Miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Samfylkingin viðurkennir einangrun
Fattljósið kviknar hjá Samfylkingunni um síðir. Evrópustefna flokksins er helvegur rúins trausts og smáflokkafylgis. Í kvöld er fundur hjá höfuðsstöðvum flokksins þar sem spurt er hvort Samfylkingin eða Jón Bjarnason stjórni umræðunni. Bjarni Harðarson gerir stólpagrín að fundinum þar sem Baldur nokkur Þórhallsson varaþingmaður Samfylkingar og prófessor opnar naflaskoðunina.
Samfylkingin þarf svona eina til tvær skoðanakannanir í viðbót til að átta sig á að ef ekki verður brugðist við í tíma grefur flokkurinn sér djúpa holu og morknar þar.
Eins og kom fram fyrr í dag stendur valið á milli þess að Samfylkingin fórni Evrópustefnunni og Össuri með eða að ríkisstjórnin fjúki.
Athugasemdir
Ágætt að vera á lanum hjá kvókóngum og eigendafélagi bænda við það að níða fólk niður !!!
Þú sem segist vera með svo mikla reynslu og ekki sé talað um háskólamenntunin. Hvers vegna færðu þér ekkert að gera, þar sem þú getur sagst hafa gert eitthvað að gagni annað en að bera níð út um fólk ?
Verð þó að segja að ekkert kemur manni á óvart hjá Páli Vilhjálmssyni !
JR (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 20:32
Páll. Er ekki möguleiki á að þú lokir á fyrirbærið og mannvitsbrekkuna JR og aðra á sama þroskastigi sem leggja ekkert til umræðunnar annað en Ad Hominem árásir á þig og aðra fulltrúa 81% þjóðarinnar sem er ekki enn búin að láta blindast af villuljósi Evrópusambandsins..???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 22:12
Jú, Guðmundur, bloggið mitt er opið fyrir athugasemdum og mér finnst eins og ég sé að gefast upp á prinsippi ef ég útilokaði einhvern.
Páll Vilhjálmsson, 18.11.2010 kl. 07:08
Sæll Páll og þakka dygga baráttu. Þó leitt sé að lesa skrif JR og fleiri í athugasemdum hjá þér, má ekki loka á þá. Skrif þessara manna dæma sig sjálf og eru málstað okkar lýðveldissinnum frekar til málsbóta. Oftar en ekki skrifa þessir menn undir dulnefni, enda vandséð að nokkur vilji setja nafn sitt undir margt af því sem þeir rita.
Gunnar Heiðarsson, 18.11.2010 kl. 07:41
,,Páll. Er ekki möguleiki á að þú lokir á fyrirbærið og mannvitsbrekkuna JR og aðra á sama þroskastigi sem leggja ekkert til umræðunnar annað en Ad Hominem árásir á þig og aðra fulltrúa 81% þjóðarinnar sem er ekki enn búin að láta blindast af villuljósi Evrópusambandsins..???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 22:12"
Mikið rosalega er ég ánægður að vera kallaður ,,mannvitsbrekka" og það af mestu bullu hægri öfgamanna úr mesta glæpamannaflokki íslandssögunar sjálfstæðisflokknum !
Það segir aftur á móti ekkert um mig eða mínar skoðanir !
Það breytir heldur ekki launum Páls frá kvótaeigendum og eigendafélagi bændavið að dreyfa níð um fólk !
JR (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.