ESB-umsóknin komin á gjörgæslu

Vinstri grænir heykjast á því að samþykkja það sem yfirgnæfandi meirihluti flokksmanna vill, að draga umsóknina tilbaka um aðild að Evrópusambandinu, vegna þess að þar með yrðu stjórnarslit. Ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi í dag staðhæfir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins og hvetur trúnaðarmenn flokksins að halda fram þeirri stefnu. Ennfremur

Til þess að umræðan verði í reynd sanngjörn og lýðræðisleg þarf að nást sátt um skýrar leikreglur sem tryggja jafna stöðu allra sjónarmiða og nái meðal annars utan um kostnað og fjármögnun áróðursstarfsemi. Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild. Flokksráðið hvetur til þess að svo fljótt sem unnt er verði í viðræðuferlinu látið reyna á meginhagsmuni Íslands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþingis.

Engin aðlögun, sem sagt, engir styrkir og hömlur á áróður sem fjármagnaður er frá Brussel. Utanríkisráðuneyti Össurar og Samfylkingar getur ekki haldið áfram viðræðum við Evrópusambandið á þeim forsendum sem boðið er upp á í Brussel, þ.e. aðlögun.

Hótun um stjórnarslit heldur lífi í umsókninni en hún er engu að síður komin á gjörgæslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Össur verður að hringja til Brussel á mánudaginn og segja vinum sínum að litla landið með stóra landsvæðið, miklu auðlindirnar og fáu hræðurnar ætli að spila að eigin reglum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evrópusatökin kenna Ásmundi Einari um allt og ætla að aðeins einn maður standi í vegi fyrir plottinu.  Á bloggi þeirra hafa þeir tekið athugasemdakerfið úr sambandi, sem er jú ígildi þess að setja puttana í eyrun. Mjög svo í anda sambandsins raunar.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 22:52

3 identicon

Rétt hjá Jóni. þeir eru ekki að höndla málin betur en svo að andmæli eru óheimil í kvöld. Hvílíkur manndómur

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 23:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Legg ég svo til að formaður VG verði aldrei kallaður annað en Quisling hér eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Elle_

Hann mætti sannarlega kalla föðurlandssvikara.  Hví fá hann og Össur enn að vera við völd??  Hví fara Árni Þór, Björn Valur og Steingrímur ekki í Samfylkinguna þar til þeim verður vikið??

Elle_, 21.11.2010 kl. 00:08

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég ætlaði inn á aths.kerfi Evropusamt. en lok,lok og læs. Jón Steinar ég er  sannarlega til í það,hef reyndar kallað hann það lengi og formælt hér heima,en spurning hvort fáum að fjúka,komi það á blogginu.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 00:26

7 Smámynd: Gunnar Waage

Stór skita hjá VG.

Gunnar Waage, 21.11.2010 kl. 04:20

8 identicon

Í flokksráði VG virðast eiga sæti sem næst 122 fulltrúar (heimild vefur VG). Þar af greiddu atkvæði á móti róttækustu tillögunni gegn ESB 38 manns (31%) og með henni 28 (23%), en hvar voru 56 atkvæði (46%)? Í ljósi þess hefur Steingrímur varla umboð til annars en að reyna að telja Samfylkingunni hughvarf og reyna að stinga á allan hátt við fótum gagnvart ESB.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband