Þorgerður Katrín og Þorsteinn stofna flokk

Klárum ferlið, er vinnuheiti á nýjum stjórnmálaflokki aðildarsinna sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum varaformaður í sama flokki ætla að stofna. Þorgerður Katrín skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún krefst þess að aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið þótt það taki ,,nokkur ár."

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti fyrr á árinu kröfu um að aðildarumsókn Íslands yrði dregin tilbaka enda enginn vilji í samfélaginu til að framselja fullveldi og forræði okkar mála til Brussel. Skötuhjúin eru samfylkingarmegin í hinni pólitísku tilveru og hafa gefist upp á hugsjónum sjálfstæðismanna. 

Þorsteinn Pálsson fékk inni í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, fyrir skemmstu til að syngja aðildarsönginn. Inngöngurökin sem eru hvað minnisstæðust úr munni Þorsteins eru að tollafgreiðslukerfi Evrópusambandsins gerir aðild eftirsóknarverða.

Þorgerður Katrín og Þorsteinn voru á útrásartímum bæði handgengin helstu auðmönnum landsins. Ekki er að efa að þau fá bæði siðferðilegan og fjárhagslegan styrk frá því öfluga baklandi sem íslenskir auðmenn eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég er einn af þeim sem leggst algjörlega gegn öllu aðildarbrölti.

Hitt er annað aö mér þykir sjálfsagt að hleypa talsmönnum ólíkra sjónarmiða í ræðustól í Valhöll. Upplýst ákvörðun verður til vegna þekkingar - ekki - mér finnst -.

Þannig er starfað í Sjálfstæðisflokknum enda er gaman að taka þátt í slíku starfi. Hlusta á ólík sjónarmið og draga svo sína eigin ályktun í framhaldinu.

Allt er þetta án stóryrða og fúkyrðaflaums. Borin virðing fyrir skoðunum annara - Já líka þeim sem maður er ekki sammála.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.11.2010 kl. 07:44

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég er sammála Ólafi, það er í sjálfu sér auðvitað ekkert að því þó fulltrúar sjónarmiða andstæðum stefnu og hugsjónum okkar sjálfstæðismanna kynni þau á fundum á okkar vegum. Ég verð þó að setja stórt spurningarmerki þegar um er að ræða fyrirlestur á vegum stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins eins og mér skilst að hafi verið raunin með erindi Þorsteins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2010 kl. 08:13

3 identicon

Ég er hlynnt aðild að ESB.

Hef hins vegar enga trú á að Þorgerður verði í leiðtogahlutverki verði nýr flokkur stofnaður sem hlynntur er aðild að ESB.

Hún leitar vafalaust leiða til að framlengja pólitíska lífdaga sína.

Ég held að það takist ekki.

Sama hef ég eiginlega að segja um Þorstein Pálsson.

Sé engan leiðtoga þar.

Ég held að þetta sé heldur ofmælt hjá Páli.

Rósa (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 08:18

4 identicon

Þorgerður ætti  að sýna sama dug og Ellert og viðurkenna að hún átti aldrei heima í Sjálfstæðisflokknum. Var þar komin á vegum pabba og fyrir hann, en sinnið alltaf annarsstaðar og með öðru fólki sífellt dansað.

Kuldaboli (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 09:25

5 identicon

Ég vil vekja sérstaka athygli á stórkostlegri setningu sem er um leið hápunktur umræðunnar hingað til:"Ég er sammála Ólafi, það er í sjálfu sér auðvitað ekkert að því þó fulltrúar sjónarmiða andstæðum stefnu og hugsjónum okkar sjálfstæðismanna kynni þau á fundum á okkar vegum." Hjörtur sem sagt að tala um fólk úr öðrum flokkum? Fólk sem hefur aðrar hugsjónir og aðra stefnu? Kveðja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 09:53

6 identicon

Hrafn.  Verðurðu ekki leiður á sjálfum þér.. í þessar krossferð heimskunnar og það í vinnutíma hjá hinu opinberra sem þú ert að svíkjast um í...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 19:59

7 identicon

Guðmundur 2!

ég er í krossferð gegn heimsku og fáfræði. Ég vinn á breytilegum vöktum. Í hreinskilni sagt þá hef ég gaman af rökræðum. Kveðja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband