Laugardagur, 27. nóvember 2010
Samningar og siðað samfélag
Án samninga er samfélagið ekki starfhæft. Foreldrar senda börn sín í skóla á morgnana í trausti þess að kennarar virði samninga og mæti í vinnuna. Fólk gerir ráð fyrir fá launin sín um hver mánaðarmót en þau eru greidd samkvæmt samningum.
Eftir hrun virðist sem það viðhorf hafi orðið ríkjandi um hríð að suma samninga þyrfti ekki að virða. Hugsunarhátturinn var ríkjandi meðal auðmanna á útrásartímum, sem gerðu samninga sem ekki stóð til að efna. Siðveilan smitaðist til annarra þjóðfélagshópa og eftir hrun komu viðbótarrökin um ,,forsendubrest". Annað eftirhrunshugtak, ,,greiðsluvilji," átti að réttlæta vanefndir samninga, einkum lánasamninga. Alþingi útbjó lög sem buðu upp á að fólk kæmist hjá samningsefndum og fórnaði í leiðinni eignarréttindum því að það gleymdist að eins manns skuld er annars eign.
Ef við ætlum að búa í siðuðu samfélagi þarf að virða samninga.
Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll þú gleymir því að fjármálastofnanir bjuggu til þennan jarðveg hjálparlaust. Lántökum finnst þeir hafa verið hlunnfarnir þegar þeir horfa upp á að eigendur banka hafa misnotað aðstöðu sína grímulaust og rænt þá innan frá. Þetta eiga síðan lántakar að greiða upp í formi hærri afborgana og hækkaðs höfuðstóls.
Ef þetta er ekki forsendubrestur. Páll éttan sjálfur.
Sigurður Sigurðsson, 27.11.2010 kl. 09:50
Eign er margrætt hugtak. Hér hafa margir komist upp með að stela öllu steini léttara og öðlast þannig eignarrétt yfir þjófagóssinu vegna veilu í lögum og linkindar að beita upptökuheimildum. Sama er með þessar skuldir. Þær eru ekkert annað en þjófagóss bankanna. Þeim var stolið útúr gjaldþrota bönkum og fjármálastofnunum og afhentar siðlausum eigendum vogunarsjóðanna sem nú eiga kröfurnar og þar með bankana. Eina réttlætið er að bjóða mönnum að kaupa skuldir sínar á sama verði og bankarnir eignuðust þær á. þESSI AÐFERÐ AGS OG RÍKISSTJÓRNARINNAR VIÐ AÐ ENDURREISA BANKANA Á SVITA OG TÁRUM SKULDARA OG ÁBYRGÐARMANNA ER BÆÐI SIÐLAUS OG LÖGLAUS. Menn geta slegið um sig með frösum eins og samningar skulu standa en gleyma því að forsendubresturinn ryfti í raun öllum þessum samningum. Og að láta hæstarétt komast upp með að breyta hluta samninga einhliða en öðrum ekki er fáheyrð vitleysa.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2010 kl. 10:04
Heyr heyr Páll,
óþolandi að fólk með skynsamar skoðanir þurfi alltaf að sitja undir árásum bloggkórs þeirra sem allt eru með niðrum sig sem koma með sömu 2ja ára gömlu tugguna um "forsendubrest" og "grímuleysi". Er tilviljun að í ljós hefur komið að mikill fjöldi þeirra sem fram hafa komið haldnir "réttlátri reiði" í fjölmiðlum hafa verið komnir í fjárhagsvandræði löngu áður en hrunið varð?
Það er svo þægilegt að kenna öðrum um sínar eigin ófarir.
Tryggvi Harðarson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 10:08
Mér finnst þetta bull í Tryggva dæmigert fyrir þá sem hafa átt einhverja aura í peningamarkaðsjóði eða inn á verðtryggðum reikningi. Þessi fullyrðing mín er álíka gáfuleg og Tryggva um að þeir sem eru ekki sáttir við hækkun á höfuðstól lána séu allir í fjárhagsvandræðum og hafi verið með allt niðrum sig fyrir hrun.
Það er reyndar merkilegt að hann Tryggvi skuli yfirhöfuð viðurkenna að hafi átt sér stað.
Var það lántaka sem var með hóflega skuldsetningu í ibúðarhúsnæði að kenna að höfuðstóll lánsins hækkar um 35% á nokkrum mánuðum.
Tryggvi komdu niður úr bleika skýinu sem þú og Páll sitjið í til okkar hinna.
Sigurður Sigurðsson, 27.11.2010 kl. 12:57
Sumir hafa skoðanir eins og Tryggvi Harðarson, jafnvel skynsamlegar miðað við gefnar forsendur. Aðrir hafa réttlætiskennd. Hún getur aldrei verið skiptimynt
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2010 kl. 13:53
Það er mjög áríðandi grundvallaratriði að banna algjörlega með lagasetningu að krefjast ábyrgðar þriðja aðila fyrir lántökum. Lántakandi á að bera ábyrgð á sínum skuldum og viðkomandi banki að bera þá ábyrgð að lána viðkomandi fjármuni. Að blanda þriðja aðila inn í málið með sjálfskuldarábyrgð er hrein nauðung og eingöngu ætluð til að tryggja hagsmuni annars samningsaðilans, þ.e. bankans. Þetta er dæmalaust í fjármálaheiminum og verður að banna með lögum. Svo þarf líka að setja strangar og skýrar lagareglur um kaupleigu- fjármögnunarleigu- og rekstrarleiguviðskipti en í þeim viðskiptum komast lánveitendur upp með að innheimta hið leigða auk fjár sem nemur margfaldri upphaflegri skuldbindingu og er þá ekki meðtalið gengistrygging eða önnur verðtrygging. Þetta er ekkert annað en glæpsamleg fjárplógsstarfsemi og þarf að stöðva með ströngum og skýrum lögum.
corvus corax, 28.11.2010 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.