Björgvin G. fær samkeppni frá Árna Páli

Björgvin G. Sigurðsson ósakhæfur fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar lýsti sjálfan sig fávita síðast liðinn sunnudag. Arftaki Björgvins G. í ráðherrastól viðskipta, Árni Páll, skoraði dimmrödduðu bernskuna á hólm í kvöldfréttum Sjónvarpsins þegar hann sagði kjördæmaskipun landsins rót spillingar.

Gerum landið að einu kjördæmi, segir Árni Páll, og þá hverfur spillingin. Hann sagði líka að kreppan hyrfi, krónan styrktist og sól skini í heiði um leið og við sæktum um aðild að Evrópusambandinu.

Samfylkingin laðar til sín bestu syni landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skellti upp úr við að lesa þetta.

Lokasetningin er frábær.

Sannkallaðir andans jöfrar þessir vitleysingar tveir.

Grátbroslegir menn.

Takk.

Rósa (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 20:18

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Skrítið hvað þetta er einfalt.

Þeir sem hafa áhuga á ESB þeir eru heimskir.

Vá hvað ég hlýt að vera krár að vera á móti ESB!

Sic.

Guðjón Sigurbjartsson, 23.11.2010 kl. 21:22

3 identicon

Guðjón eftir lestur síðu þinnar hef ég komist að því að svo er ekki því miður. Það er ef ég gef mér að þarna eigi að standa klár.

Yeboah (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 22:02

4 identicon

Skemmtileg færsla!

Hvernig getum við , almúginn, ákveðið hverja við eigum að skilgreina sem " bestu syni landsins"?

Agla (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 22:24

5 identicon

Enn ein færslan með níð um fólk !

Páll Vilhjálmsson á launum hjá kvótaeigendum og eigendafélagi bænda við að bera út níð um fólk, ef það styður inngöngu Íslands í ESB !

JR (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 22:54

6 Smámynd: Jón Sigurðsson

og Adams synirnir og Evu dæturnar eiga sín leyndarmál. Ekki má gleyma hinum djúpvitru og einörðu konum sem setja svo skemmtilegan svip á Samfylkinguna og leiða hana og þjóðinna til farsælla verka. Gildir þá einu dagsetningar, leiðtogahæfileikar eða vit á hlutunum. Þau gilda enn orðin sem hinn ásakaði fyrrum stjórnmálaforningi sagði " Guð blessi Ísland"

Jón Sigurðsson, 23.11.2010 kl. 23:10

7 identicon

Það er engin skortur á mannvitsbrekkum í Samfylkingunni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 00:09

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Enn ein færslan í felum..... Tilefnið: sannsögul,spaugileg,snilldar skrif um atferli og yfirlýsingar ráðherra Samfylkingar í og eftir Hrun. Guð blessi Ísland.             

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband