Evran lækkar gengi þjóðríkja

Þýskaland ákveður framtíð Írlands. Um áramótin verða Portúgal og Spánn i sömu stöðu. Meðal evru-þjóðanna sextán er aðeins Þýskaland sem peninga til að bjarga ónýtum efnahag ríkja sem létu blekkjast til að halda að þýsk peningastefna hentaði öðrum en Þjóðverjum.

Lágir þýskir vextir á evrusvæðinu höfðu tvennt í för með sér. Í fyrsta lagi eignabólur og í öðru lagi almennar launahækkanir. Hvorttveggja var fjármagnað með lágum vöxtum. Nú er komið að skuldadögum. 

Þjóðverjar krefjast þess að lánadrottnar, bankar og fjármálastofnanir, taki á sig útlánatap í samræmi við óábyrga lánastefnu til Suður-Evrópuríkja og Írlands. Yfirvofandi krafa um afskriftir lána snarhækkar lánakostnað viðkomandi ríkja.

Tveir kostir eru í boði. Annars vegar að Þýskaland í gegnum Evrópusambandið taki varanlega undir sinn verndarvæng evru-ríkin sextán og þau verða í reynd þýskar hjálendur. Hins vegar að myntsvæði evrunnar liðist í sundur. Fyrri kosturinn er ekki pólitískt mögulegur.

Evrusvæðið er feigðinni merkt. Spurningin er aðeins hversu sóðalegur dauðdaginn verður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Deutshland uber alles!

spritti (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:38

2 identicon

Óttalegt vesen er þetta á evrunni, akkúrat þegar við Samfylkingarmenn þurfum svo á því að halda að getað bent á hversu mikil snilldin er að taka hana upp.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:02

3 identicon

Illur ræðari kennir árinni um

Guðbjartur (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband