Fimmtudagur, 2. desember 2010
Viðskipti og glæpir
Á útrásartímum stunduðu íslenskir auðmenn viðskipti ekki sem rekstur heldur glæpaiðju. Viðskiptamódel auðmanna gerði ráð fyrir stórfelldum blekkingum, m.a. innherjaviðskiptum, fölsuðum reikningum, uppskrúfaðri viðskiptavild og skapandi bókhaldi.
Þótt auðmenn séu fæstir enn að störfum eru meðhlauparar þeirra virkir út um allar trissur, m.a. í fjármálastofnunum. Endurhæfingin á íslensku viðskiptalífi hefur ekki farið fram.
Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á því að gerspillt viðskiptalíf hefur ekki verið ormhreinsað. Ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni sett fram stefnu sem gæti vísað veginn úr spillingarfeninu. Í slíkri stefnu fælist valddreifing þar sem stærri fyrirtæki yrðu brotin upp, stífari reglur settar um eignatengsl og aukið gagnsæi tryggt.
Tilboðin í Haga undir væntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Páli, Högum þarf að sjálfsögðu að skipta upp fyrst og selja svo í nokkrum smærri einingum, fyrirtæki með 50-60% markaðshlutdeild og jafnvel einkainnflutning á ýmsum merkjavörum (sbr. Banana ehf. og skrímslið AÐFÖNG niðri á höfn við Skútuvog) er ekkert annað en ófreskja, spyrjið bara alla heildsalana (berið saman verðin á t.d. kassa af ljósaperum hjá Jóni Ólafssyni og svo stykkjaverðið í Bónus! Eða verðið á kassa af Lindt súkkulaði hjá Karli K. Karlssyni og svo í Hagkaupum!) Engin heildsölukjör fyrir e-n Jón Jónsson eða fyrirtækið hans úti í bæ, allir nauðbeygðir og pisshræddir.
Alfreð K, 4.12.2010 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.