Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Jóhanna biðji þjóðina afsökunar
Jóhanna Sig. forsætisráðherra ber höfuðábyrgð á stjórnlagaþingsfloppinu. Þjóðin kenndi maðk í mysunni og vildi ekkert hafa með stjórnlagaþingið að gera. Í skýrslu Evrópusambandsins um Ísland frá í haust segir þetta um stjórnlagaþingið
Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations.
Líklega hefur Össur utanríkisráðherra lofað framkvæmdastjórninni að liðka fyrir framsali fullveldis til Brussel með því að stjórnlagaþing afgreiddi dagskrá ríkisstjórnarinnar.
Jóhanna á að biðja þjóðina afsökunar á þessu dæmalausa stjórnlagaþingsrugli og þar á eftir á hún að senda þau skilaboð til Brussel, að sorrí það verður ekkert úr því að Íslendingar samþykki innlimun i Evrópusambandið.
Úrslit kynnt annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirgefðu að ég skuli segi það Páll, en mér finnst þú birtast hér á blogginu eins og andlýðræðislegt afstyrmi..
hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 22:43
Síðan hvenær hefur Heilög Jóhanna viðurkenn ósigur??????????????
Jóhann Elíasson, 28.11.2010 kl. 22:53
Heyr heyr Hilmar Jónsson, þetta er eins og talað út úr mínu hjarta.....
Einar (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 23:27
Varla er það lýðræði, Hilmar, ef Samfylkingin með sitt 18% fylgi á landsvísu á að lauma sínum uppgjafarmálum að með aðeins 6,6 % fylgi af heildinni, ef kosningin reyndist rétt dreifð miðað við alla þjóðina:
36,77% kosningaþáttaka x 18% fylgi Samfylkingar = 6,6% kosningafylgi Samfylkingar til þess að leyfa afsal fullveldis í stjórnarskrá, en sá flokkur er eini flokkurinn sem hefur afsal fullveldis til ESB á stefnuskrá sinni. Ef þetta er lýðræði, þá er það að hætti Evrópusambandsins.
Ívar Pálsson, 28.11.2010 kl. 23:41
Samkvæmt nýjustu tölum er þátttaka í atkvæðagreiðslunni komin niður fyrir 36%. Hver veit hver hún verður í fyrramálið ef þessu heldur svona áfram.
Ragnhildur Kolka, 28.11.2010 kl. 23:52
Þetta er hárrétt hjá Páli, þótt Jóhann Elíasson hafi því miður líka rétt fyrir sér. Ég kaus að sitja heima, því að ég "vildi ekkert hafa með stjórnlagaþingið að gera". Hinir möguleikarnir voru að skila auðu, sem ég taldi fremur mundu verða lagt út sem stuðning við fyrirbærið, eða velja beztu fulltrúana, þó að ég vildi í rauninni hvorki hafa þing né fulltrúa. Sem betur fer sátu nær tveir af hverjum þremur landsmönnum heima, og við - þessir tveir - skulum ekki gleyma, hvernig sósíalistar reyna nú að útleggja það sem heimsku, leti, ábyrgðarleysi, andúð á lýðræði eða hvað annað. En þingið verður ekki marktækara, þótt þeir ausi úr skálum reiði sinnar. Þjóðin hefur hafnað því.
Á þessum umbrotatímum, þegar ESB og áhangendur þess sækja að óskoruðu fullveldi þjóðarinnar, er sérstök ástæða til að sjá stjórnarskrána alveg í friði.
Sigurður (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 00:02
Ertu hér að segja Páll að ég hafi verið blekktur til framboðs á þing sem ætlað er að tryggja framsal Íslands til útlendinga?
Vek athygli á þessu bréfi til Utanríkisráðherra sem sýnir hve vel við þurfum að standa vaktina:
Bréf til Utanríkisráðherra: Hefur Schengen samstarfið og hugsanleg innganga í Evrópusambandið stjórnarskrárbundin rétt einstaklingsins að engu?
http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/1119877/
Ástþór Magnússon Wium, 29.11.2010 kl. 01:38
Það er kostulegt að lesa þessi yndislegu heimsku athugasemdir bloggróna Samfylkingarinnar á netinu. Það hlýtur að vera kominn tími á að safna þeim í bók. Flest þeirra má finna á þessari síðu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 01:49
"...dæmalausa stjórnlagaþingsrugli ..."
Nei, að sjálfsögðu er miklu betra að láta fjórflokkinn sjá um þetta fyrir okkur. Hvenær hefur hann brugðist okkur?
Finnur Hrafn Jónsson, 29.11.2010 kl. 08:04
Ég held að þjóðin ætti fremur að biðja Jóhönnu afsökunar á að hafa ekki áhuga á sinni eigin stjórnarskrá, lífakkeri hennar.
Karl (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 08:47
Sem betur fer er hægt að flokka alla Íslendinga í einhverja af klíkunum fjórum svo að hægt sé að drulla yfir þá með svívirðingum og siðlausum rógburði, smekklausum uppnefningum svo og að fá útrás fyrir vondar tilfinningar eins og hatur, heift, geðvonsku, svekkelsi og svo framvegis.
Sem betur fer tala flestir Íslendingar þó sama málið, annars væru þeir löngu búnir að fá skotleyfi á hvern annan, svona eins og hefur verið gert í gegnum aldirnar í öðrum löndum, t.d. 1914 og 1939 þegar fólk verður réttdræpt bara af því að það talar annað tungumál.
Það er eitthvað sjúkt við þetta.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 08:52
Tek heilshugar undir með Hilmari hér. Páll Vilhjálmsson er orðinn að útótópísku stjórnmálalegu viðrini og öfgafull andstaða hans við ESB litar allt sem hann segir og virðist mergsjúga alla skynsemi úr höfðinu á honum.
Haraldur (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 09:03
Pistill Páls á fullan rétt á sér um svívirðilegt ætlunarverk Jóhönnu, Össurar og hinnar skringilegu Samfylkingar þeirra um að ræna okkur fullveldinu og með dyggri hjálp drottnunar- og rukkara-veldisins þarna í Evrópu. Sterk ábending frá Páli um skýrslu Evrópuveldisins. Og sammála Guðmundi um bloggsóða Samfylkingarinnar.
Elle_, 29.11.2010 kl. 21:42
Elle, þú ert greinilega ekki 100% Íslendingur.
Gættu þín, því Páli þessum er tíðrætt um "þjóðríki", sem þýðir að hann er mikill þjóðernissinni.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:03
Einar, orðið ´þjóðríki´ eins og ég skil það, vísar í alla íbúa lands og hvaðan sem þeir nú koma. Orðið felur ekki í sér neitt útlendingahatur.
Elle_, 1.12.2010 kl. 17:29
Af hverju segir Páll þá að Belgía séu tvö "þjóðríki"?
Hann virðist tengja "þjóð" við alla þá sem tala sömu tungu.
OK, þú talar greinilega íslensku, sem mundi ekki endilega gera þig sjálfkrafa að Íslendingi (hversu eftirsóknarvert sem það svo sem er).
En ég er handviss um það að flestir Vallónar tala flæmsku og flestir Flæmingjar tala frönsku. Stór hluti Belga er líka vel talandi á þýsku.
Mér finnst bara Páll leggja mikla áherslu á að flokka fólk eftir móðurmálinu.
Þarf ekkert endilega að vera útlendingahatur, en það útskýrir fyrir mér sýn hans á heiminum. Sennilega er hann meðlimur í Heimssýn.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:01
Og annað, Elle. Ég var að skoða síðuna þína og fann soldið mótsagnarkennt.
Þú vilt ólm inn í NAFTA, þ.e.a.s. í bandalag með Bandaríkjunum.
Það er varla til það ríki í heiminum sem er með meiri forsjárhyggju, boð og bönn.
En það er líka allt í lagi að flestu leyti, það verður einfaldlega að vernda neytendur og hinn almenna borgara gegn yfirgangi gráðugra svindlara.
Mannskepnunni er því miður ekki treystandi fyrir óheftu frelsi, við sjáum það best á því hvernig bankarnir hafa farið með heilu hagkerfin.
Allt peningagræðgi og siðblinda bankamanna.
Frelsið til þess að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið. Alls staðar sama sagan, hvort sem það er austan hafs eða vestan, í Morgunlandinu eða Kvöldlandinu.
En ég er sannfærður um það að ESB er að gera meira í því að koma böndum á bankana heldur en Obama og hans stjórnarlið. Ég vil ekki að svona lagað hendi aftur, þ.e.a.s. að heilu hagkerfin fari á hliðina vegna bankana og þess vegna finnst mér mjög gott að það verði settar skarpari reglur á starfsemi bankanna, jafnvel einskonar fjárglæfrastarfsemisskattur.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:23
Einar, ég vil ekki ólm í NAFTA, mundi vilja það samt ef við gætum. En það er ekki ríkjasamband eins og EU, en þú veist það, heldur einfaldlega viðskiptabandalag. Við værum ekki að gefa upp fullveldi og stjórn lands og ekki heldur að taka upp lög hinna ríkjanna 3ja.
Ofanvert þýðir ekki að ég viti ekki um galla Bandaríkjarstjórnar. Minni þig líka á að Bandaríkin hjálpuðu okkur að fá fullveldi, hvar værum við annars nú? Kannski nýlenduþorp Bretastjórnarþjösna? Og bendi á að í Bandaríkjunum finnurðu frábæra og lýðræðislega stjórnarskrá.
Yfir höfuð er ég alveg sammála þér um bankana, glæpabanka oft, og óheft frelsið, það gengur ekki. Treysti samt ALLS ekki EU fyrir að koma böndum á neina banka eða peningaöfl. Veldið sem vildi kúga okkur í ICESAVE og það gegn þeirra eigin lögum. Þannig eru lögin þeirra ómarktæk og stjórnin líka.
Elle_, 1.12.2010 kl. 19:47
OK, Elle, við erum sammála í ýmsu, ósammála í öðru, eins og gengur.
NAFTA, það er USA, Kanada og Mexíkó (einhver fleiri? kannski einhverjar Karibik eyjar).
Bandaríkin eru náttúrulega dugleg að verja sín landamæri í báðar áttir, helst til suðurs. Gott fyrir þau, annars mundi allt fyllast af einhverju "kanada- og mexíkópakki". En eins og við sjáum, er gífurleg spenna við landamæri USA og Mexíkó. Ekki mundi ég vilja sjá svona lagað í Evrópu.
Það er auðvitað bara óheppið, fólkið sem fæddist fyrir sunnan landamærin, og getur ekki verið eins "stolt" og fólkið fyrir norðan landamærin.
Ég mundi segja að besta lausnin á þessum vandamálum NAFTA væri að stofna AU (American Union), svipað og EU. Auðvitað þyrftu Bandaríkjamenn að fórna einhverju, en í staðinn opnast fjárfestingamöguleikar í landi sem mikið þarf að byggja upp og hagvöxtur getur orðið mikill. Svo náttúrulega þegar kjör þeirra fara að nálgast kjör Bandaríkjamanna, geta Mexíkóar farið að auka neyslu og þá liggur nærri að fá ýmsar vörur frá USA.
En kannski er heimsmyndin sem við höfum í dag fullkomin og best að hafa dökk gluggatjöld, háa girðingu, rúllugardínur, svo að samskiptin við nágrannana verði ekki allt of náin.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.