Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Innlit í horfinn stjórnmálaheim
Umræðan um skattahækkanir er dauð. Almenningur veit að eftir fjármálafyllerí síðustu ára verður að hækka skatta og kaupir ekki röksemd sjálfstæðismanna að skattar drepi atvinnulífið í dróma. Pælingar um að láta hagkerfið vaxa með því að drita út almannafé til óráðssíufólks falla í grýttan jarðveg.
Stjórnmál eftirhrunsins munu snúast um annað en skattaprósentur.
Um hvað? Jú, um lífsgildi.
Hagkerfið sýnir viðbragðsflýti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stundum skrifarðu einsog frjáls maður. Lýst vel á þig núna.
Gísli Ingvarsson, 18.11.2010 kl. 20:44
Mætti kannski bæta við "að vera, en ekki látast vera" (óskhyggja ?)
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 20:49
Ef þú heldur Páll að fyrirtæki landsins eða almenningut hugsi nú um stundir fremur um lífsgildi en skattaprósentur, hefur þú trúlega aldrei stundað atvinnurekstur eða greitt öðrum en sjálfum þér laun. Var almenningur á "fjármálafylleríi", eins og þú orðar það? Hann í mesta lagi fékk að bragða á dreggjunum, sem urðu afgangs í glösum strákanna hans Ólafs Ragnars - glæframannanna sem allir eru fluttir til útlanda.
Hvenær skyldu inniskór og trúlofunarhringur Jóns Ásgeirs og kóna hans verða seldir á opinberu uppboði?
Vel á minnst hvaða lífsgildi hefurðu í huga?
Gústaf Níelsson, 18.11.2010 kl. 22:21
Það er nothæf nálgun að segja að þjóðin hafi öll verið á "fjármálafylleríi" fram að hruni. Við, Pétur og Páll, fengum að vísu ekki að standa við barkrana og hvolfa í okkur. En ég minnist þess vel hvað mér fannst ótækt að flytja Kaupþing úr landi vegna áhætturnar ef illa færi. "Heilvita maður slátrar ekki mjólkurkú heimilisins" hugsaði ég korteri fyrir hrun, þegar ýmsar aðvörunarbjöllur fóru að klingja hærra og Davíð Oddson t.d. bent á að við ættum ,,0% möguleika" ef og þegar spilaborgin félli.
Þess vegna játa ég sekt mína í neysluhugsun. Brot mitt var ekki með þeim stóru, en það var aðstöðuskorti mínum að kenna, ekki að ég væri betri en ,,auðrónarnir", því miður. Ég reyni að standa í skilum. Vona bara að landið verði ekki selt undan mér.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.