Einkamál Marinó er opinbert

Kvótaeigandi sem kæmi fram fyrir hönd eigenda kvóta á opinberum vettvangi gæti ekki gert kröfu um að fjölmiðlar segðu ekki frá kvótanum - jafnvel þó eiginkonan væri meðeigandi. Marinó G. Njálsson er talsmaður hagsmunafélags þeirra sem skulda húsnæðislán. Hann getur ekki beðist undan því að fjölmiðlar greini frá húsnæðislánum sem hann skuldar.

Almenningur á rétt á upplýsingum um persónulega hagsmuni þeirra sem standa í opinberri baráttu um tiltekin málefni að því gefnu að um skörun sé að ræða. Í tilfelli Marinó er skörun. Kröfur sem hann setur fram eru beintengdar persónulegum hagsmunum Marinó.

Marinó getur gert kröfu um að rétt sé farið með hans mál í fjölmiðlum en ekki að fjölmiðlar þegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert það ekki þú sem hefur hæðst að fólki í vanda og kallað það óráðssíufólk? Er það kannski líka í lagi? Ég hef nú ekki séð úttekt á skuldum kvótaeigenda, enda er það ef til vill ekki eins aðkallandi.

marat (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 15:59

2 identicon

Ég er algjörlega ósammála, Þér né öðrum kemur ekkert við hvað viðkomandi aðili skuldar, þó svo hann vinni fyrir almenna hagsmuni. Allt í þessu gjörspillta samfélagi ber keim af öfund, hroka og heimsku. Vona að þú kjósir til stjórnlagaþings. Gæti verið eina batavon Íslands, ef þú kýst óháður.

Kalla Lóa Karlsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er rangt metið Páll, þá sérstaklega þar sem að þú virðist gefa þér þá forsendu að stjórnarmaður í hagsmunasamtökum eigi eiiki sjálfur að eiga neinna hagsmuna að gæta.

Það er röng nálgun. Þetta er ólaunað starf. Það er ekkert óeðlilegt að fólk verja sína hagsmuni.

Það er eins og að segja að í Félagi smábátaeigenda megi ekki vera menn sem eiga báta, engir læknar skuli vera í Læknafélagi Íslands.

Eru þessir aðilar líka sekir um "skörun"?

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 16:11

4 Smámynd: Karl Ólafsson

Ef það er sjálfsagt og eðlilegt að fjalla um persónuleg lánamál einstaklings sem berst fyrir leiðréttingu húsnæðislána almennings í landinu, er þá ekki jafn sjálfsagt að fjalla um sambærilega stöðu þeirra sem hvað harðast berjast gegn almennum aðgerðum? Getur verið að í þeirra hópi leynist einhverjir sem lítið sem ekkert skulda og þeir myndu því ekki 'hagnast' persónulega á almennum aðgerðum og því eru þeir á móti þeim?

Karl Ólafsson, 22.11.2010 kl. 16:15

5 Smámynd: Gunnar Waage

akkúrat, Karl!

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 16:17

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hagsmunasamtök heimilinna eru frjáls félagasamtök, sennilega er mest öll vinna ef ekki öll unnin í sjálfboðavinnu.  Það væri nær að grennslast fyrir um það hversu mikilla hagsmuna þeir eiga að gæta sem leggjast gegn því að einhver leiðrétting fari fram á stökkbreyttum skuldum heimilanna.  Eru þar á ferð fjármagnseigendur sem missa spón úr aski sínum verði þeim gert að deila kostnaði við gengishrun krónunnar og skattahækkanir Steingríms á móti skuldurum.   Eða eru þar á ferð stjórnmálamenn sem eru á mála(þegið styrki) frá auðmönnum/fjármálafyrirtækjum.  Mér finnst öllu meiri ástæða til að kanna það, það er varla hægt að segja að þvergirðingsháttur varðhunda fjármagnsins sé eðlilegur.

Kjartan Sigurgeirsson, 22.11.2010 kl. 16:27

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nákvæmlega Karl Ólafsson. Með sömu rökum hljótum við að eiga rétt á að vita nákvæma eigna- og skuldastöðu Steingríms Joð og allra í ríkisstjórninni, Páll? Þá mætti líka krefjast þess að blaðamenn upplýsi um öll sín félagsmála og pólitísku tengsl í gegnum tíðina. Annars eru þeir ekki hæfir til að fjalla um dægur- og stjórnmál?

Guðmundur St Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 16:33

8 identicon

Er ekki eðlilegast að allir geri grein fyrir hagsmunum þeirra sjálfra strax í upphafi sem fara fyrir hagsmunasamtökum, svo að það fari ekki á milli mála og ekki hægt að nota gegn þeim eftirá eins og í þessu tilfelli?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:04

9 identicon

Hárrétt Páll!

Marinó tók sjálfur þá ákvörðun að hætta vegna þess að fjölmiðill ætlaði að birta skuldastöðu hans.  Þau viðbrögð eru öll á hans ábyrgð.  Fjölmiðlar beinlínis eiga að upplýsa um svona hluti.

Það er staðreynd að margt fólk flippaði gjörsamlega út og gerði upp á bak í lánærinu.  Fullorðið fólk sem gerir svona hluti á ekki inni skeiningu frá almenningi.

Fjandinn hafi það!  Fyrir 150 millur geturðu keypt heilan stigagang!!  

Aftur á móti er til margt ungt fólk sem kom inn á markaðinn í þessu ástandi og fjárfesti í HÆFILEGA dýrum eignum.  Skuldir þess fólks eru að líkindum að hámarki 40 milljónir eftir hrun. 

Þessu fólki á að hjálpa en ekki flottræflum og óreiðufólki.

núman (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:23

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Páll, ekki er ég sammála þér í þessu máli.

Fyrir það fyrsta var Marinó genginn úr stjórn HH þegar DV birti "fréttina".

Í öðru lagi er um að ræða samtök sem rekin eru sem grasrótarsamtök, þ.e. ekki er um launaða vinnu stjórnarmanna að ræða.

Í þriðja lagi eru HH samtök sem stofnuð eru til að gæta hagsmuna heimilanna, nú um stundir eru lánamál að sliga meira en helming heimila í landinu.

Í fjórða lagi er eðlilegt að þeir sem sytja í stjórn hagsmunasamtaka hafi einhverra hagsmuna að gæta sjálfir.

Í fimmta lagi hlýtur að vera hægt að gera á lágmarkskröfu til fjölmiðla að þeir fjalli um málefni í stað manna. Eiga fjölmiðlar að velta sér upp úr einkamálum ráðherra þegar umdeild frumvörp eru lögð fyrir þingið?

Þessi "frétt" DV er málefnaminni en skrif þeirra sem verst tjá sig á bloggsíðum og er margt undarlegt og rætið sem á þær kemur!

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2010 kl. 17:52

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Almennt gildir í opinberri umræðu að menn gefi upp nafn og kennitölu. Þegar um sértækari hagsmuni er að ræða s.s. niðurfellingu húsnæðisskulda, afskriftir fyrirtækja, úthlutun kvóta og breytingar á lögum um hlutafélög, svo eitthvað sé nefnt, er eðlilegt að persónulegir hagsmunir þeirra sem standa að umræðunni séu þekktir.

Tökum tilbúið dæmi. Ef maður berst fyrir því að fyrirtæki með innan við 100 m.kr. í veltu verði undanþegið skatti þá hlýtur að skipta máli fyrir umræðuna hvort viðkomandi eigi sjálfur fyrirtæki sem nyti skattfrelsis.

Marinó hefur fullan rétt til að berjast fyrir hagsmunum skuldugra húseigenda. Almenningur á rétt á að vita um persónulega hagsmuni sem Marinó kann að hafa af úrslitum mála. Það er fullkomlega eðlilegt.

Páll Vilhjálmsson, 22.11.2010 kl. 18:05

12 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Ég held að þetta hafi verið skot í myrkri. Sennilega myndir þú ekki hitta belju þótt þú héldir í halann á henni.

Dæmi um þá sem ekki hafa hagsmuni að gæta en eru þó í því starfi að gæta hagsmuna, eru t.d. verkalíðsforkólfar með 1,5 millur á mánuði. Þú ættir að sjá það, nema þú sért ennþá í myrkrinu, að þetta gengur náttúrulega ekki...........

Til þess að árangur náist, verða menn að hafa eitthvað að berjast fyrir í eigin ranni. Sumir ganga svo langt að fórna lífinu fyrir málstaðinn, en við köllum það víst hryðjuverk í dag. Þannig menn og konur voru þjóðhetjur áður en þú fæddist...

Guðjón Emil Arngrímsson, 22.11.2010 kl. 18:10

13 Smámynd: Gunnar Waage

Ég get ekki fallist á það, eitt helsta barráttumálið hjá honum er niðurfærsla á höfuðstól aka leiðrétting sökum óeðlilegrar gengisþróunar.

Það er ekkert að því að bera fram mótrök í því sambandi og veit ég ekki hvort ég er endilega fylgjandi þeirri leið eins og hún kemur af kúnni.

En að skuldastaða Marínós komi málinu við eða hafi áhrif á mögulega niðurstöðu í málinu, það tel ég mjög ólíklegt. Við þyrftum þá að gefa okkur að Marínó væri í aðstöðu til þess að klára málið einhliða.

Þetta eru alfarið tvíhliða viðræður Páll, fæ ekki séð hver spurningin er sem við verðum að fá svarað. Eins, eru þá ekki ansi margir sem þurfa að setja þessa persónuuplýsingar fram, allir þeir sem talað hafa fyrir sams konar lausnum svo ekki séu ritstjórnir einkafyrirtækja að taka ákvörðun um hver skuli svara og hver ekki?

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 18:14

14 identicon

Hér er ég sammála Páli. Það hafa allir rétt á að berjast fyrir hagsmunum sínum. Menn geta meira að segja sameinast í hagsmunasamtökum og berjast fyrir sameiginlegum málum. Um leið hins vegar og valin eru tiltekin baráttumál geta leiðir skilist. Það eru t.d. ekki allir skuldarar erlendra lána sem hafa hag af því að breyta þeim í íslensk lán. Það eru ekki allir sem fá málum sínum borgið með flötum niðurskurði. Þess vegna er nauðsynlegt að persónulegir hagsmunir þeirra sem helst móta baráttumálin liggi fyrir. Annað er óheiðarlegt.

Hvað viðbrögð Marinós varðar, sýnist mér hann hafa hlýtt fyrirmælum sem hljóða svo á ensku: If you can't stand the heat, get out of the kitchen. Það eru ekki allir sem þola hita opinberrar umræðu og eru ekkert verri fyrir vikið.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 19:04

15 Smámynd: Karl Ólafsson

Páll, það er bara ekki hægt að samþykkja það að almenningur eigi einhvern rétt á því að vita um skuldastöðu einstaklings sem talar fyrir tilteknum málstað. Nú hafa þó nokkrir þingmenn tekið undir og talað fyrir almennum aðgerðum líkt og HH hafa talað fyrir. Á almenningur þá einhverja heimtingu á að vita nákvæm deili á skuldastöðu þeirra allra? Já, kunna sumir að segja, en er það svo ef grannt er skoðað? Hvar liggja mörkin?

Dæmið í grein þinni um kvótaeigandann er líka afleitt og passar illa við, í það minnsta eins og þú setur það fram. Það kemur engum á óvart að sá sem talar fyrir hagsmunum kvótaeiganda skuli sjálfur, eða aðili honum tengdur, eiga kvóta sem hann hafi hagsmuni af að verja, á sama hátt og Marinó og eiginkona hans eiga fasteign eða fasteignir. Það sem hér um ræðir er hins vegar hvort það komi einhverjum við í umræðunni hversu mikið þessi kvótaeigandi kann að skulda persónulega vegna t.d. kaupa hans á þessum kvóta. Ég man ekki til þess að mikið hafi verið fjallað um kvótaeigendur með þeim hætti. Rætt hefur verið um skuldastöðu útgerða, en mig rekur ekki minni til að persónuleg fjármál kvótaeigenda hafi verið til umfjöllunar með þessum hætti. Persónulega kemur mér ekki við hvort menn skulda í sínum kvóta, eða ekki, kvótaviðskipti hérlendis hafa ekki verið með eðlilegum hætti árum saman, en það er bara allt annað mál og ekki til umræðu í þessum þræði geri ég ráð fyrir. Það er hins vegar vissulega efni í heilan greinabálk hvernig nokkrir einstaklingar högnuðust persónulega á kvótakerfinu sem slíku á kostnað heilu byggðarlaganna.

Karl Ólafsson, 22.11.2010 kl. 23:14

16 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Rökin sem þú notar í tilbúna dæminu eru ágæt en ekki í máli Marínós, en hann er í svipaðri stöðu og lögmaður sem flytur mál fyrir dómstólum. Persónuleg mál lögmannsins skipta engu máli og umræður um þau aðeins til þess fallið að drepa málinu á dreif.

Marinó er að berjast fyrir hönd þeirra fjölmörgu sem eru sammála honum og því eru ekki um þrönga sérhagsmuni að ræða eins og í tilbúna dæminu.

 

Það mætti svo sem ráða lögmann til að segja það sama og Marinó. Niðurstaðan er þó alltaf sú sama. Málið þarf að reyfa og ræða opinberlega og komast að niðurstöðu.

Benedikt Halldórsson, 22.11.2010 kl. 23:28

17 identicon

Vil benda á að Marinó er formaður í félagasamtökum og virkur þátttakandi í mjög pólitískri umræðu. Hann var ekki kosinn til þessara verka, ólíkt þingmönnunum í dæminu hjá Karli, og því engin leið að reka hann. Sem slíkur verður Marinó að vera viðbúinn því að almenningur hafi hagsmuna að gæta að vita um hans einkamál, og slík gagnrýni er á ábyrgð fjölmiðla til að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir. Sjálfboðastarf þýðir ekki að lýðræðisleg gagnrýni eigi ekki rétt á sér, lýðræðisleg gagnrýni er réttmæt þegar um störf í almannaþágu er að ræða, eða sem viðkoma almenningi á einhvern hátt. Lýðræði snýst um að treysta fólki til að greina á milli þess sem er rétt og rangt, ekki að segja því hvað telst rétt eða rangt.  

kkk (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 16:06

18 Smámynd: Gunnar Waage

Nei þetta er rangt, einkamál Marínós og hans fjölskykdu koma málinu ekkert við.

Það nægir að meta tillögurnar eins og þær koma fyrir, annað er skrílsháttur og skortur á rökhyggju.

Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 16:34

19 identicon

Einkamál Marinós hafa áhrif á stöðu hans sem lýðræðislegan fulltrúa og samningsaðila fyrir hönd tiltekins hóps af fólki sem hefur áhrif á skattgreiðendur og lýðræðislega kjörna fulltrúa á þingi sem eru að semja við samtökin sem Marinó fer fyrir. Slíkar upplýsingar eiga ekki de facto að vera í felum. Lýðræðislegur þroski hlýtur að miða við það hvernig fólk ræður við upplýsingar. Það að skuldastaða Marinós sé gerð að opinberu umtalsefni í þessu samhengi þarf ekki að vinna á móti Marinó, einsog margir hafa bent á hér að ofan þá treysta þeir honum til að vinna gott starf þrátt fyrir þessar upplýsingar. Ég vil hafa val um að taka upplýstar ákvarðanir sem einstaklingur sem verður fyrir beinum eða óbeinum áhrifum af samningum sem gerðir eru við félagasamtökin sem Marinó er í forsvari fyrir. Skrílsháttur snýst einmitt um að vilja fela sannleikann eða stýra upplýsingum af því að fólki er ekki treystandi. Lýðræði þar sem um ræðir ókjörna fulltrúa sem hafa völd og áhrif verður að byggja á því að þeir sem eiga að samþykkja slík völd séu vel upplýstir til að hægt sé að réttlæta valdastöðuna.   

poi (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 20:21

20 Smámynd: Gunnar Waage

Ég sé bara ekkert sem styður þetta. Hverju breytir fjárhagsstaða Marinós um gæði tillögunnar?

Ég fæ bara ekki séð það. Ég held að hér sé aftur á móti einhver allsherjar paranoia sem er til komin af að fólk er hætt að treysta eigin dómgreind.

Ég treysti mér alveg til að dæma um gæði tillagna burt séð frá persónulegum flutningsmanns. Eina ástæðan fyrir því að maður myndi krefjast upplýsinga um viðkomandi væri ef að grunur væri um að maðurinn sæti að einhverju leyti báðu megin við borðið og væri í aðstöðu til að taka einhliða stefnu í málin án aðkomu gagnaðila.

Greiðslu eða skuldastaða Marinós fellur bara ekki undir það.

Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 20:29

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

Rétt að benda á að í skýrslu RNA er tafla með skuldum allra Alþingismanna sem skulda meira en 100 milljónir, einmitt til að sýna hvort þeir eigi persónulegra hagsmuna að gæta í meðferð skulda og tengdum málum.

Þó svo þarna var verið að birta einkaupplýsingar um hagi þingmannanna þótti það réttlætanlegt að hugsanlegir hagsmunir þeirra væru leiddir í ljós með þessum hætti.

Það er óþægilegt fyrir Marínó að upplýsingar um skuldir hans sé gerðar opinberar, því þær eru svo háar. Þar með er hann í huga fólks ekki með sama hætti fulltrúi "venjulegs" fólks (með "venjulegar skuldir") heldur frekar fulltrúi þess hóps fólks sem fór óvarlega og situr með skuldir sem hefðu verið mjög háar þó svo gengið hefði EKKI hrunið.

Skeggi Skaftason, 23.11.2010 kl. 22:04

22 identicon

Það er áhugavert að nánast allir (með einhverjum undantekningum) sem tjá sig hér í athugasemdakerfinu og telja rétt að upplýsa um skuldamál Marínós kjósa að tjá sig undir dulnefni (t.d. poi, kkk, núman).

Hitt finnst mér ennþá undarlegar þegar hann er útmálaður sem óráðsíuseggur. Hann er með 6 manna fjöldskyldu og byggir einbílishús en stór hluti fermetrafjöldans skírist af kjallari sem hann kaus að fylla ekki uppí. Ekkert óeðlilegt við það. Hann hisnvegar nær ekki að selja raðhúsið og situr uppi með skuldir af 2 húsum sem svo tvöfaldast við hrunið.  Hvað nákvæmlega er óráðsía í þessari sögu ?

Er það einbýlishúsið ? Er það verra en einstaklingurinn sem keypti 150 fm. íbúð í blokk á 100% erlendu láni og er núna að fá afskriftir af því láni hjá sínum banka ?

Þannig er nefnilega lífið í skjaldborginni. Þeir sem fóru varlega fá að bera sitt tjón að fullu (eða með refsingum ef Árni Páll fær að ráða). Þeir sem fóru óvarlega fá afskrifað, annaðhvort beint af bankanum eða í gegnum sértæka skuldaðlögun.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband