Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Steingrimur J. pantaði stalínískt lófaklapp
Í lok upphafsræðu sinnar á landsfundinum krafðist Steingrímur J. formaður stalínískrar hyllingar viðstaddra sem hann og fékk með lófataki. Hugur fylgdi ekki máli enda sjái allir í gegnum kjánalegu taugaveiklun formannsins. En þar sem enginn ætlaði að skora Þistilfjarðarpilt á hólm lét fólk sér líka að sýna hjarðhegðun.
Valdaákefð Steingríms J. og forystunnar er að verða pínleg fyrir sígilda ísenska vinstrimenn sem hvorttveggja er annt um fullveldið og hafa andstyggð á hernaðarbrölti. Fullveldinu er ógnað með umsókninni um Evrópusambandsaðild og utanríkisráðherra landsins endurnatóvæðist og temur sér tungutak krata kaldastríðsins.
Steingrímur J. gæti staðið uppi með völdin óskert en kostnaðurinn yrði fyrirlitning fyrrum samherja.
Líkjast kommúnistaflokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Í lok upphafsræðu sinnar á landsfundinum krafðist Steingrímur J. formaður stalínískrar hyllingar viðstaddra sem hann og fékk með lófataki."
Með hvaða orðum nákvæmlega krafðist Steingrímur þessarar hyllingar?
Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 17:13
Þetta er Lilja Móses klassík. Hún hleypur beint heim, brýnir hnífana, og rekur þá strax í bakið á Steingrími.
Hún gat aldei spilað fóbolta sem barn því hún sótti alltaf á eigið mark.
Með svona vini þarf maður ekki óvini. En hvernig var það, voru þetta ekki slétt skipti á henni og þráni? Gleymdi Lilja að færa sig yfir?
Það er nefnilega til hreyfing fyrir fólk eins og Lilju og hún heitir Hreyfingin (eða heitir hún ekki það enn þá?)
Oddur Ólafsson, 21.11.2010 kl. 17:25
Lilja sór eið sem þingmaður,hann heldur.
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 18:20
"Í lok upphafsræðu sinnar á landsfundinum krafðist Steingrímur J. formaður stalínískrar hyllingar viðstaddra sem hann og fékk með lófataki."
Ég ítreka spurningu Björns B:
Með hvaða orðum nákvæmlega krafðist Steingrímur þessarar hyllingar?
hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 18:36
Hilmar og nafni: Það þarf ekki alltaf orð til að kalla fram ákveðna hegðun eða athafnir!
Björn (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:31
Stalín sagði ekki við kommúnistasamkomurnar "klappiði nú" en þeir urðu ekki langlífir sem ekki klöppuðu.
Svo þið orðhengilsmenn lesið sögubækurnar ykkar.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:40
Páll, ég ítreka spurningu mína í færslu nr. 1. Getur þú svarað henni eða ekki?
Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 19:50
Fyrir aulana sem þykjast ekkert vita,
http://dagskra.ruv.is/ras1/4536905/2010/11/19/0/
Páll Vilhjálmsson, 21.11.2010 kl. 19:56
Það eru margir aular á þessari síðu, auk síðuhaldara.
Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 20:19
Ótrúlegir snillingar eru þetta sem kratakommarnir eiga til að reyna trölla síðuna með gáfulegum innleggjum. Þýðir ekkert að segja þeim að jólasveinninn sem setur í skóinn þeirra er einhver fjölskyldumeðlima. Ekki þess virði að eyða tíma til að svara þessu liði.
Steingrímur Júdas Sigfússon er ógeðefldasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar og er langt kominn að gera flokkinn jafn vonlausan og Samfylkinguna. Það verður ekki langt að bíða að hann springur í loft upp, eins og þingmenn flokksins eru augljóslega að gefa í skin. Meirihluti kjósenda Vinstri grænna ótrúlegar gungur að hafa ekki risið upp og mótmælt að Steingrímur hefði rænt þeim atkvæðum sínum og nýtt fyrir afbrigðilegar kenndir sínar að leika einræðisherra í stíl óþverra sem ríktu í austri. Ekki leiðum að líkjast.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:34
Komið þið sæl; Páll - og aðrir gestir þínir !
Björn Ísfirðingur !
Ég mótmæli harðlega; yfirlýsingu þinni, í garð Páls, hér með. Páll Vilhjálmsson; er einn okkar einlægustu þjóðfrelsissinna, og vil ég allra sízt, sjá slíka umsögn um hann, frá Ísfirzkum vini mínum, í Grindavík suður, Björn minn.
Með kveðjum góðum; vestur yfir - sem víðar um, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:51
Steingrímur Joð: "höfum við umboð og stuðning frá flokknum til þess að halda þessari baráttu áfram, við skulum bara fá það á hreint" ...Lófatak. Þetta kalla ég pantað
ari (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 21:06
Steingrímur er hættulegur stjórnmálamaður og búinn að eyðileggja flokkinn. Steingrímur ætti að drífa sig með Árna Þór og Björn Val yfir í samfylkingarskrímslið.
Elle_, 21.11.2010 kl. 22:04
Páll að slengja svona kjaftæði fram er ekki bara ódýrt og heimskulegt, heldur lýsir það alveg ótrúlega smáum karakter...
Sé ekki að linkurinn sem þú vitnar í réttlæti eða skýri á nokkurn hátt bullið úr þér, frekar að það útskýri samhengisleysið í þér..
hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 22:54
Þeir sem voru á fundinum geta staðfest það sem Páll segir um það að Steingrímur gerði hlé á ræðu sinni og beið eftir hyllingunni sem var að lokum framteitt í áköfu lófataki. Það voru tvær nafnkunnar klappstýrur sem kveiktu loks á perunni og settu atriðið af stað.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2010 kl. 22:59
djísúskræst, þvílíkir skrifarar safnast að þér Páll.
Ég sendi allavega heillakveðjur austur yfir ár Óskar minn Helgi og þakka þér hollar kveðjur til Páls sem ég vil gera að mínum. Það er hressandi að heyra þín traustu rödd.
Halldór Jónsson, 21.11.2010 kl. 23:04
OK, Óskar Helgi og Páll síðuhöfundur.
"Í lok upphafsræðu sinnar á landsfundinum krafðist Steingrímur J. formaður stalínískrar hyllingar viðstaddra sem hann og fékk með lófataki."
Með hvaða orðum nákvæmlega?
Hef ekki fengið svar við því.
Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 23:26
Ef mönnum líkar ekki ljótu orðin okkar, geta þeir alltaf kennt Davíð um. Honum verður hvort eð er kennt um alla hluti og öll svik í öllum flokkum. Og vondu veðri - - - ??
Elle_, 21.11.2010 kl. 23:48
Ég vissi alltaf að fyrr eða síðar myndi Lilja sýna lit. Ég hef alltaf haft trú á henni. Og það hefur verið dagdraumur minn lengi að fá að kjósa hana, og kannski Ögmund líka, án þess að þurfa að kjósa afturhaldskommatitta, eða enn verra, landráðsmenn og klósettpappír Samfylkingarinnar og AGS/EU, en Vinstri Grænir skiptast í þrjá flokka, þá sem munu nú fylkja liði með Lilju til sigurs á landsvísu, kommana og klósettpappírinn sem tekur endalausan skít frá Samspillingunni. Lilja var alltaf of góð fyrir þennan flokk, og alla aðra stjórnmálaflokka hér á landi. Niður með tvíhöfða skrýmslið xS/ xD!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Steinn (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:04
Fleiri gerast nú ,,sígildir ísl. vinstrimenn" en eg ætlaði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.11.2010 kl. 00:07
Ps. talandi um Stalín, og hugmyndir um ,,þak á vexti" sem ákveðinn aðili kom með - þá heyrðist mér fræðimaður segja að hann vissi aðeins um einn mann sem hefði lagt slíkt til. það var Stalín. Hann hafði 2% vexti á lánum hergagnafyrirtækja. þau stórgræddu. (boðskapur sögunnar er, að þó stalín sé ekki hér, þá liggja víða fiskar undir steini)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.11.2010 kl. 00:11
Þessi gamli Sjalli, og konan hans sem er gamall Allaballi, ætla bæði að kjósa Lilju Mósesdóttur.
Gamall Sjalli (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:33
Gamli sjalli, Lilja Mósesdóttir er sennilega að meðaltali heiðarlegasti VG-listamaðurinn. Hér er þó það sama og í tölfræðinni þar sem hægt er að rökstyðja að maður sem stendur með aðra löppina í sjóðandi hver og hina í köldu vatni hafi það að meðaltali gott, það er ekki sama við hvað er miðað.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 13:53
Einn mesti falssauðurinn í VG er Árni Þór Sigurðsson,en hann er svo sannanlega úlfur í sauðargæru.Árni Þór er Samspillingarflokksmaður.
Númi (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 18:06
Af hverju eru ekki kommúnistaflokkar bannaðir líkt og nasistaflokkar ??
Hefur fyrrnefnda afbrigðið leitt eitthvað minni hörmungar yfir heimsbyggðina ?
Nei, engin stefna hefur eins mikið blóð í kjölfari sínu og rauða skítastefnan, sem þó er svo falleg sem hreinn texti á blaði, en hefur ALDREI verið iðkuð í sínu tærasta formi.
Líklega er það vegna þess að þeir sem komast til valda í kjölfar þessarar hugmyndafræði eru spilltari og ógeðslegri er fólk er flest, það hlýtur að vera ástæðan !
runar (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 19:32
Komið þið sæl; að nýju !
Vindhögg ýmissa; til Páls síðuhafa, hér að ofan, væru nánast; kúnstug, ef ekki væri um graf alvarlega umræðu að fjalla, hér um slóðir.
Þeir mætu drengir; Hilmar Jónsson, og svo Ómar Bjarki Kristjánsson, geta ekki leynt endalausri flokka hollustu sinni, svo sem.
Hvenær; hyggjast þeir, sem margur annar, taka á sig rögg - og kveðja steingelt og rotið stjórnmálaflokka kerfið íslenzka, og reyna á fá svolítið persónulegri sýn, á stöðu mála ?
Svo; ég bryddi aðeins, upp á þeim punkti, að nokkru.
Með; þeim sömu kveðjum - sem áður, og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 20:51
Þingmaður VG lýsir fundinum hér
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.