólafsson, 4.12.2010 kl. 19:37

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Þurfum ekki annað en líta á hegðun Samf;   ,geta ekki beðið afsökunar,nema,allir geti lesið milli línanna,eða það sem þau ákveða með ráðgjöfum sínum,, Slettum  í góm,,sýnumst fróm,,. Ég vildi að ég ætti eftir að upplifa Stóru pólana við stjórvölinn; Davíð og Ólaf. Þeir 2 myndu ryðja öllum hindrunum burt, landið yrði það virkilega það stórasta.

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2010 kl. 20:02

7 identicon

Þetta er ótrúlegt.

Svik og óheildindi samfylkingarinnar eru skýrð með tilvísun til Sjálfstæðisflokksins.

Sá hryllilegi flokkur á sér auðvitað enga afsökun. 

En hugsunin er þessi, Samfylkingin er ekki spilltur flokkur borinn uppi af óhæfum hentistefnumönnum.

Nei, flokkurinn VARÐ fyrir ógæfu, hann smitaðist, fékk flensuna.

Að heimspekingur fari fyrir þessum kattarþvotti og beri á borð við alþjóð er svo sérstakt hryggðarefni.

Óheilindi þessa flokks hafa aldrei birst með skýrari hætti.

Á mæltu máli heitir þetta viðbjóður

Karl (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 20:52

8 identicon


Ætli vondi Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka neytt Samfylkingargreyin þegar þau settust í ríkisstjórn með honum, til þess að setja fram ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma í stjórnarsáttmálann?  Þar er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi," þar á meðal fjármálaþjónustu og segir orðrétt.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."

Það var var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála hrunsstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "bankagangstera og útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask til annarra landa.

Getur málið verið eitthvað skýrara?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:28

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sumum finnst að það sé orðið tímabært að gefa stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta gæti þetta verið leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:13

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rakel - ég hélt að valið á Stjórnlagaþingið heði opnað augu þeirra( ykkar?) sem viljið utanþingsstjórn/persónukosningar.

Flestir sem hafa haft vinnu við fjölmiðla/verið í fjölmiðlum eiga greiða götu í slíkum kosningum sem og reyndar í prófkjörum/forvölum. Þó eru prófkjör og forvöl skárri kostur.

Ertu með þessari hugmynd að segja að þjóðin hafi bara valið óhæfa einstaklinga til þingsetu? Ef svo er - hvað segir það þá um okkur - þig og mig - almenning í landinu?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.12.2010 kl. 08:15

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert að blanda einhverju tvennu saman núna. Utanþingsstjórn og persónukosningar hanga ekki saman.

En svona þér til upplýsingar þá var ég í framboði til stjórnlagaþings en starf mitt við fjölmiðla tel ég hafi ekki skilað mér einu einasta atkvæði. Kannski einu eða tveimur en varla fleirum. 

Eins og ég ýjaði að hér í upphafi finnst mér svar þitt frekar tætingslegt og erfitt að finna einhvern kjarna em snertir innleggið mitt beint. Það er útlit fyrir að þú hafir verið að lesa eitthvað á milli línanna án þess að það standi í innleggi mínu. Þú virðist t.d. draga þá ályktun að þar komi fram eitthvað sem gefur til kynna þá afstöðu mína að þjóðin sé óhæf til að velja einstaklinga til þingsetu. 

Ég átta mig ekki alveg á því hvort þú átt við þingsetu á stjórnlagaþingi eða Alþingi. En miðað við innleggið mitt hlýtur þú að vera að ræða um Alþingi. Svar mitt við því er það að fólk valdi miðað við gefin kosningaloforð. Fæstir kjósendur gerðu sér grein fyrir því að fulltrúar allra stjórnmálaflokka kusu að þegja yfir því sem þurfti að upplýsa um á þessum tíma; þ.e. um stöðu Icesave og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Kjósendur kusu því í ljósi lygi. Það segir okkur e.t.v. að meiri hluti kjósenda sé of saklaus til að sjá í gegn um gerspillta flokksleiðtoga og frambjóðendur en ég sé enga ástæðu til að liggja kjósendum á hálsi fyrir sakleysi þeirra. Hins vegar er það grafalvarlegt mál að stjórnmálasétttin sé svo spillt að hún skuli leyfa sér að leika sér að sakleysi þjóðarinnar á þennan hátt. Þessi staðreynd undirstrikar það ekki síst að það er kominn tími á að gefa þessum frí frá framkvæmdarvaldinu!

Af því að þú blandaðir stjórnlagaþinginu inn athugasemd þína við innlegginu mínu þá vil ég meina að stjórnlagaþinginu, útkomunni og framtíðarlýðræði þessarar þjóðar sé betur borgið í skjóli utanþingsstjórnar en núverandi valdhafa. Frumvarpið sþar um.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 16:23

12 identicon

Mér sýnist svarið við minni annars sakleysislegu spurningu: Ekki margt, en kemur þó fyrir.

Ég vil hvorki vera kallaður bjáni, barn né "bloggróni Samfylkingarinnar" af einhverjum manni út í bæ sem er með stafinn 2 í millinafni sínu, takk!  Ég er engan veginn tengdur inn í þann flokk frekar en nokkurn annan. Ég hugsa að hann yrði ekkert mjög ánægður ef hann verður kallaður "bloggróni Sjálfstæðisflokksins", eða hvað?? Kannski!

En ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara með að minnast á þetta:   "Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."

Finnst G2G að ríkisstjórnin fyrrum hefði átt að henda útrásarfyrirtækjunum úr landi?  Hvernig hefði hún mögulega átt að gera það? Og heldur hann að annar fyrrum (og einnig núverandi) stjórnarflokkanna hafi ráðið meiru um það en hinn? Er xD algjörlega laust við allt sem kallast meðvirkni gagnvart útrásinni?   Ef svo er: Frábært!

Skúli (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband