Völundarhús valdsins

Kafka skrifaði sögur um það hversu heilbrigð skynsemi má sín lítils gagnvart valdinu. Kafka skrifaði sínar sögur þegar valdaverkfæri þýsk-prússnesku elítunnar var orðið fullveðja. Þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir er verkfærið enn í notkun undir sam-evrópsku vörumerki. Eitt einkenni valdsins er hve erfitt er að skilja það og ræða á röklegum forsendum.

Umsókn samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar þvældi íslenskum hagsmunum inn í völundarhús valdsins í Brussel. Evrópuvaktin bendir á lygavefinn sem aðalábyrgðarmaður umsóknarinnar, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, er fastur í. Össur segir viðræðuramma Evrópusambandsins ekki eiga við Ísland. Talsmaður Evrópusambandsins segir aðeins einn viðræðuramma til af hendi sambandsins og sá rammi feli í sér aðlögun umsóknarríkis að reglum og lögum sambandsins. Aðlögunin fer fram samhliða viðræðum.

Evrópusambandið hannaði aðildarferli í anda Kafka. Embættismenn í Brussel geta vísað Íslandi í tyrknesku biðstofuna, þar sem umsóknarríki geta beðið endalaust. Brusselvaldið á jafnframt þann kost að hinkra þangað til aðstæður á Íslandi eru heppilegar til að gera leifturárás á landið og fá samþykki þjóðarinnar fyrir innlimun. En áður en að því kemur þarf að mýkja andstöðuna með fégjöfum og áróðri.

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra talar fyrir heilbrigðri skynsemi þegar hann segir hingað og ekki lengra.


mbl.is Í anda ,,Kafka-skrifræðis"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Brynjum okkur fyrir væntanlegum ,,gælum,, og nammi frá ókunnum,eins og við höfum kennt börnum okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara bull og bla bla.  Og ekki furða þó þið sjallar hafið rústað þessu landi.  Eigi furða.  Miðað við það hve þið getið babblað og bullað allan liðlangan helv. daginn látlaust.

Voru Nojarar í ,,2 mánuði" í viðræðum á 10.áratugnum?  Nei, hélt ekki!  Hættið þessu bulli.  Það voru nokkur ríki sem sóttu um á svipuðum tíma.  Um 1991.  Viðræðum lauk  1994 og atkvæðagreiðsla í kjölfarið.

Það sem var öðruvísi þarna, að vísu, var að EEA agreement var líka til umræðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu farinn að panikkera Ómar minn?  Heldur þú að þú bjargir einhverju með svona inleggi? Leiddist þér kannski bara þarna á útnesinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 12:28

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er á hreinu að Ömmi hefur aldrei lesið Kafka. En að vitna í hann er einfalt. Það hafa svo margir endursagt sögur Kafka í einni setningu eða svo.

En það er betra að samlíkingin sé ekki Hitlers þýskaland sem hefði alveg getað verið með dash af glerperlum úr sögu Indjána.

Gísli Ingvarsson, 18.11.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,The period between 1989 and 1991 was significant for European and world politics.  The collapse of the Berlin Wall, and ultimately Communism in the Soviet Union and Eastern Bloc, led to a further push for economic and political cooperation in Europe.   Norway decided again to apply for membership in March 1992, at a similar time to both  Finland and Sweden. Once again, the Norwegian government decided to give the vote on EU membership to the people. The people of Norway thus went to the polls in November 1994"

Hvað er þetta?  ,,2 mánuðir"?  Ha??

Svo frábið ég mér eitthvert hálfvitablaður hérna í minn garð.  Frábið mér það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2010 kl. 13:27

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Sé eitthver með bálvitablaður þá held ég Ómar eigi vinninginn hér. En svona til umhugsunar Ómar, voru Norðmenn í aðlögunarferli þegar þeir voru í viðræðum við ESB? Sér þú engan mun þar á.

Rafn Gíslason, 18.11.2010 kl. 13:34

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar segir Páll að þetta taki 2 mánuði Ómar?  Í tlfelli Noregs þá sóttu þeir um 1972 en felldu inngöngu í bandalagið.  Aftur var kosið 1994 og aftur fellt.  Ferlið stóð ekki frá 1992, helur var ákveðið að reyna aftur þá. Svo leið og beið, rétt eins og hér. Lestu nú helvítins peistin þín. 

Hér byrjaði ferlið ekki fyrr en í Júlí. Ef menn hefðu drifið sig í vafa og áhersluatriðin strax og sleppt ósamþykktu aðildarferli, þá væri sennilega verið að útkljá málið nú.  Það vissu allir um hvað styrinn stóð og EU gaf skýr svör um að engan afslátt eða sérmeðferð væri að fá. Þá er sjálfhætt.

Hér eru menn að rýna í reglur um transfitu og löglegar rassbreiddir í lestum í stað þess að komast að kjarnanum. Verið að kaupa sér tíma í von um að útlitið btni. Því miður þá versnar það. 1500 milljarða lán til Írlands ofan á annað eins þýðir að fullveli þeirra er farið og örbyrgð mun ríkja um ófyrirséða framtíð. Dómínóeffektinn er byrjaður. Bankaáhlaup, launa og skattakúgun.

Á meðan fjandinn er laus þá verðum við sett í Tyrknsku biðstofuna að ræða ferkantaða tómata og staðlaðar beygjur á bönunum um læð og okkur blæðir í vasa Brussel fyrir algeran óþarfa heimsku og þrjósku.

Snap out of it.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 13:56

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Viðræður milli Nojara og EU voru nákvæmlega sama eðlis og viðræður allra landa að nefdu sambandi bæði fyrr og síðar.  Namely viðræður um aðild að Sambandinu!

Hard core viðræður tóku um 1 ár.  þe. þegar búið er að draga frá ýmis formsatriði og undirbúnng o.þ.h. 

Viðræðurnar voru alveg sama eðlis og viðræður íslendinga.  Nákvæmlega.

Eini munurinn er að viðræðurnar þá eru alveg ofaní EEA agreement málinu sem samþykkt var í Óportó og ísl. flestir ættu nú að þekkja  (sem eg efa þó að þeir geri)  Nojarar voru miklir forgöngumenn þar.

Einhver sérstök og ógurleg ,,aðlögun" er hvergi til nema í hausnum á fólki sem hvorki getur né vill ræða málefnalega um nokkurt einasta andskotans mál en fókuserar á hálfbjánalegt própaganda a la dabbastæl.  Própaganda sem er móðgun og dónaskapur við fólk sem hefur 1% hugsun eða meira.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2010 kl. 14:06

9 identicon

Omar.

Tu verdur ekki gafulegri a ad skrifa utlensk ord.

Nordmenn foru aldrei i adløgun eins og a ad kremja Islendinga i gegn um en kalla tad svo vidrædur. Tratt fyrir ad EES logjofin væri ekki buin ad breyta milu tegar um reglur tar i landi a teim tima. Innganga Austur Evropu i ESB hefur breytt eitthvad vinnuferlunum hja teim....

Tu heldur kanski ad tu breytir sannleikanum med tvi ad skrifa bull og vitleysu Omar, en flestir sja i gegn um tad. Hvort sem teir hugsa i prosentum eda bara "venjulega".

(Afsakid, tad vantar islenska stafi her. Tetta er ESB stadlad...). :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 14:50

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef aldrei séð að köngurlóin sem spinnur vefinn festi sig í honum sjálf. Það eru aðrir sem festa sig og þá spinnur hun utanumþá svo þeir sleppi ekki.

Ég held að þessu sé eins farið með lygavefi. Það eru spunnið utanum Íslendinga hvern af öðrum þangið til að allir eru vel fastir. Þá þarf ekkert að greiða atkvæði.

Halldór Jónsson, 18.11.2010 kl. 15:04

11 identicon

Eftir því sem landsölumenn Evrópusinna fá fleiri milljarði til að múta og í lygaáróðurinn, því verr fara þeir á límingunum og rugla eins og vinur okkar Ómar ESB sófasérfræðingur sem því miður er ekki með 1% hugsun.  19% fylgi er bara nokkuð gott miðað við allar lygarnar sem þessir aðilar hafa verið staðnir að að stunda og allan hálfsannleikann sem í mörgum tilfellum verri en hreinar lygar.  Að vísu er þetta 2 - 3 mánaða gömul könnun og á sama tíma hefur fylgi við ríkistjórnina hrunið úr um 40% niður í 20%.  Örugglega óhætt að reikna með að fylgið við ESB hafi fallið í svipuðu hlutfalli.  Það sem er kostulegast við málflutning Evrópusinna að engin hefur reynt að skýra út hvers vegna meirihluti íbúa ESB landanna telja veruna vera að hinu vonda fyrir land og þjóð, og sama er uppi á teningnum með ágæti evrunnar.  Meirihlutinn telur hana haf verið þeim til tjóns og af hinu verra.  Svo það er augljóslega engin tilviljun að Bretar, Svíar og Danir hafa ekki tekið hana upp.  En þessi atriði ræða landsölumenn ekki frekar en allt annað sem er óþægilegt, sem veldur að þeir hafa fátt að segja yfirleitt.  Ad Hominem árásir er það sem dagsskipunin augsýnilega er, og í þeim fara þeir á kostum.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband