Vinstri græn, aðlögunin og næstu kosningar

Aðildarsinnar vilja ekki lengur hraðferð inn í Evrópusambandið vegna þess hversu andstaðan við aðild er öflug. Engar líkur eru á því að aðlögunarferlinu ljúki á kjörtímabili ríkisstjórnar Vg og Samfylkingar. Það þýðir, verði ekkert að gert, að Vg mun heyja kosningabaráttu í skugga aðlögunar og yfirvofandi innlimunar Íslands í Evrópusambandið.

 

Forysta Vinstri grænna getur ekki komið í næstu kosningabaráttu með þann boðskap að flokkurinn standi vörð um fullveldi Íslands og telji hagsmunum okkar betur borgið utan Evrópusambandsins - ef aðlögun Íslands heldur áfram. Almenningur gerir einfaldlega aðrar kröfur til Vinstri grænna en Besta flokksins.

Vinstri grænir verða í útrýmingarhættu við næstu kosningar. Vinstri græn hleyptu aðlögunarferlinu af stað og beygðu sig fyrir ofríki Samfylkingar. Eini kostur flokksins er að bæta fyrir mistökin vorið 2009 með því að tryggja að umsóknin verði dregin tilbaka.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband