ESB-RÚV í samfóplotti

Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Baldur Þórhallsson, fær sérstakan vettvang í Spegli RÚV í kvöld til að kynda undir ófriðarbáli í Vinstri grænum. Baldur á ekki orð til að lýsa hneysklun sinni á Ögmundi í frjálslegu viðtali Speglisins er ígildi þess að láta yfirlýstan vinstri grænan fjalla um innanbúðarmál sjálfstæðismanna.

Baldur klappar Nató-steininn sem þau Jóhanna og Össur gáfu skilaboð um að ætti að nota gegn Vinstri grænum.

Plott Samfylkingarinnar er að auka óeiningu innan Vinstri grænna en jafnframt að viðra sig upp við Sjálfstæðisflokkinn.

Sókn Samfylkingar gegn Vinstri grænum er skipulögð og margra þátta.  Steingrímur J. fékk á sig högg í morgun þegar upplýsingum um óeðlilegar stjórnvaldsráðstafanir hans var lekið í Fréttablaðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skal leiðrétt að blaðamaðurinn fékk upplýsingarnar samkvæmt upplýsingalögum, en Steingrímur er orðinn svo samdauna leyndarhyggjunni að hann áttar sig ekki á að hann er opinber fulltrúi.

Annars botna ég ekkert í því af hverju Samfó ætlar að dundra samstarfsflokki sínum í stjórn. Þeir halda varla að þeir geti knúið Steingrím til hreinsanna.  Ertu að segja að þeir haldi karlinn einvaldann á þinginu?  Eða ertu að meina að það sé einhverskonar  daethwish komið í Samfó og þeir vilji sprengja stjórnina? Það verður eina niðurstaðan.

Ég ætla að vona að þú sért ekki að meina að Samfó hali að þeir geti hrakið VG úr stjórninni og setið einir að vödlum. Þá værir þú nú geggjaðri en ég hélt.

Er þessi samsæriskenning sprottinn af ótta sjálfstæðismanna fyrir að þurfa að setjast í stjórn. Mér sýnist nefnilega einhverskonar deathwish hafa gripið um sig hjá íhaldinu ef mið er tekið af atgangi ykkar gegn Hagsmunasamtökum Heimilanna og þeirra sem bágast standa, svo sem ljóst er af skrifum þínum undanfarið.

Þótt ég samsinni þér um Evrópubandalagið, þá er langur vegur frá að ég fallist á hægra ofstæki þitt. Það er jafnvel sínu verra prospekt fyrir þjóðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 19:16

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll: þegar menn eru komnir með paranoiu á þínu stigi er rétt að staldra við og spyrja sig nokkurra spurninga, jafnvel líta í spegil...

hilmar jónsson, 22.11.2010 kl. 20:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þessi atlaga hófst þegar Jóhanna stillti Ögmundi upp við vegg í nóv. 2009 vegna seinni ICEsave samningsins.

Síðan þá hefur stjórnin verið óstarfhæf, komið engu í verk.

Stóra spurningin er aftur á móti af hverju hafa leiðir ekki skilið, er verið að rífast um hundinn????

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband