Miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Bófi biðst vægðar
Auðmannaklíkan sem stundaði svindl og eyðilagði samfélagsinnviði undir formerkjum útrásar telur sig hafa hreinan skjöld og að glæparannsóknir á athöfnum þeirra séu sprottnar af illu hvötum. Jón Ásgeir Jóhannesson kenndur við Baug er hvað þekktastur auðdólganna.
Viðskiptavild Jóns Ásgeirs var byggð á mútufé annars vegar og hins vegar hótunum um að beita dagskrárvaldi fjölmiðla til að ráðast á æru þeirra sem stóðu gegn yfirgangi hans.
Jón Ásgeir var óvandur að meðölum en æmtir þegar endurreisn laga og reglna hittir hann fyrir. Samfélagið þarf að ganga svo frá málum að Jón Ásgeir og hans nótar fái hvergi frið til að endurvekja bófasiðferði í viðskiptum.
Yfirheyrðir fram á kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvartanir Jóns eru aukaatriði - Kvartanir mínar eru hinsvegar aðalatriði.
Hversvegna - eftir allt sem á undan er gengið - er það núna fyrst sem verið er að skoða þetta mál? Sá enginn þetta mál fyrr? Hversvegna hefur hann (Jón) milljarða tugu eða milljarða hundruð á milli handanna á sama tíma og verið er að afskrifa óheyrilegar skuldir hans?
Hversvegna var ekki lagt hald á allt sem hann hafði umleikis þegar í upphafi rannsóknar á hans málum?
Hversvegna var það gert í máli ráðuneytisstjórans en ekki Jóns Ásgeir?
Hversvegna sæti Össur Skarphéðinson ekki sömu meðferð og ráðuneytisstjórinn? Eru þeirra mál ekki af sama toga? Báðir eð innanbúðarupplýsingar sem aðrir höfðu ekki. Hver er munurinn?
Og enn einu sinni - hvernig var 940 milljarða skuldin samsett? Hvernig er hið undarlega ferli Haga í raun og veru ?
Maður spyr sig og botnar ekkert í því hversvegna verið er aðhirða heimilin af fólki til þess að þóknast AGS en þessi mál og hundruðir milljarða fá að vera í höndum útrásar..... og restin afskrifuð. Hefði ekki verið nær að koma fjölskyldum til hjálpar? Þá er ég ekki að tala um Baugsfjölskylduna.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2010 kl. 07:13
Tek undir með Ólafi..Það gera ugglaust margir..Af hverju fyrst núna eftir allan þennan tíma?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.11.2010 kl. 08:10
Eru þetta ekki bara hrossakaup? Er Samfylkingin ekki að bjóða hausinn á J.Á. í skiptum fyrir frið til að fullna ESB nauðgunina á þjóðinni?
Það skyldi þó aldrei vera? Kemur í ljós...
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2010 kl. 09:16
Kannski er það Icesave nauðgunin? Þar er jú fyrirstaða á leiðinni í ESB, sem liggur á að ryðja úr vegi. Það skyldi þó aldrei vera að sjallarnir snúi blinda auganu að þeim gerningi í skiptum. Kæmi mér ekkert á óvart. Mér sýnist það raunar hafa legið í loftinu þessa vikuna.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2010 kl. 09:23
Ha?
Þessir menn ráða enn Íslandi!
Á þingi og í ríkisstjórn situr fólk sem auðmenn keyptu.
Þeir njóta enn óeðlilegrar fyrirgreiðslu í fjármálakerfinu og halda enn fyrirtækjum sínum.
Þeir fara frjálsir ferða sinna hér og erlendis.
Allt tal um að útskúfa þessum mönnum er í besta falli órar.
Karl (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.