Evran er ástæða kreppu Íra

Opinberar skuldir Íra voru lágar áður en landið gekk inn í evrusamstarfið. Efnahagskerfið var í jafnvægi og skilaði írsku þjóðinni góðri afkomu. Upptaka evru, aftur á móti, leiddi til þenslu og óábyrgrar fjármálastefnu, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Áratuginn fyrir kreppu voru vexti lágir og juku á vandann. Vegna evrunnar var ekki tekið mark á hættumerkjum og engar ráðstafanir gerðar til að vinna gegn bólumyndun.

Á þessa leið greinir blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard vanda Íra og byggir á skýrslu Patrick Honohan, gamalreyndum bankamanni sem fenginn var til að aðstoða við endurreisnina.

Val Íra, segir Evans-Pritchard, stendur á milli íslensku leiðarinnar, að láta bankana falla, eða skuldaáþjánar um langa framtíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Allt rétt nema að ísrku bankarnir munu líklega falla og skuldirnar munu aldrei borgast, Þjóðverjar munu taka upp D-markið, Frakkarnir frankann og  hin löndin kasta evrunni nema kannski Finnar og Eystrasaltslöndin.

Heimurinn verður að prenta sig útúr vandanum eins og Kaninn er að gera.

Halldór Jónsson, 1.12.2010 kl. 08:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Stórgóð grein sem þú vitnar til. Þar stendur m.a.: 

"The question is, should the Dail vote against the austerity budget on December 7, Pearl Harbour Day. And should the next government – with Sinn Fein in the coalition? – tell the EU to go to Hell, do an Iceland, wash its hands of the banks, and carry out a unilateral default on senior debt by refusing to extend the guarantee?"

Halldór Jónsson, 1.12.2010 kl. 08:45

3 identicon

Já og kreppan í Bandaríkjunum líka, að maður tali nú ekki um kreppuna í Japan 1990 og stóru kreppuna um 1930.  Allt Evrunni að kenna.

GVald (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 08:56

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Núna er þetta spurning um vikur eða mestalgi mánuði hvenær Írar sparka evru bönkunum.

Þessi orð Dan O’Brien, hjá Irish Times, segja alla söguna.


“Nothing quite symbolised this State’s loss of sovereignty than the press conference at which the ECB man spoke along with two IMF men and a European Commission official. It was held in the Government press centre beneath the Taoiseach’s office. I am a xenophile and cosmopolitan by nature, but to see foreign technocrats take over the very heart of the apparatus of this State to tell the media how the State will be run into the foreseeable future caused a sickening feeling in the pit of my stomach.”

Páll ! þú virðist geta séð að staða íra er ekki sjálfbær ganvart ECB og þýsku bönkunum,  og að það sé of  lágum vöxtum á þesnlutíma og of háum á samdráttartíma að kenna. þetta er í það minsta  það sem stendur í megin atriðum í grein  Ambrose Evans-Pritchard sem þú ert að vísa í og þessu textabút  þínum í blogginu.

Þetta er tæknilega það sama og gerist þegar íslenski íbúðalánasjóðurinn lánar á of lágum vertryggðum vöxtum í fasteignabólu og heldur síðan í of háa vextir í samdrættinum á eftir með vertryggingu. þú vilt að skuldarinn sé settur á hausinn á íslandi en skuldareigandi á írlandi. Ef hverju ertu með svo mismunandi lausnir á sama vandanum.?

Guðmundur Jónsson, 1.12.2010 kl. 09:26

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hrunið á Íslandi varð líka vegna evrunar. Eru menn virkilega að halda því fram að það sé hægt að kenna evrunni um að ríkisstjórn Íra fór óvarlega? Ætli það hafi ekki verið frekar sú draumsýn Íra og okkar um að þessi litlu lönd gætu orðið alþjóðlegir fjármálarisar sem komu báðum þjóðum í vanda þegar ljóst var að stoðir undir þessum draumum voru ekki byggðar um leið og því brustu þær undan kerfinu.

Við vorum nú ekki með evru og tókum ekkert eftir hættumerkju eða hundstuðum þau. Það gerður Bretar líka með sitt pund og eru nú að skera niður um marga tugi %.

Evran hefur þó séð til þess að skuldir heimila í Írlandi hafa ekki rokið upp ein og hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2010 kl. 09:31

6 identicon

Augljóslega rétt - en aðeins að hluta.

Ef hér á landi hefði verið nýtilegur gjaldmiðill hefðu tugþúsundir manna ekki skuldsett sig  í erlendum gjaldmiðlum.

Það sama á við um fyrirtækin.

Þar með hefði skuldakreppan sem er að sliga heimilin, fyrirtækin og sjálfan ríkissjóð ekki riðið yfir.

Er það ekki augljóst?

Karl (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 09:43

7 identicon

Látið ykkur dreyma áfram.

Evran er að stækka og styrkjast. Það er enginn vilji hjá ráðamönnum á Evrusvæðinu að skipta yfir í einhvern "gamlan" gjaldmiðil. Þvert á móti væri það glapræði.

Hvernig er ástandið í Bretlandi?

Þar er allt í báli og brandi út af hörðum sparnaðaraðgerðum. Bretar eru næstum því á hausnum, með gífurlegar skuldir hvort sem það er í opinbera geiranum eða einkageiranum.

Er það Evrunni að kenna? Sennilega, og sennilega af því að þeir eru í ESB, ef ég nota ykkar rökfræði.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 10:55

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Árinni kennir illur ræðari. 

Evran er gríðarlega vandmeðfarið tæki og sagan segir okkur að því meiri agi og festa sem ríkir í hagstjórn og kúltúr landa því betur tekst þjóðum að nota evruna sér til góðs.  Þetta sést best í Þýskalandi þar sem allar hagtölur eru á uppleið. 

Ef hrunið á  Írlandi er allt evrunni að kenna er þá ekki uppgangurinn í Þýskalandi evrunni að þakka?

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.12.2010 kl. 11:25

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Evran er gríðarlega vandmeðfarið tæki og sagan segir okkur að því meiri agi og festa sem ríkir í hagstjórn og kúltúr landa því betur tekst þjóðum að nota evruna sér til góðs. Þetta sést best í Þýskalandi þar sem allar hagtölur eru á uppleið. ""

Þú ert ekki alveg að skilja þetta Andri. 

Eina ástæðan fyrir því að það er uppgangur í þýskalandi er að Írar og Grikkir fengu lán frá ECB (sem þeir koma aldrei til með að geta borgað til baka) til þess eins að standa í skilum við þjóðverja. Sjáðu til Andri Grikkir og Írar höfðu aldrei efni á að kaupa alla BMWana af þjóðverjum. og á meðan Þjóðverja ekki fatta að þeir geta ekki borgað verður kreppa í Evrópu.

Guðmundur Jónsson, 1.12.2010 kl. 12:53

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Allt er afstætt.  Það er uppgangur í Þýskalandi af því að Þjóðverjar eru mjög samkeppnishæfir á alþjóðamarkaði með sínar útflutningsvörur sem flestar fara nú til Asíu, Rússlands og Brasilíu.

Evran er veikari gjaldmiðill en þýska markið var og því örvar evran þeirra hagkerfi  á meðan hún er allt of sterk fyrir skussana.

 Þegar kemur að hagstjórn, geta engar Evrópuþjóðir keppt við Þjóðverja, Hollendinga og Svisslendinga.  Þetta eru þjóðir sem hafa áratugareynslu í að lifa við sterkustu gjaldmiðla heims.

Málið er að þýskum gjaldmiðli (sem evran er) þarf að fylgja prússneskur agi, annars fer ekki vel, eins og sagan segir okkur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.12.2010 kl. 13:39

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Allt er afstætt. Það er uppgangur í Þýskalandi af því að Þjóðverjar eru mjög samkeppnishæfir á alþjóðamarkaði með sínar útflutningsvörur sem flestar fara nú til Asíu, Rússlands og Brasilíu.""

Þetta er rétt en þú dregur ranga ályktun af þessu Andri. 

Þýskaland er að nota gjaldmiðil sem er of veikur fyrir þá. það gætu þeir ekki nema vegna þess að þjóðir eins og Grikkir og Spánverjar voru nógu vitlausir til að binda sitt trúss við þá í gegn um evruna. Þannig er þýska hagkerfið í raun als ekki samkennishæft ef það þyrfti að nota gjaldmiðil sem ekki væri niðurgreddur af nágrönnum þess.

Guðmundur Jónsson, 1.12.2010 kl. 13:52

12 identicon

Guðmundur, afsakaðu, en er þetta ekki soldið langt sótt?

Hvernig getur gjaldmiðillinn verið of veikur fyrir þá?

Gjaldmiðillinn er nógu sterkur til þess að hægt er að halda vöxtum hér í Þýskalandi í lágmarki, þrátt fyrir bankakreppu.

Gjaldmiðillinn er nógu veikur fyrir þá til þess að vera samkeppnishæfir með útflutning sinn út fyrir Evrusvæðið.

Bara bera þetta saman við Dollara og Pund.

Hvernig gengur hjá þeim?

Ef þið teljið Evruna vera að "hrynja" (hvernig svo sem það á að líta út), þá er kapítalisminn sjálfur í rauninni að hrynja og Dollari og Yuan munu fylgja með. En gengur þetta ekki út á jafnvægi milli helstu gjaldmiðla? Ef einn þeirra fer að hrynja, draga þeir hina með sér í svaðið þangað til jafnvægi hefur náðst.

Þetta rugl um hrun Evrunnar kemur frá City og USA, einhverjir veðmangarar (hedge fonds) sem munu græða á því að Evran falli eitthvað í verði gagnvart t.d. Dollarnum.

Nú er talað um að Spánverjar eigi eftir að lenda í vandamálum, og því meira sem talað er um það, því líklegra verður það, að þeir lendi í vandræðum.

Ég las mjög áhugaverða grein fyrir tæpu ári um skuldastöðu Breta, og að þeir væru í rauninni í svipuðum málum og PIIGS löndin.

Ég er sannfærður um það, að ef blaðamenn færu að fjalla daglega um yfirvofandi gjaldþrot Breta, þá munu þeir verða gjaldþrota fyrr en síðar.

Reyndar mundi ég skora á fréttafólk og aðra sem hafa áhuga að snúa sér að Bretum og skoða mjög náið hvernig ástandið er á þeim bænum.

Þarf ekki að minnast á USA þar sem peningar eru prentaðir sem nemur hundruðum milljarða Dollara á ári.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 16:01

13 identicon

Og svo vikið sé aftur að titlinum á þessum "pistli":

Dollarinn er ástæðan fyrir kreppu Bandaríkjamanna.

Ætti ekki Kalifornía að taka upp eigin gjaldmiðil til þess að bjarga sér frá algjöru greiðsluþroti?

Eða bara Álftanes, er ekki krónan ástæðan fyrir embættisafglöpum ráðamanna þar?

Ég mæli með því að Álftanes taki upp eigin gjaldmiðil.

Eða hvað er lágmarksstærð hagkerfis, svo að gjaldmiðlar verði ekki álitnir matadorpeningar?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 16:07

14 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Var ekki Írland Undrahagkerfi hægrimanna eins og Ísland, er þar ekki partur af þeirra kreppu, núna eru bæði Undrahagkerfin sem mikið voru á milli tanna hægri öfgamanna fallin. HMMMMM

Arthur Páll Þorsteinsson, 1.12.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband