Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Bölsýni veit á aðild, bjartsýni fullveldi
Þegar mestur bölmóðurinn eftir hrun réð ríkjum mældist áhugi á aðild að Evrópusambandinu hvað mestur, rétt slefaði upp í helming þjóðarinnar. Ef því sem fólk áttar sig betur á að afskriftir eru tilfærslur á eignum sem var ekki innistæða fyrir og að samfélagið mun koma lögum yfir útrásarbófana eykst bjartsýni og stuðningur við aðild fellur.
Dæmigerður aðildarsinni er vingull sem hoppaði og skoppaði með útrásinni. Í stað þess að líta í eigin barm eftir hrun leitaði aðildarsinninn sér að nýrri tálsýn og fann hana í Evrópusambandinu.
Allur þorri þjóðarinnar gengur að þeirri sannfæringu vísri að fullveldi og forræði eigin mála er forsenda lífvænlegrar framtíðar.
Almenningur hér ekki jafnbölsýnn og í ESB-ríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm...þegar koníkakið þvarr var farið í kardemommudropana.
Annars er bölsýni evrópubandalagsbúa skiljanlegt, ef maður fylgist með fréttum þar. Fréttum sem nánast aldrei rata í fjölmiðla hér og allra síst í RUV. Ó, nei...
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 07:30
Þetta er algerlega öfugt hjá þér. Heimsýnarmenn fengu engann hljómgrunn fyrir rugl sitt þegar allt var á bullandi siglingu hérna, hver skoðanakönnunin á fætur annarri fyrir hrun sýna þetta berlega.
En eins og alltaf þegar það harðnar í ári þá rennur hræðsluáróður og rugl betur ofan í fólk og því hefur taflið núna snúist. Gefum þessu nokkra mánuði, fólk er þegar farið að þreytast flip floppinu í nei hreyfingunni, í fyrrdag var það evra einhliða, í gær var það dollari, í dag er það víst norsk króna, á morgun evran með hjálp AGS, eftir viku verður það tælensk rúbla. Fólk nennir ekki að hlusta á svona rugl til lengdar.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 07:43
Jón Gunnar: Enda er þetta einsog að tuða og tuða í einhverjum sem að þjáist af skemmdegisþunglyndi að fara í megrun. Um leið og fer að birta og hann fer að hreyfa sig þá kemst hann aftur í kjörþyngd.
Sama á við um krónuna, það er bara verst að fjármálaráðherra er ekki að gera henni auðvelt fyrir.
Arnþór Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 09:20
Dæmigerður NEI-sinni er vingull sem hoppaði og skoppaði með útrásinni sbr stuttbuxnadeildin og frjálshyggjugengið.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2010 kl. 10:19
Frekar sorglegt þegar Heimssýn menn gera allt til að tengja hluti sem þjóðin mislíkar við aðildasinna sbr Icesave og útrásarvíkinga.
Sínir bara hversu rökþrota þið eruð.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2010 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.