Þriðjudagur, 16. nóvember 2010
Þorsteinn skilur Össur eftir í snörunni
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra handvaldi Þorstein Pálsson fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins til að taka sæti í viðræðunefnd Össurar vegna aðlögunarferlis Íslands í Evrópusambandið. Þorsteinn átti að byggja brú mill Samfylkingar og aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum.
Orð Þorsteins um að ríkisstjórnin hafi ekki bolmagn til að ljúka aðlögunarferlinu staðfestir einangrun Samfylkingarinnar í íslenskri pólitík.
Össur Skarphéðinsson og feigðarförin til Brussel eru gangandi pólitískt stórslys á vinstri væng stjórnmálanna. Það mun fljótlega renna upp fyrir samfylkingarfólki að til að ná vígstöðu á ný þarf að fórna umsókninni og Össuri með. Samfylkingin fórnaði Ingibjörgu Sólrúnu fyrir minni sakir.
Efast um að stjórnin geti lokið viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Utanríkisráherra (Össur) skrifar undir (samþykkir) samninginn fyrst og svo fer hann fyrir þingið???!!! Hverslags farsi er þetta? Var þetta virkilega það sem Alþingi féllst á?
Ég fæ ekki séð annað en að þetta frumvarp sé ólöglegt í alla staði, ekki bara siðlaust eins og Þorsteinn vill meina. Nú finnst mér vitleysunni sjálfhætt. Engin fura þótt menn hafi komið sér hjá því að láta forsetann staðfesta frumvarpið.
Á hversu mörgum plönum þarf lögbrotið að vera til þess að menn bregðist við? Þetta er hreinn og klár Despotismi.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2010 kl. 16:50
Sælir bylting er í kortunum hjá því verður ekki komist miðað við vinnubrögð stjórnvalda, banka og dómstóla!
Sigurður Haraldsson, 16.11.2010 kl. 17:13
Það eru engir aðildarsinnar í Sjálfstgæðisflokknum með einhver áhrif í flokknum. Nokkrir nöldrarar voru á síðasta landsfundi og gengu sumir á dyr. Þorstein Pálsson hef ég ekki orðið var við á síðustu landsfundum og hef ekki séð til hans við einhverjar brúarsmíðar.
Páll ofmetur stærð aðildarsinnahópsins innan flokksins en umsóknin var felld með ca. 95 % greiddra atkvæða. Slíkur flokkur er einhuga en eki klofinn eins og kommatittirnir eru að gefa í skyn.
Halldór Jónsson, 17.11.2010 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.