Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Fullveldi og aðlögun er líf og dauði
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu varðar fullveldi þjóðarinnar. Um það eru fullveldissinnar og aðildarsinnar sammála og þar er ástæðan fyrir því að stjórnarskránni verður að breyta ef af aðild verður.
Utanríkisráðuneytið getur ekki farið í viðræður þar sem fullveldi þjóðarinnar er í húfi án þess að skýrar og afgerandi forsendur liggi til grundvallar. Aðlögun annars vegar og óskuldbindandi samningaviðræður um skilmála aðildar að ESB eru gagnólíkir hlutir.
Ótækt er að loðnar yfirlýsingar hvors samningsaðila um sig að þeir virði andstæð sjónarmið verði grunnur viðræðna Íslands við Evrópusambandið.
Yfirlýsingarnar til hliðsjónar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við sáum þessa gömlu,,stjórnarskrá handleikna eins og sjálft fjöregg þjóðarinnar af fréttakonu ársins,Þóru Arnórs á Ruv.í kvöld. Hvert er dýrmæti innihalds stjórnarskrárinnar,sem handleika þarf með hvítum hönskum og fletta með bókbandsspaða. Fullveldið og skráð er,að auðlyndir Íslands skulu ávallt vera í eigu íslensku þjóðarinnar. Góðir samherjar vöndum valið á Stjórnlagaþings-frambjóðendum. Fullveldið er upp á líf og dauða.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2010 kl. 04:03
Þú talar um loðnar yfirlýsingar og andstæð sjónarmið Páll, það má svo sem segja það en þó varla.
Allir talsmenn sem tjáð sig hafa af hálfu ESB eru sammála um að um aðlögunarferli sé að ræða og engar varanlegar undanþágur í boði, Össur er hins vegar á öðru máli. Þetta eru að sjálf sögðu andstæð sjónarmið en ekkert loðin.
Svo verður fólk að gera upp við sig hvort það trúir talsmönnum ESB, eða hvort Össur einn hafi rétt fyrir sér.
Sjálfur er ég ekki í neinum vafa.
Gunnar Heiðarsson, 19.11.2010 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.