Atvinnurekstur í þágu lágra launa

Atvinnurekendur ráða fólk til að búa til hagnað eftir að kostnaður er greiddur. Hér á landi komust atvinnurekendur upp á lagið að flytja flugvélafarma af starfsfólki frá Austur-Evrópu til að búa til hagnað. Eftir að krónan féll varð innflutningur á vinnuafli ekki arðbær.

Samtök atvinnurekenda vilja núna lækka opinberar bætur til að fá fleira fólk í vinnu að skapa atvinnurekendum hagnað.

Atvinnurekstur í þágu lágra launa á vitanlega ekki að þrífast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er undirliggjandi ástæða fjölmenningarstefnunnar. Það að geta flutt inn þurftarminna fólk frá illa settum löndum. Þetta er afar mikilvægt hjá nómenkladíunni í Evrópubandalaginu og því eðlilegt Villi sé hrifinn af því apparati.

Passaðu þig bara að fetta ekki fingur út í þessa þrælaflutninga því þá liggur þú undir því að vera kallaður rasisti og útlendingahatari.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2010 kl. 19:50

2 identicon

Ég veit ekki hvenær þið fóruð á fætur drengir en í 60 ár hafa menn notað verðbólgu til að stela að jafnaði fjórðungi árslauna af fólki til að skapa þau verðmæti sem landeigendur gorta af að hafa skapað. Það þarf ekki útlendinga til, verðbólga er málið.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Elle_

Kannski geta þrælahaldararnir hans Villa sætt sig við að nota bæði verðbólgu og þrælaflutninga til að misnota fólk?

Elle_, 14.11.2010 kl. 21:58

4 identicon

Fiskvinnslukona í Danmörku er með 130 krónur dkr  fyrir dagvinnutímann fyrir utan orlof sem er 12% . Persónuafslátturinn hjá henni í Danmörku  er ca, tvöfallt hærri  en hjá fiskvinnslukonunni á Íslandi en skattprósentan er aðeins hærri hjá þeirri dönsku eða um 41%.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 23:06

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Páll þú þarft að komast í stjórnunarstöðu í þjóðfélaginu, koma inn í nýtt afl en ekki láta þér detta í hug fjórflokkinn! Maður eins og þú ert velkominn í nýja ísland.

Sigurður Haraldsson, 14.11.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband