Laugardagur, 27. nóvember 2010
500-framboða kjörsókn
Kjörsókn verður lítil vegna þess að framboðin eru jafn mörg og raun ber vitni í fyrsta lagi. Í öðru lagi er ekki tekist á um nein meginmál.
Blæbrigði lýðræðis eru mörg. Eitt blæbrigðanna segir að offramboð af skoðunum dragi úr almennum áhuga.
21% höfðu kosið kl. 17 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vægast sagt einkennileg túlkun Páll og stenst varla almenna rökhugsun.
hilmar jónsson, 27.11.2010 kl. 18:19
Góður spuni hjá þér Palli minn - en harla ótrúverðugur.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 18:45
Svolítið skemmtilegt að sjá þig tala um "almenna rökhugsun", Hilmar - það er eitthvað sem maður sér t.d. ekki mikið af í þínum skrifum.
Hef svolítið velt fyrir mér af hverju kjörsókn er ekki meiri en raun ber vitni og held að þú hafir hitt naglann á höfuðið, Páll.
Birgir (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 18:46
Ég get ekki séð að 500 frambjóðenda rökin skipta máli. Í síðustu alþingiskosningum voru 882 frambjóðendur. Palli hlýtur að eiga við eitthvað annað. Kannski er von fyrir flokkakerfið enn!
Það verður verðugt viðfangsefni í stjórnmálafræði að rannsaka ástæður kjörsókna og hvers vegna hún er misjöfn.
Fyrir framtíðina skiptir hins vegar máli að dræm kjörsókn í kosningum til stjórnlagaþings hefur tvennt í för með sér. Annars vegar mun veikt umboð gera stjórnlagaþingsmönnum erfiðara um vik að gera róttækar breytingar. Líkurnar fyrir því að eitthvað skynsamlegt komi út úr störfum þess hafa aukist til muna. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokknum nánast skotleyfi á málþóf á Alþingi eftir tvö ár til að koma í veg fyrir að nokkru verði breytt í stjórnarskránni.
Fyrir áhugamenn um stjórnmál verða því næstu misserin áhugaverð.Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:04
Ég var að reyna að segja að ofgnótt framboða, sem í ákveðnum skilningi er þroskamerki lýðræðis, leiðir til þess að fólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Offramboð skoðana leiðir til áhugaleysis.
Eftir kosningar mun verða umræða um ,,línurnar" sem menn þykjast sjá að kjósendur hafi lagt m.v. niðurstöður kosninganna.
Og já, hinir pólitísku tímar eru áhugaverðir.
Páll Vilhjálmsson, 27.11.2010 kl. 19:23
kaus ekki í þessum kosningum vegna ónógrar kynningar um hvað málið snérist.En var að skoða þennan lista frambjóðenda og fannst hann svolítið einsleitur.Blaðamenn-haskólanemar-listamenn o.sfrv.Enginn sjómaður-verkamaður-smiður.Jú kannski 2-3.Kannski ekki nema von að vinnandi fólk sjái ekki ástæðu til að mæta á kjörstað.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 20:17
Þetta er hláleg útkoma fyrir lýðskrumarann flugfreyjuna fyrrverandi Jóhönnu og Samfylkinguna, sem sýna enn einu sinni að þau eru ekki í neinum takti við þjóðina. Með þeim hefur RÚV fjölmiðill Samfylkingarinnar gert feitt upp á bak, enn einu sinni. Athyglisvert er að skoða þjónkun Óðins og félaga núna gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslunni, og síðan þá sem 98.2% þjóðarinnar sagði STÓRT NEI við landráðstilraun stjórnvalda í Icesave málinu. Þá var ríkisstjórnin á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni og gengu fremst í flokki óheillahjúið Jóhanna og Steingrímur að tala hana niður. Þau sögðust ekki taka þátt í "vitleysunni" og hvöttu þjóðina að gera hið sama og lugu því til að "betri" samningur lægi fyrir, sem einhverra hluta vegna engin hefur séð. Hvorki þá frekar en nú. RÚV var með drottningarviðtal við Steingrím kvöldið fyrir kosninguna þar sem hann lýsti þessu yfir með sínum einstaka hrokafulla hætti. RÚV var eðlilega á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni líka og fyllti frétta og umræðuþætti af lukkutröllum Samfylkingarinnar eins og Þórólfi Matthíassyni og álíka rugluðum "fræðimönnum". Dagana fyrir kosninguna var fyrst og fremst á dagskrá þess að lítill eða engin ástæða væri til að kjósa.
Aftur á móti vildi ríkisstjórnin að sem flestir myndu kjósa núna, enda lýðskrum dauðans sótt úr smiðju spunatrúða Samfylkingarinnar til að breiða yfir öll klúðrin sem hún hefur valdið þjóðinni. Og auðvitað er RÚV sama sinnis. Gerðir voru flottir sjónvarpsþættir um hve kosningin væri einföld og mikið atriði fyrir þjóðina, og rætt við stuðningsmenn kosninganna. Passað var uppá að aðrar raddir heyrðust ekki, frekar en í Icesave kosningunni, þegar fulltrúar 98.2% þjóðarinnar fengu engan aðgang að miðli allra landsmanna.
Jóhanna og Steingrímur gáfu skít í Icesave niðurstöðuna vegna þess að kjörsóknin þótti þeim ekki nógu góð. Samt voru skilaboðin einstaklega skýr. Þó svo að þátttakan þá hefði orðið 100%, og JÁ lið stjórnvalda fengi atkvæða allra sem ekki mættu, þá hefðu þau skíttapað samt. Núna bendir allt til að þátttakan ætli að verða ekki hálfdrættingur á við Icesave atkvæðagreiðsluna. Hvað ætli mesta ólukkuhjú Íslandssögunnar koma til með að segja núna, þegar rétt fjórðungur atkvæðabærra manna sá ástæðu til að hlýða kalli þeirra? Hljóta þau ekki að dæma hana handónýta?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 21:00
Finnst þetta stjórnlagaþing lykta af samsæri. Það er engin sérstök ástæða til að breyta stjórnarskránni. Það var ekki hún sem olli hruninu. Það sem vantaði var að farið væri eftir gömlu stjórnarskránni, sem hefur verið margbrotið á. Held þetta sé plott alþingis til að losna við forsetan og kirkjuna, og þar með að einhver geti böggast í þeim út af Icesave, ESB, og fleiru sem þjóðin gæti vísað til forseta, og um leið að afnema hér smám saman kristinn sið til að auðvelda fyrir að innlima Ísland í Islamska ríkið Europa-stan sem mun væntanlega brjóta á rétti innfæddra sem verða kannski brátt í minnihluta:( Ég hefði nú samt kosið, hefðu veikindi ekki komið í veg fyrir það, en það voru fáir að kjósa, mest besserwisserar og málpípur Samfylkingarinnar.
Resist (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 21:51
Prófessor Sigurður Líndal sagði kannski það sem máli skipti.: "Það væri ekkert að stjórnarskránni, heldur væri kominn tími til að menn færu að fara eftir henni."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:07
Forsetinn og fullveldishluti stjórnarskrárinnar þvælist alltof mikið fyrir Jóhönnu og co. Með nýrri og ónauðsynlegri stjórnarskrá geta þau kannski komið okkur undir erlent vald og tæmt ríkiskassann í kostnað vegna EU-inngöngu og í óþarfa stjórnarskrá. Og ekki síst í ICESAVE þrælasamninginn.
Meðan við erum fátæk og eigum enga peninga er viturlegast að eyða sem mestu og taka eins mikið af óþarfa lánum og við getum. Kannski síðasti sjens þessara ömurlegu stjórnarflokka að gera okkur gjaldþrota svona áður en við losum okkur endanlega við þau.
Elle_, 28.11.2010 kl. 00:52
Glæsilegur árangur. Í þetta sinn er ég glaður að tilheyra meirihluta Íslendinga, sem lét ekki afturhaldskommatittina í núverandi ríkisstjórn teyma sig á kjörstað. Vissulega var á meðal frambjóðenda trúverðugt fólk, en mestu skipti að taka ekki þátt í því að gefa umboð til að hringla með góða stjórnarskrá, þegar flest annað er brýnna.
Sigurður (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.