Engin þörf á ríkisrekstri heimila

Níu af hverjum tíu heimilum eru í skilum með sín fjármál, segir lífskjarakönnun Hagstofu. Eftir þessa niðurstöðu ætti að vera með góðri samvisku að leggja til hliðar áform um flata niðurfærslu lána eða önnur allsherjarúrræði fyrir heimilin.

Eitt af hverjum tíu heimilum er í vanda. Af þeim er helmingurinn alltaf í vanda hvort heldur í góðæri eða hallæri. Sértæk úrræði fyrir þau fimm prósent heimila sem eru í vanskilum ætti ekki að vera tiltökumál.

Forsendur fyrir eðlilegum fasteignamarkaði skapast fyrst þegar vissa fæst fyrir því að stjórnvöld eru hætt við hugmyndir um ríkisrekstur íslenskra heimila.


mbl.is Yfir 10% heimila í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríksrekin heimili !!!  ótrúlegt að lesa þetta hjá þér en maður á svo sem von á þessu frá einstaklingum sem tala um niðurfellingu skulda frekar en leiðréttinu.

Fyrir mig sem tók ekki gengistryggð lán og tók ekki þátt í sukkinu... á sem sagt ekki flatskjá  :)   þá sé ég ekkert að því að leiðrétt höfuðstól íbúðarlánsins míns þar sem útreikningar á verðtryggingu er í besta falli vafasöm og hefur verið lengi... sér í lagi eftir að tenging launa var rófin.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hér eru nokkrar tölur úr skýrslunni sem sýna hvað meðaltöl eru varasöm í notkun:

Vanskil húsnæðislána eða leigu:  10,1%

Húsnæðiskostnaður þung byrði:  16,5%

Vanskil annarra lána: 13,3%

Önnur lán þung byrði: 19,2%

Getur ekki  mætt óvæntum útgjöldum: 35,9

Erfitt að ná endum saman: 49,3%

Vanskil húsnæðislána eða leigu

Alls 10,1%

Heimili án barna: 6,9%

Heimili með börn 15,4%

Einstæðir foreldrar: 23,5%

Hjón með 3 börn eða fleiri: 19,2%

Marinó G. Njálsson, 19.11.2010 kl. 13:40

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er framúrskarandi heimskulegur pistill Páll minn. Og við því er að sjálfsögðu ekkert að gera.

Bara svo þú vitir það þá hefur fasteignaverð aldrei verið eðlilegt á Íslandi og blöð og sjónvarp hafa aldrei verið sjálfstæð í fréttaflutningi.

Enda vita fæstir blaðamenn af því þegar þeir hlaupa erinda Baugsmanna. Þú ert Baugsmaður inn í merg sem þú sannar svo rækilega með þessi pistli.

Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband