Laugardagur, 4. desember 2010
Samfylkingin er ljótur Sjálfstæðisflokkur
Samfylkingin er ljótasta spegilmynd Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn dýrkar valdið valdsins vegna og stjórnar í þágu sérhyggju en ekki almannahagsmuna. Tilfærð orð í umbótaskýrslu Samfylkingar staðfesta tilganginn með stofnun flokksins
Sú sýn sem hafi verið ríkjandi hafi veikt flokkinn gagnvart nýfrjálshyggjunni sem réði ferðinni innan Sjálfstæðisflokksins.
Samfylkingin var stofnuð til valdatöku. Flokkurinn tók upp á sína arma einstaklinga sem Sjálfstæðisflokknum bauð við; Jón Ólafsson í Skífunni, Sigurður Einarssonar og Hreiðar Má í Kaupþingi og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi.
Umbótaskýrslan talar um ,,sýn" Samfylkingarinnar sem hafi verið ríkjandi. Þessi ,,sýn" er valdatæknin sem flokkurinn er ofurseldur.
Fylgdu ekki eigin stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það segir allt um mikið ágæti Samfylkingarinnar "að hún tók upp á sína arma við einstaklingum sem Sjálfstæðisflokknum bauð við" enda falla hagsmunir saman eins og flís við rass, hvað varðar helstu mál eins og óbreytt eignarhald á Baugsmiðlunum, niðurfelling allra skulda Jóns Ásgeirs og félaga, innganga í Evrópusambandið og skilyrðislaus greiðsla fyrsta Icesave glæsisamnings félaga Svavars Gests.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 14:29
Tveir frábærir saman. ósigrandi. Þeir toppa hvorn annan í vitleysunni. Kveðja,,
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:18
Gat verið að sturtuvörðurinn og mannvitsbrekkan Hrafn mætti með Baugsfylkingarleikkerfið. Í manninn og alls ekki boltann eins og fyrr. Til að spila boltanum vel þurfa menn lágmarks greind. Ekki í sturtuvörslunni.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:46
Til upplýsingar birti ég hluta af ályktun sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Samhengi málsins er að flokkurinn er að skoða fortíð sína og greina það sem miður fór á mikilli örlagastundu:
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 17:01
Samkvæmt þessu er Samfylkingin fyrst og fremst að viðurkenna að hún hafi ekki tekið mark á áhrifamesta stjórnmálamanni flokksins, sjálfum Davíð Oddssyni.
Sennilega er það hann sem hefur þetta að segja í Reykjavíkurbréfi í dag um Samfylkinguna 1 & 2.:
Sennilega gæti Páll ekki einu sinni súmmerað betur upp óþverralegasta stjórnmálaflokk og ríkisstjórnarræfil allra tíma.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 17:52
Menn þurfa að ákveða hvað það er sem tilheyrir stjórnmálum og hvað glæpaveröldinni.
Það er alkunnugt trix að glæpamenn kaupa og spilla algjörir listamenn í að láta glæpi líta út eins og pólitík...þetta er í blöðum um allan heim.
Er þetta eitthvað öðruvísi á Íslandi?
Óskar Arnórsson, 4.12.2010 kl. 20:58
...það er orðið pínlegt að horfa upp á þetta, þau geta ekki einu sinni tekið til heima hjá sér.
Njáll (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 05:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.