Samfylkingin er ljótur Sjálfstæðisflokkur

Samfylkingin er ljótasta spegilmynd Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn dýrkar valdið valdsins vegna og stjórnar í þágu sérhyggju en ekki almannahagsmuna. Tilfærð orð í umbótaskýrslu Samfylkingar staðfesta tilganginn með stofnun flokksins

Sú sýn sem hafi verið ríkjandi „hafi veikt flokkinn gagnvart nýfrjálshyggjunni sem réði ferðinni innan Sjálfstæðisflokksins.“

Samfylkingin var stofnuð til valdatöku. Flokkurinn tók upp á sína arma einstaklinga sem Sjálfstæðisflokknum bauð við; Jón Ólafsson í Skífunni, Sigurður Einarssonar og Hreiðar Má í Kaupþingi og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi.

Umbótaskýrslan talar um ,,sýn" Samfylkingarinnar sem hafi verið ríkjandi. Þessi ,,sýn" er valdatæknin sem flokkurinn er ofurseldur.

 


mbl.is Fylgdu ekki eigin stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það segir allt um mikið ágæti Samfylkingarinnar "að hún tók upp á sína arma við einstaklingum sem Sjálfstæðisflokknum bauð við" enda falla hagsmunir saman eins og flís við rass, hvað varðar helstu mál eins og óbreytt eignarhald á Baugsmiðlunum, niðurfelling allra skulda Jóns Ásgeirs og félaga, innganga í Evrópusambandið og skilyrðislaus greiðsla fyrsta Icesave glæsisamnings félaga Svavars Gests.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 14:29

2 identicon

Tveir frábærir saman. ósigrandi. Þeir toppa hvorn annan í vitleysunni. Kveðja,,

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:18

3 identicon

Gat verið að sturtuvörðurinn og mannvitsbrekkan Hrafn mætti með Baugsfylkingarleikkerfið.  Í manninn og alls ekki boltann eins og fyrr.  Til að spila boltanum vel þurfa menn lágmarks greind.  Ekki í sturtuvörslunni. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:46

4 identicon

Til upplýsingar birti ég hluta af ályktun sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Samhengi málsins er að flokkurinn er að skoða fortíð sína og greina það sem miður fór á mikilli örlagastundu:

"Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarrás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka. Þar hefur Samfylkingin tekið frumkvæði og axlað ábyrgð með úrbótum. Tillögur umbótanefndarinnar sem lagðar eru fram til umræðu meðal flokksmanna eru tímamót í þeirri vinnu. Ábyrgð Samfylkingarinnar fólst meðal annars í: 
• Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins. 
• Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra. 
• Að tryggja ekki gegnum skýrt skipulag flokksins að nægilegt upplýsingastreymi og samráð sé á hverjum tíma meðal ráðherra flokksins, þingflokks, flokksstofnana og almennra flokksmanna. 
• Að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nægilega ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir. 
• Að láta hjá líða að setja reglur um takmarkanir á fjárframlögum og styrkjum til frambjóðenda í fjölda opinna prófkjara, þvert á langvinna baráttu flokksins fyrir skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda. 
Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki "

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 17:01

5 identicon

Samkvæmt þessu er Samfylkingin fyrst og fremst að viðurkenna að hún hafi ekki tekið mark á áhrifamesta stjórnmálamanni flokksins, sjálfum Davíð Oddssyni.

Sennilega er það hann sem hefur þetta að segja í Reykjavíkurbréfi í dag um Samfylkinguna 1 & 2.:

Nýjar nefndir daglega
Þá hefur þessi verklausa ríkisstjórn skipað nýja nefnd með skjólstæðingum sínum og pólitískum þurfalingum annan hvern virkan dag á valdatíma sínum og er skipunarhraðinn heldur að aukast. Hefur annar eins nefndaflaumur ekki sést í samtímasögu svo vitað sé. Kostnaðurinn við slíkt er óheyrilegur og árangurinn í öfugu hlutfalli við útgjöldin. Loks fann velferðarstjórnin út að það hefðu ekki verið bankaræningjarnir sem rændu bankana innan frá sem hefðu gert neitt af sér heldur hafði það friðsemdarplagg stjórnarskráin farið á stjá, læðst með veggjum í skjóli myrkurs og staðið fyrir hruni. Eina leiðin til að draga stjórnarskrána saklausa til ábyrgðar fyrir eitthvað er að nefna sem ástæðu að vissulega var ný og vafasöm túlkun á tiltekinni grein hennar notuð til að tryggja að stærsti svindlarinn meðal siðleysingjafjöldans gæti ráðið yfir mesta fjölmiðlaveldinu á Íslandi og haft þæga vikapilta í fréttastjóra- og ritstjórastólum til að breiða yfir svínaríið og tryggja að glæpirnir í bankakerfinu gætu farið fram umræðu- og gagnrýnislaust. Og til að drepa umræðunni frá því sem var raunverulega að gerast var að auki ráðist með ósannindum og dylgjum á andstæðinga og ímyndaða óvini og jafnvel ættmenni þeirra af meiri heift en nokkru sinni hefur sést. Er ótrúlegt að á Íslandi sé enn hægt að kaupa menn til slíkra verka og að hinir sömu skuli ekki læðast með veggjum eftir að í ljós er komið hvernig allt var í pottinn búið og á hvers konar siðferðisplani þeir höfðu starfað og hvílík skítverk unnið.
Sóunin heldur áfram
Og næst er nokkrum hundruðum milljóna sóað í að draga úr hirslum þjóðminjasafnsins lagabálk sem ekki hefur verið notaður í hundrað ár, rétt eins og hvítþvegnir englar hafi stjórnað Íslandi allan þann tíma, og forsætisráðherrann fyrrverandi, Geir H. Haarde, settur á sakamannabekk. Maður sem hefði sjálfsagt lítið getað gert gagnvart holskeflunni þar sem samstjórnarflokkurinn og forseti landsins héldu sérstakri verndarhendi yfir fjárglæframönnunum og gáfu þeim siðferðisvottorð á báðar hendur og hengdu á þá heiðursmerki og krossa. Og svo er allt stjórnkerfið haft í því á örlagatímum að fylgja eftir meinloku Samfylkingarinnar sem er að skreppa saman um að rétt sé að troða Íslendingum í Evrópusambandið gegn vilja þeirra og taka upp evru sem alla fyrst, því hún sé sá lífsins elexír sem öllu fái bjargað. Eins og staða evrunnar er nú minnir þessi endaleysa helst á ef ferðaskrifstofa Samfylkingarinnar hefði verið með sérstakar tilboðsferðir á hraðbátum til að komast um borð í Titanic áður en skipið sykki. En um evruna hefur verið sagt í 10 ár að hún gæti ekki hrunið. Dallarnir eiga því eitt og annað sameiginlegt. Beinn, en þó einkum óbeinn kostnaður af þessu óláns uppátæki að hafa tugi og hundruð embættismanna í ólöglegum aðlögunarviðræðum við ESB er hrikalegur. Og á meðan á allri þessi gegndarlausu sóun í hvern óþarfann af öðrum stendur vogar fjármálaráðherrann sér að segja að sækja verði aura til að standa undir henni til aðþrengdrar velferðarþjónustu á landsbyggðinni. Og verst er að embættismenn utanríkisráðuneytisins, sem hafa iðulega verið vandir að virðingu sinni, virðast hafa verið fyrstir til að bíta á agnið og eru komnir prúðbúnir í hljómsveitina sem lék af svo miklum tilfinningahita meðan fleyið tók stefnuna á hafsbotninn."
-----

Sennilega gæti Páll ekki einu sinni súmmerað betur upp óþverralegasta stjórnmálaflokk og ríkisstjórnarræfil allra tíma.


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Menn þurfa að ákveða hvað það er sem tilheyrir stjórnmálum og hvað glæpaveröldinni.

Það er alkunnugt trix að glæpamenn kaupa og spilla algjörir listamenn í að láta glæpi líta út eins og pólitík...þetta er í blöðum um allan heim.

Er þetta eitthvað öðruvísi á Íslandi?

Óskar Arnórsson, 4.12.2010 kl. 20:58

7 identicon

...það er orðið pínlegt að horfa upp á þetta, þau geta ekki einu sinni tekið til heima hjá sér.

Njáll (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband