Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Staðfesta gegn lausung í stjórnmálum
Í stjórnmálum er upplausnarástand eftirhrunsins. Gömul kennimörk eru ýmist horfin eða hálfgleymd án þess að ný séu í sjónmáli. Hrunið var afleiðing lausungar í allri yfirbyggingu samfélagins; fjármálastofnunum, stjórnarráði og alþingi. Margir efnuðust á dansinum kringum gullkálfinn og héldu lífið samfellda veislu hækkandi hlutabréfavísitalna.
Þegar innistæðilausa tilveran hrundi vildu sumir halda á ný út í stóra heiminn og sóttu um aðild að Evrópusambandinu án ígrundunar og álíka undirbúning og íslensku fyrirtækin stunduðu í útrásinni. Óábyrg fjármálahugsun hélst í heldur við þunnildispólitík þar sem langtímahagsmunum þjóðarinnar skyldi fórnað fyrir skammtímagróða.
Staðfestuna gegn lausunginni í íslenskum stjórnmálum er einkum að finna í tveim stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokknum og Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Öfl staðfestu í báðum flokkum eiga ekki að láta annars vegar útrásarafganga og hins vegar kaldastríðsforynjur koma í veg fyrir kennimörk nýrra tíma í stjórnmálum á Íslandi.
Athugasemdir
Öfugmæli dagsins. Staðfestuna er að finna í þeim flokkum sem eru klofnir í mikilvægustu málum. Staðfestuna er að finna í þeim flokki sem ber mesta ábyrgð á hruninu. Guð hjálpi okkur, hvað kemur næst?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.