Laugardagur, 20. nóvember 2010
Atkvæði um ríkisstjórn hjá Vinstri grænum
Forysta Vinstri grænna þurfti að fá sérstaka stuðningsyfirlýsingu til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Flokkurinn er í fyrsta sinn í sögu sinni í ríkisstjórn, kjörtímabilið er ekki hálfnað, og forystan þarf að biðja um blessun flokksmanna að halda áfram.
Hvorki almennir flokksmenn né kjósendur Vinstri grænna eru ánægðir með þátttöku flokksins í feigðarför Össurar til Brussel.
Á fundinum fékk forysta flokksins takmarkað umboð til að sitja áfram í umsóknarríkisstjórninni. Hvorki stendur til að taka þátt í aðlöguninni né að þiggja styrki frá Evrópusambandinu.
Það verður fylgst með því hvernig ráðherrar flokksins fara með samþykktir flokksráðsins.
Ótvíræður stuðningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er Öskur Icesave í Draugavinafélaginu ekki nýr formaður Vinstri
Grænna? Er þetta ekki bara orðinn einhver tækifærissinnaflokkur og svipað miklar töggur í þeim og Framsókn. Samfylkingin bara komin með eigin dyramottu eins og Sjálfstæðismenn höfðu Framsóknarflokkinn hér í denn?
Pálmi (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 20:32
Steingrímur og co eru komin á Landráðsmannalistan ásamt Össur í Tröllavinafélaginu. Geri undantekningu fyrir Lilju Mósesdóttur, eins og einhver benti á hér áður, og ráðlegg henni að segja sig úr flokknum. Hún veit það ekki, en hún er vinsælusti stjórnmálamaður landsins ásamt Gnarrinum. Birgitta nýtur líka mikillar virðingar, en fólk treystir ekki jafn vel flokknum hennar. Það sama gildir um Lilju frá og með þessum fundi...
Jafnaðarmaður (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.