Þjóðernishyggja íslensk og þýsk-evrópsk

Íslensk þjóðernishyggja er barátta fyrir lífsafkomu í harðbýlu landi. Menningarleg sjálfstæðisbarátta er vörnin fyrir tungumálinu og efnahagslegt sjálfstæði er tryggt með yfirráðum yfir náttúruauðlindum til lands og sjávar. Þýsk-evrópsk þjóðernishyggja dregur á eftir sér slóða tveggja heimsstyrjalda, hugtök eins og Lebensraum og staðarnöfnin Auschwitz og Dachau.

Herman van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins flutti ræðu í Berlín þann 9. nóvember þar sem hann dró beina línu milli þjóðernishyggju og stríðsreksturs. Upphafsstöð þjóðernishyggju, samkvæmt Rompuy, er gagnrýni á Evrópusambandið; milliliðurinn er ótti sem getur af sér þjóðernishyggju og af því leiðir stríð. Textinn fer hér að neðan

 We have together to fight the danger of a new Euro-scepticism. This is no longer the monopoly of a few countries. In every Member State, there are people who believe their country can survive alone in the globalised world. It is more than an illusion: it is a lie! Franklin Roosevelt said: 'The only thing we have to fear is fear itself.' The biggest enemy of Europe today is fear. Fear leads to egoism, egoism leads to nationalism, and nationalism leads to war (“le nationalisme, c’est la guerre” (F. Mitterrand)).

Þýsk-evrópska þjóðernishyggjan sem van Rompuy lýsir á ekkert sameiginlegt með íslenskri þjóðernishyggju. Ísland á fjarska lítið sameiginlegt með Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reynslan kennir okkur að við höfum aldrei lært af reynslunni.

Rúmpi ruglar viljandi saman þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu. Það er and þjóðernishyggja og viðleitnin til að steypa allt mannkyn í sama mót, sem er orsakavaldur stríða. Hann snýr þessu öllu á haus enda er hann málsvari heimsvaldastefnu.  Globalismans. Hin dauðadæmda helfararhugsjón 21. aldarinnar. Kaþólskan í merkingarfræðilegum skilningi orðsins. Heimurinn endar sem sviðin auðn áður en valdsjúkir og vitfirrtir höfðingjar játa að þetta gangi ekki.

Nú erum við að ganga inn í nýtt skeið þessara óra, þar sem markmiðið er einn alheimsgjaldmiðill og sameiginlegur miðstýrður markaður. Risa-glóbalt evrópusamband. Ef menn hafa nennt að hlusta á vitfirringa eins og Sarkosi undanfarin ár, þá skilja þeir hvað við er átt.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 08:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein folk, ein reich, ein fuhrer.  Welcome to the twilight zone. Kreppan er ekki byrjuð enn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 08:38

3 Smámynd: Hasi

„Hin óumflýjanlega endurskoðun íslenskrar þjóðernishyggju er þegar hafin af krafti og mun þegar yfir líkur umturna sjálfsskilningi þjóðarinnar. Ný staða í alþjóðamálum, bylting í samskipun og þögult streð fræðimanna á bókasöfnum og skjalasöfnum vinnur sitt verk hægt en örugglega. Sá mæti Fransmaður Renan sagði fyrir meir en 100 árum að forsendan fyrir því að vera þjóð væri að misskilja sögu sína. Líklegt er að merking þjóðarhugtaksins breytist stórlega á næstu áratugum, og þjóðernishyggjan heyri sögunni til eftir 200 ára litríkan feril.“

Hasi, 19.11.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband