Grunaður glæpamaður bankastjóri

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Sögu banka er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á ólögmætum blekkingum til að halda uppi hlutabréfaverði í Glitni. Verði hægt að sanna sekt Þorvalds Lúðvíks er staðfest að hann sé innsti koppur í búri spillingarliðsins sem hratt efnahagskerfinu fram af bjargbrúninni haustið 2008.

Stjórn Sögu er haldin meðvirkni af háu stig og samþykkir einróma að halda grunuðum glæpamanni við stjórnvöl bankans. Jafnframt fer stjórnin fram á það að sérstakur saksóknari flýti rannsókninni á Þorvaldi Lúðvík.

Undirmálin í skilaboðum stjórnarinnar eru þessi: við viljum sýknu í máli Þorvaldar Lúðvíks. Hrokinn í dómgreindarlausa sukkliðinu sem stýrir íslenskum fjármálastofnunum breyttist ekkert við hrun.


mbl.is Verður áfram forstjóri Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert snöggur að dæma. Í fysta hluta talarðu um hvort hægt verði að sanna sekt mannsins. Í öðrum er hann orðinn „grunaður glæpamaður ...“ (skrýtið orðalag) og í þeim þriðja virðist stjórn fyrirtækisins vera öll orðin af sama tagi og forstjórinn eins og honum er lýst í öðru öðrum hluta.

Afar erfitt er að fylgja þér, Páll, þegar röksemdafærslan er engin.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 09:27

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigurður, ekki er um það deilt að forstjóri Sögu er hefur réttarstöðu grunaðs manns. Í blogginu segir ef tekst að sanna ... osfrv. Þetta heitir viðtengingarháttur og er notaður í íslensku til að tjá möguleika.

Dómgreindarleysi stjórnarinnar felst í tvennu. Í fyrsta lagi að setja grunaðan forstjóra ekki strax í leyfi á meðan úr því fæst skorið hvort tilefni séu til ákæru. Í öðru lagi að panta sérmeðferð á forstjóra Sögu. Ekki er til þess vitað að Þorvaldur Lúðvík eða Saga séu þvílík djásn í íslensku fjármálalífi að verðskuldi sérmeðferð hjá ákæruvaldinu.

Páll Vilhjálmsson, 21.11.2010 kl. 09:33

3 identicon

Páll hefur rétt fyrir sér.  Þetta er fáránleg ákvörðun stjórnar og ekki síður hjá forstjóranum að taka ekki frí, þar til það rétta kemur í ljós. Það er vandséð að viðskiptavinum muni fjölga að einhverju ráði með ákvörðuninni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband