Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Björgvin G. lýsir sjálfan sig fávita
Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra segir í hrunbók sinni að honum sem ráðherra hafi verið ókunnugt um stofnun Icesave-reikninga Landsbankans í Hollandi sem hafa bakað þjóðinni skaðabótakröfur sem hlaupa á tugum milljarða króna. Stöð 2 rakti í kvöld fjölmiðlafréttir sem voru af stofnun Icesave-reikninga í Hollandi vorið 2008.
Fréttastofa Stöðvar 2 bar þessar fréttir undir Björgvin G. Sigurðsson. Svarið sem hann gaf var að þar sem ekki hafi borist formleg tilkynning til stjórnarráðsins um að Landsbankinn hafi stofnað Icesave-reikninga í Hollandi þá vissi hvorki hann né aðrir ráðherrar um tilvist reikninganna.
Sem sagt: Allir fjölmiðlar vissu um reikninga Landsbankans í Hollandi og allur almenningur vissi líka um þá. Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra vissi hins vegar ekki um reikningana vegna þess að ráðuneyti hans hafði ekki borist tilkynning um þá.
Hvers vegna ætti þjóðin að halda Björgvini G. uppi á þingfararkaupi þegar hann ætti að vera á örorkubótum?
Athugasemdir
Það er af því að hann er ekki eini fávitinn og bara einn úr hópi um 300 hundruð þúsund sem hér búa.
Einar Guðjónsson, 21.11.2010 kl. 19:26
Mjög góð spurning.
Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 19:47
Ja hérna
Halldór Jónsson, 21.11.2010 kl. 20:21
Páll,í neðstu línu ritar þú um örorkubætur,ég efast um að þessi Björgvin gæti framfleitt sér á þeim launum,sem eru svívirðilega lágar og niðurnjörvar fólk í fátækt.
Númi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 22:29
Úff, hann er ískyggilegur. Hvernig færum við að án Björgvins
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.