Mánudagur, 15. nóvember 2010
Lýðræði Árna Þórs
Moskvumenntaður valdatæknir Vinstri grænna gengur með lýðræðishugmyndir sem hæfa menntun og starfsferli. Árni Þór Sigurðsson bauð sig fram fyrir stjórnmálaflokk sem hafði það á stefnuskrá sinni að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. Eftir kosningar tók Árni Þór höndum saman við fyrrum félaga sína Samfylkingunni og kom Íslandi í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.
Eftir að Ísland hefur tekið upp lög og reglur ESB, í reynd verið innlimað í sambandið, ætlar Árni Þór að bjóða þjóðinni að staðfesta orðinn hlut í þjóðaratkvæði.
Árni Þór fyrirlítur lýðræðið og lítur á trúnað sem hverja aðra verslunarvöru. Siðleysingjar eins og Árni Þór eru ástæðan fyrir því að 90 prósent þjóðarinnar hefur enga tiltrú á alþingi.
Segir hugmyndir Ögmundar óraunhæfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Og eins og vinirnir í samfylkingunni var hann fljótur að grípa tækifærið og hagnast gífurlega með braski með bankabréf sem hann komst yfir.
Mafían er alls staðar eins, í Moskvu eða Reykjavík.
Græðgin og siðleysið líka.
Svona stjórnmálamenn grafa undan lýðræðinu.
Karl (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 13:03
Árni Þór passar vel við valdstefnu Jóhönnu og Steingríms.
Elle_, 15.11.2010 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.