Heimilisvandræðin í Evrópu

Ef heimili sem stendur í skilum með öll sín lán, eyðir aldrei um efni fram og álítur sparnað til dyggða er látið bera ábyrgð á þekktu óreiðuheimili þar sem lán eru í vanskilum og sparnaður óþekkt hugtak hver verður niðurstaðan? Jú, annað tveggja, að bæði heimilin fari í þrot eða að ráðdeildarheimilið yfirtekur fjármál óráðsíufólksins.

Þorpið sem heitir Evrópusambandið  stendur frammi fyrir þeim heimilsvanda að nokkur heimili þar sem germönsk mál eru töluð s.s. það þýska, austurríska, hollenska, danska og sænska eru með heimilisbókhaldið í lagi og bjartar framtíðarhorfum. Önnur heimili sem tala rómönsk mál, t.d. það spænska, ítalska og portúgalska eru með allt niðurum sig og verða að segja sig til sveitar á næstunni.

Germönsku heimilin standa frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að yfirtaka skuldir rómönsku óreiðuheimilanna og í leiðinni að taka yfir stjórn heimilisbókhaldsins. Í öðru lagi að leyfa gjaldþrot rómönsku heimilanna með ófyrirséðum afleiðingum fyrir Evrópuþorpið.

Í dag kemur út skýrsla frá hugveitunum Legatum Institute og American Enterpries Institute sem spáir endalokum Evrópuþorpsins innan þriggja ára.


 


mbl.is Skuldatryggingarálagið á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að komast í samband við snillinga eins og þig. Ég vonast til að læra svolítið meira af þér ef þú villt vera svo vænn að svara mér?

Hvort tilheyrir franska germönskum eða rómönskum tungumálum? Það vantaði í upptalningunni.

Í framhaldi af ofurgrein þinni "Brandaralandið og prósentuöxin", Hvað er tvíríki? og ennþá mikilvægara, Hvað er þjóðríki?

Til hamingju Páll með skýrslur þessara tveggja "Hugveita".

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 Þér gengur oft illia að sjá hvort kemur á undan eggið eða hænan Páll.

Í ráðdeildarheimili Þýskalands eru barnlaus hjón um sextugt  sem bæði vinna í aljóðlegum banka. Þeirra tekjur koma af stofninum til af vöxtum  lána til tölvufyrirtækja á spáni.

í óráðsíuheimili spánar eru ung hjón með tvö börn á framfæri, konan er heimavinnandi en karlinn vinnur hjá tölvufyrirtæki sem ekki getur lengur borgað honum næg laun til framfærslu heimilisins, aðallega vegna þess að þrátt fyrir mikinn samdrátt í spænsku efnahagslífi hafa vextir ekki fylgt með, enda eru vextirnir miðaðir við að þýsku bankahjónin hafi það gott. en ekki hvort efnahagur spánar geti borgað þá.

Þannig er, að Þýska ráðadeildarheimilið hefði aldrei getað orðið ráðdeildarheimili nema vegna þess að spænska tölvufyrirtækið skipti við bankann þeirra. Framleiðendur þurfa neitendur og þegar skortur verður á neitendum leita framleiðendur leiða til að búa þá til. Spánverjar eru í raun bara neitendur sem ESB-þýskaland  bjó til með því að drekkja samfélagi þeirra í ódýru lánsfé sem varð svo of dýrt um leið og kreppti að. Svipað var upp á teningnum hér í gegn um EES.

Guðmundur Jónsson, 2.12.2010 kl. 15:02

3 identicon

Er tetta ekki bara dalitid rett hja ykkur badum, Pall og Gudmundur? Fyrir utan kanski ad Spanverjar voru adallega i einfoldum bransa vid ad byggja hus fyrir gamla Tjodverja...

Stundum skiptir ekki mali hvort eggid eda hænan hafi mætt fyrst, ef bædi eru a stadnum.

En tad er augljost mal ad islenska hrunid vard vegna fjarmalastefnu EU og USA.

Tadan komu ju hinir "eitrudu og odyru" erlendu peningar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 15:18

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er að reyna að benda á að orsök vandans er að finna í  útflutningsmiðuð hagkerfi eins og þýskaldi, en ekki skorti á ömmuhagfræði eins og Páll er að halda fram í þessari færslu.

Guðmundur Jónsson, 2.12.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hér er áhugaverð umræða um stöðuna. Þetta er ekki spurning um hænu og egg heldur afstöðu þýskra heimila.

http://www.telegraph.co.uk/finance/financetopics/financialcrisis/8177568/ECB-bows-to-German-veto-on-mass-bond-purchases.html

Páll Vilhjálmsson, 2.12.2010 kl. 19:58

6 identicon

Ótrúlega eru varnartaktar landsölumanna orðnir þreyttir og fyrirsjáanlegir.  Það er orðið undantekning ef slíkir svara efnislega færslum, en í stað detta þeir sjálfvirkt í málefnalegt gjaldþrotið og láta eins og börn á grunnskólastiginu.  En vissulega má dást af hugmyndafluginu hvað "Ad hominem" árásirnar varðar.  En það er líka hér um bil það eina.  Satt að segja hélt ég að þeir hefðu eitthvað aðeins merkilegra að verja en svo.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 20:33

7 identicon

Úr því menn eru farnir að tala um blessuð heimilin á spáni og þýskalandi fremur en ríkið sjálft og skuldir þess, má benda mönnum á að vextir húsnæðislána hjá spánverjum hafa fylgt vöxtum evrópska seðlabankans og snarlækkað síðan síðsumars 2008. Þetta hefur reynst mikil kjarabót fyrir heimilin þar í landi ólíkt því sem neytendur á Íslandi hafa upplifað á sama tíma.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 23:00

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""má benda mönnum á að vextir húsnæðislána hjá Spánverjum hafa fylgt vöxtum evrópska seðlabankans og snarlækkað síðan síðsumars 2008.""

 Vandinn við stýrivexti er fyrst og fremst sá að þeir eru ekki til neikvæðir. Ein ástæða þess að skuldkreppur eins og í Japan og núverandi i kreppa á evrusvæðinu dregst svo á langinn er að neikvæðir stýrivextir eru ekki til í vopnabúri seðlabanka. í verðbólgu þarf jákvæða vexti til að viðhalda verði peninga á móti raunverðmætum en í verðhjöðnun þyrfti þá í raun neikvæða vexti til að afskrifa peninga sem ekki vís á nein verðmæti. Í verðhjöðnunarfasa eins og nú er hafin víðast hvar á suður evrusvæðinu er í raun eina leiðin til að afskrifa peninga, gjaldþrot eða samningur um afskriftir. og enn sem komið er virðist hvorugt koma til greina hjá ESB.   

Við eru í svipuðum vanda með verðtryggðu krónuna, stýrivextir virka ekki á hana jafnvel í verðbólgu og þá er ekkert hægt að gera til að laga skuldkreppu annað en gjaldþrot eða semja um afskriftir. Og það er sama sagan þar Lífeirsjóðirnir og bankarnir mega ekki heyra minnst á gjaldþrot eða afskriftir. þessvegna er ríkistjórnin dregin á asnaeyrunum til þess að bjarga heimilunum og fyrtækjum með því að prenta bara fleiri krónur sem ekki vísa á nein raunverðmæti og skuldakreppan sem stafar af því að það er of mikið af peningum á móti eignum dregst bara á langinn. 

Guðmundur Jónsson, 3.12.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband