Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Vinstristjórnin frestar efnahagsbata
Skortur á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar frestar efnahagsbatanum. Atvinnustefna stjórnvalda er á reiki, endalaus frestun á aðgerðum til að mæta skuldakreppu húseigenda, herförin gegn útgerðinni og misvísandi skilaboð um endurreisn fjármálakerfisins veldur töfum á endurreisn efnahagslífsins.
Til viðbótar er ríkisstjórnin ósamstíga í almennu uppgjöri við hrunmenningu síðustu ára. Samfylkingin gaf út aflátsbréf til sinna ráðherra en Vinstri grænir vildu ákæra persónur og leikendur án tillits til flokksskírteinis. Ekki þarf að hafa mörg orð um andstæðar skoðanir um Evrópumál.
Vinstristjórnin hangir í stjórnarráðinu vegna þess að stjórnmálaelítan sameinast um að Jóhönnustjórnin sé skásti kosturinn í núverandi stöðu. Allir flokkar, utan Hreyfingin, eru hræddir við fólkið í landinu og vilja ekki kosningar í bráð.
Spá um hagvöxt ákveðin vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við hverju býst ríkisstjórnin ??
Hér verður engin hagvöxtur fyrr en forsvarsmenn fyrirtækja og almenningur sér ljós í myrkrinu. Þar heldur ríkisstjórnin á öllum spilum !
Hér eru engar framkvæmdir, hvorki á vegum hins opinbera né í einkageiranum og allt gert til að draga úr einkaneyslu. Stórauknir skattar, lamað atvinnulíf og heimili í skuldaklafa og engin örvun af hálfu ríkisstjórnarinnar til atvinnulífs né neytenda til að auka neyslu eða til fjárfestingar.
Menn gleyma því að við lifum ekki eingöngu á því að selja fisk og framleiða ál. Umræðan í fjölmiðlum er um mikilvæga atvinnuvegi eins og ferðaþjónustu og fiskiðnað en við ræðum það ekki að langstærsti hluti efnahagslífsins hér þrífst á því að við seljum hvort öðru vörur og þjónustu !
Ríkistjórn Íslands - Drattist úr sporunum og komið með hvata til að auka neyslu og fjárfestingu.
Þá kemur hagvöxtur !
Neytandi (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 12:27
Rikisstjorn Islands er illa vid neyslu og fjarfestingu.
Henni er illa vid heilbrigda skynsemi.
Ta a ad lifa a ljodalestri, bankastarfsemi og tjonustu vid alla hina alveg eins og 2007.
Versta rikisstjorn islandssogunnar.
..Var svo sem ekki vid ødru ad buast
jonasgeir (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 12:38
Er ekki alltaf verið að tala um hér búi svo gáfuð þjóð í góðu landi Jón Ágeir eða er það jonasgeir?
Hver orti þennan Weltschmerz ?:
Kveiktu ljós hjá leðurblöku,
láttu Templar dæma vín.
gefðu hundi heila sköku,
honum Mogga kvæðin þín.
Halldór Jónsson, 23.11.2010 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.